Öryggisverðir þurfti að fylgja Alfie og vinum hans úr VIP-boxinu sem þeir sátu í og fylgdust leik Real Madrid og Manchester City í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Santiago Bernabeu í gærkvöldi.
Sjálfur gerir Alfie, sem sakaður er um að hafa hent mat í stuðningsmenn Real Madrid úr boxinu og að hafa sýnt af sér annars konar ögrandi hegðun, lítið úr atvikinu í færslu á Twitter.
Ok. RM was not happy we were celebrating KDB goal. Other than than that we had to move because RM fans not happy with 1-1 https://t.co/PWpk6EAPUp
— Alfie Haaland (@alfiehaaland) May 10, 2023
„Stuðningsmenn Real Madrid voru ekki ánægðir af því að við fögnuðum jöfnunarmarki Kevin de Bruyne. Ofan á það þurfti að fylgja okkur af vellinum vegna þess að stuðningsmenn Real Madrid voru ekki ánægðir með 1-1 jafntefli.“
Spænska staðarblaðið Marca greinir frá því í frétt á vef sínum að á meðan á leiknum stóð hafi Alfie og vinir hans sýnt af sér ögrandi hegðun.
Á endanum hafi hópur öryggisvarða þurft að fylgja þeim úr VIP-boxinu sem þeir sátu í, það hafi gerst á meðan á seinni hálfleik leiksins stóð.
Norska ríkissjónvarpið hefur reynt að ná tali af Alfie Haaland auk Øystein Stray Spetalen sem var með honum í boxinu en án árangurs.
Þá hefur Real Madrid ekki tjáð sig um atburðarásina.