Starfslok í háskólanum en ekki í lífinu Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 12. maí 2023 22:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálaheimspeki, var kvaddur með alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Hannes varð sjötugur í febrúar síðastliðnum og sem opinber starfsmaður þarf hann að láta af störfum við þann aldur. Hann segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu þó starfi hans í háskólanum sé lokið. „Ég kunni nú alltaf vel við mig hér í vinnu og hafði gaman að því að kenna. En ég hafði enn meira gaman að því að stunda rannsóknir, skrifa og grúska. Það er það sem ég ætla að snúa mér að af enn meiri krafti í framtíðinni því þó þetta séu starfslok í háskólanum þá eru þetta ekki starfslok í lífinu,“ segir Hannes í samtali við fréttastofu. Klippa: Ekki starfslok í lífinu Hannes er þá spurður hvernig hann meti árin sín í háskólanum, hvað hann sé að skilja eftir sig þar. „Ég er náttúrulega búinn að skrifa nokkrar bækur og kenna mjög mörgum nemendum,“ segir hann. „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími og mér hefur bara samið ágætlega við menn hérna á þessum vinnustað. Ég fer héðan með hlýjar minningar. Auðvitað getur vel verið að ég lumi á einhverjum gamansögum en þá eiga þær bara erindi í sjálfsævisöguna.“ Hannes vonar að honum hafi tekist að fá stjórnmálafræðinema til að víkka sjóndeildarhringinn með kennslunni. „Sannleikurinn er sá að þessi ráðstefna, sem var nú mjög fjölmenn og vel heppnuð, hún sýndi dálítinn fjölbreytileika. Þarna var verið að ræða allt milli himins og jarðar, sagnfræði, heimspeki, veraldarmálin, Úkraínu, Georgíu og svo framvegis. Það er þannig sem þetta þarf að vera, þetta þarf að vera fjöltóna - ekki einradda.“ Það var margt um manninn á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Nú þegar Hannes er hættur að kenna ætlar hann að halda áfram í rannsóknarvinnu sinni. Hann segist til að mynda hafa verið beðinn um að halda áfram rannsóknum sínum á Snorra Sturlusyni og því sem kalla mætti „frjálshyggjuarfi Norðurlanda.“ „Því það kemur í ljós þegar málið er skoðað að velgengni Norðurlanda er aðallega vegna trausts réttarríkis, frjálsra alþjóðaviðskipta og sterkrar samkenndar og ekki vegna einhverrar jafnaðarstefnu á tuttugustu öldinni.“ Fengu bara einn af þremur forsætisráðherrum Fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna héldu erindi á ráðstefnunni í dag um ýmis málefni. Athygli vakti þó að hvorki Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, né Geir H. Haarde mættu á ráðstefnuna. Báðir voru þeir á mælendaskrá og áttu að halda erindi á ráðstefnunni. Engar skýringar voru gefnar á fjarveru þeirra á ráðstefnunni sjálfri. „Okkur var lofað þremur forsætisráðherrum en fengum bara einn,“ sagði Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, var eini þessara þriggja sem mættu. Hélt hann ræðu um það hvernig Ísland náði sér aftur á strik eftir hrunið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem ljósmyndari Vísis tók á ráðstefnunni í dag. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Samkvæmislífið Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
„Ég kunni nú alltaf vel við mig hér í vinnu og hafði gaman að því að kenna. En ég hafði enn meira gaman að því að stunda rannsóknir, skrifa og grúska. Það er það sem ég ætla að snúa mér að af enn meiri krafti í framtíðinni því þó þetta séu starfslok í háskólanum þá eru þetta ekki starfslok í lífinu,“ segir Hannes í samtali við fréttastofu. Klippa: Ekki starfslok í lífinu Hannes er þá spurður hvernig hann meti árin sín í háskólanum, hvað hann sé að skilja eftir sig þar. „Ég er náttúrulega búinn að skrifa nokkrar bækur og kenna mjög mörgum nemendum,“ segir hann. „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími og mér hefur bara samið ágætlega við menn hérna á þessum vinnustað. Ég fer héðan með hlýjar minningar. Auðvitað getur vel verið að ég lumi á einhverjum gamansögum en þá eiga þær bara erindi í sjálfsævisöguna.“ Hannes vonar að honum hafi tekist að fá stjórnmálafræðinema til að víkka sjóndeildarhringinn með kennslunni. „Sannleikurinn er sá að þessi ráðstefna, sem var nú mjög fjölmenn og vel heppnuð, hún sýndi dálítinn fjölbreytileika. Þarna var verið að ræða allt milli himins og jarðar, sagnfræði, heimspeki, veraldarmálin, Úkraínu, Georgíu og svo framvegis. Það er þannig sem þetta þarf að vera, þetta þarf að vera fjöltóna - ekki einradda.“ Það var margt um manninn á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Nú þegar Hannes er hættur að kenna ætlar hann að halda áfram í rannsóknarvinnu sinni. Hann segist til að mynda hafa verið beðinn um að halda áfram rannsóknum sínum á Snorra Sturlusyni og því sem kalla mætti „frjálshyggjuarfi Norðurlanda.“ „Því það kemur í ljós þegar málið er skoðað að velgengni Norðurlanda er aðallega vegna trausts réttarríkis, frjálsra alþjóðaviðskipta og sterkrar samkenndar og ekki vegna einhverrar jafnaðarstefnu á tuttugustu öldinni.“ Fengu bara einn af þremur forsætisráðherrum Fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna héldu erindi á ráðstefnunni í dag um ýmis málefni. Athygli vakti þó að hvorki Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, né Geir H. Haarde mættu á ráðstefnuna. Báðir voru þeir á mælendaskrá og áttu að halda erindi á ráðstefnunni. Engar skýringar voru gefnar á fjarveru þeirra á ráðstefnunni sjálfri. „Okkur var lofað þremur forsætisráðherrum en fengum bara einn,“ sagði Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, var eini þessara þriggja sem mættu. Hélt hann ræðu um það hvernig Ísland náði sér aftur á strik eftir hrunið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem ljósmyndari Vísis tók á ráðstefnunni í dag. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Samkvæmislífið Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira