Það eru Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, sem eru systkini úr vesturbæ Kópavogs, sem hafa tekið reksturinn að sér.
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þau hafi mikla reynslu úr veitingageiranum – Bragi sem eigandi og rekstraraðili meðal annars Veðurs, Vínstúkunnar 10 sopar og Brút, en Sigrún hefur meðal annars unnið á Bergsson mathús.
Fram kemur að áherslan á nýja staðnum verði á smörrebröd, rammíslenskar kaffiveitingar, góð vín, bjór og ákavíti.
Fram kemur að Króníkan verði til að byrja með opin alla daga frá klukkan 12 til 19 og sé stefnt að opnun í júní.