Má trúin sjást í sjónvarpi? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 11. maí 2023 08:31 Þróunin hérlendis í umgengni við þjóðfélagshópa sem falla utan við meginstrauminn hefur verið í þá átt að auka sýnileika þeirra og samtímis að auka fræðslu í samfélaginu um aðstæður, hugmyndir og lífsreynslu fólks. Það er fagnaðarefni en ég hef tilfinningu fyrir því að svo sé ekki með sama hætti þegar kemur að trú og trúarhefðum. Trú og trúariðkun hefur verið hrakin inn á svið einkalífsins á sama tíma og fjölbreytileiki trúarhefða á Íslandi hefur aldrei verið meiri með vaxandi fjölmenningu. Sýnileiki trúarhefða og fræðsla um þær, hafa ekki aukist að mínu mati sem skyldi. RÚV hefur ríkum skyldum að gegna í þessum efnum. Fréttastofa RÚV hefur sinnt hlutverki sínu, m.a. með vönduðu innslagi um Ramadan þann 26. mars síðastliðinn, en það er sláandi að Sjónvarpið er eina ríkissjónvarpið á Norðurlöndum til að sýna ekki guðsþjónustur á sunnudögum og sú eina sem sýndi enga trúarlega dagskrá í sjónvarpi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Það er sama hvar borið er niður, opinberar sjónvarpsstöðvar í nágrannalöndum okkar sinna allar því hlutverki að sjónvarpa vikulega frá helgihaldi. DR starfrækir „DR kirken“ sem sýnir vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli kirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju en þar er lögð áhersla á að sýna frá sem fjölbreyttustum söfnuðum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út vikulegar guðsþjónustur frá kirkjum landsins og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Jafnvel Færeyingar sýna vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum á KFV. Fyrrnefndar sjónvarpsstöðvar sýndu jafnframt á páskum fjölbreytt trúarefni. Má þar nefna heimildamyndir um inntak páska sem trúarlegrar hátíðar í sænska sjónvarpinu, um páskahald í Vatikaninu sem undanfara lúterskrar- og rétttrúnaðarguðsþjónusta í Finnlandi og trúarlegt tónlistarefni á borð við Mattheusarpassíuna sjónvarpað á SVT. Sé litið til Þýskalands skiptist á ZDF á guðsþjónustur kaþólikka og mótmælenda en á pálmasunnudag var sýnt frá St. Jósefskirkju í Koblenz og á páskadag frá Samariterkirkjunni í Berlín. Hið sama má segja um flestar ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Evrópu. Á heimasíðu BBC er að finna útlistun á páskadagskrá stöðvarinnar sem ber yfirskriftina „trú og von“ en þar var sjónvarpað frá helgihaldi ensku biskupakirkjunnar í tvígang á páskadag, sýndir voru sjónvarpsþættir um páskahald kaþólikka annarsvegar og í ensku kirkjunni hinsvegar, sem og viðtalsþættir við múslima, hindúa, síka og gyðinga um þeirra trúarhefðir og hátíðir. Ríkissjónvarpið hefur sýnt fjölbreytt trúarefni á jólum en það á ekki við um helgustu hátíð kristninnar, páska. Sjónvarpið sýndi á síðasta ári helgistund með biskupi Íslands á föstudaginn langa (14. apríl 2022 kl. 17:00) og var það eina trúarlega efnið sem Sjónvarpið sýndi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Engin önnur trúfélög fengu þar rými að frátöldum sjónvarpsfréttum. Í ár sýndi Sjónvarpið enga trúarlega dagskrá frá pálmasunnudegi til annars í páskum. RÚV ber lögboðna skyldu til að fjalla um og sýna menningu á Íslandi og það er varhugaverð ákvörðun að birta ekki trúarmenningu Íslendinga. Besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu í samfélaginu er að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Hringbraut sýndi reglulega þætti sem framleiddir voru af Fríkirkjunni og N4 sýndi á páskum í fyrra sjónvarpsþáttinn „Gleðisveifla“. Í ár sýndi Vísir á páskadag þáttinn „Friður og fjölmenning“, þar sem fram komu fulltrúar ólíkra trúarbragða sem sameinuðust í bæn fyrir friði. Sá þáttur var tilraun til að iðka raunverulegan frið, með því að gefa trúarskoðunum og hefðum rými og sýnileika, og með því að fagna þeim fjölbreytileika sem einkennir okkur. Það hlutleysi sem kallar á ósýnileika trúarhefða er í beinni andstöðu við fjölmenningu. Friður og fjölmenning byggja á því að opna hjörtu okkar gagnvart náunganum og á því að opna augu okkar fyrir þeim sem hafa aðra hefð, aðra sýn, aðra menningu og aðra trú. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þróunin hérlendis í umgengni við þjóðfélagshópa sem falla utan við meginstrauminn hefur verið í þá átt að auka sýnileika þeirra og samtímis að auka fræðslu í samfélaginu um aðstæður, hugmyndir og lífsreynslu fólks. Það er fagnaðarefni en ég hef tilfinningu fyrir því að svo sé ekki með sama hætti þegar kemur að trú og trúarhefðum. Trú og trúariðkun hefur verið hrakin inn á svið einkalífsins á sama tíma og fjölbreytileiki trúarhefða á Íslandi hefur aldrei verið meiri með vaxandi fjölmenningu. Sýnileiki trúarhefða og fræðsla um þær, hafa ekki aukist að mínu mati sem skyldi. RÚV hefur ríkum skyldum að gegna í þessum efnum. Fréttastofa RÚV hefur sinnt hlutverki sínu, m.a. með vönduðu innslagi um Ramadan þann 26. mars síðastliðinn, en það er sláandi að Sjónvarpið er eina ríkissjónvarpið á Norðurlöndum til að sýna ekki guðsþjónustur á sunnudögum og sú eina sem sýndi enga trúarlega dagskrá í sjónvarpi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Það er sama hvar borið er niður, opinberar sjónvarpsstöðvar í nágrannalöndum okkar sinna allar því hlutverki að sjónvarpa vikulega frá helgihaldi. DR starfrækir „DR kirken“ sem sýnir vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli kirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju en þar er lögð áhersla á að sýna frá sem fjölbreyttustum söfnuðum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út vikulegar guðsþjónustur frá kirkjum landsins og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Jafnvel Færeyingar sýna vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum á KFV. Fyrrnefndar sjónvarpsstöðvar sýndu jafnframt á páskum fjölbreytt trúarefni. Má þar nefna heimildamyndir um inntak páska sem trúarlegrar hátíðar í sænska sjónvarpinu, um páskahald í Vatikaninu sem undanfara lúterskrar- og rétttrúnaðarguðsþjónusta í Finnlandi og trúarlegt tónlistarefni á borð við Mattheusarpassíuna sjónvarpað á SVT. Sé litið til Þýskalands skiptist á ZDF á guðsþjónustur kaþólikka og mótmælenda en á pálmasunnudag var sýnt frá St. Jósefskirkju í Koblenz og á páskadag frá Samariterkirkjunni í Berlín. Hið sama má segja um flestar ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Evrópu. Á heimasíðu BBC er að finna útlistun á páskadagskrá stöðvarinnar sem ber yfirskriftina „trú og von“ en þar var sjónvarpað frá helgihaldi ensku biskupakirkjunnar í tvígang á páskadag, sýndir voru sjónvarpsþættir um páskahald kaþólikka annarsvegar og í ensku kirkjunni hinsvegar, sem og viðtalsþættir við múslima, hindúa, síka og gyðinga um þeirra trúarhefðir og hátíðir. Ríkissjónvarpið hefur sýnt fjölbreytt trúarefni á jólum en það á ekki við um helgustu hátíð kristninnar, páska. Sjónvarpið sýndi á síðasta ári helgistund með biskupi Íslands á föstudaginn langa (14. apríl 2022 kl. 17:00) og var það eina trúarlega efnið sem Sjónvarpið sýndi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Engin önnur trúfélög fengu þar rými að frátöldum sjónvarpsfréttum. Í ár sýndi Sjónvarpið enga trúarlega dagskrá frá pálmasunnudegi til annars í páskum. RÚV ber lögboðna skyldu til að fjalla um og sýna menningu á Íslandi og það er varhugaverð ákvörðun að birta ekki trúarmenningu Íslendinga. Besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu í samfélaginu er að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Hringbraut sýndi reglulega þætti sem framleiddir voru af Fríkirkjunni og N4 sýndi á páskum í fyrra sjónvarpsþáttinn „Gleðisveifla“. Í ár sýndi Vísir á páskadag þáttinn „Friður og fjölmenning“, þar sem fram komu fulltrúar ólíkra trúarbragða sem sameinuðust í bæn fyrir friði. Sá þáttur var tilraun til að iðka raunverulegan frið, með því að gefa trúarskoðunum og hefðum rými og sýnileika, og með því að fagna þeim fjölbreytileika sem einkennir okkur. Það hlutleysi sem kallar á ósýnileika trúarhefða er í beinni andstöðu við fjölmenningu. Friður og fjölmenning byggja á því að opna hjörtu okkar gagnvart náunganum og á því að opna augu okkar fyrir þeim sem hafa aðra hefð, aðra sýn, aðra menningu og aðra trú. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun