Helsjúkur leigumarkaður í Reykjavík Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 14. maí 2023 07:00 Við í Flokki fólksins viljum ræða leigumarkaðinn í Reykjavík á næsta borgarstjórnarfundi sem er 16. maí næstkomandi. Leiga er að sliga fjölmarga leigjendur sem eiga ekki krónu afgangs þegar búið er að greiða leigu og aðrar nauðsynjar. Grunnvandinn er húsnæðisskortur sem er mikill í Reykjavík. Það sárvantar húsnæði af öllu stærðum og gerðum. Framboð og eftirspurn er langt frá því að vera í jafnvægi og verður sennilega ekki næstu árin. Það hefur jú verið byggt en engan vegin nóg. Reykjavíkurborg ber hér ríka ábyrgð. Borgarmeirihlutinn hefur einblínt á að þétta byggð. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru rándýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og sölsað undir sig mörgum eignum sem leigðar eru á okurverði. Skortur á lóðaframboði kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu og hagkvæmt húsnæði verður ekki byggt á þéttingarreitum. Eitt leiðir af öðru, skortur á húsnæði hefur áhrif á vexti og verðbólgu sem bæði hafa hækkað. Námsmenn og ungt fólk er fast heima hjá foreldrum. Efnaminna og fátækt fólk eru sumt hvert á vergangi, þurfa sífellt að vera að færa sig um set. Hópur foreldrar sem eru á leigumarkaði þvælast frá einu húsnæði í annað með börn sín. Dæmi eru um að börn frá efnaminni heimilum hafi gengið í marga grunnskóla áður en þau brautskrást. Vart þarf að fjölyrða um hin neikvæðu áhrif sem tíðir flutningar hafa á andlega og félagslega líðan barnanna sem um ræðir. Frumskógarlögmálið Ójöfnuður og fátækt í Reykjavík hefur aukist mikið síðustu ár. Lágtekjufólk greiðir allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og jafnvel meira. Segja má að frumskógarlögmálið gildi á þessum helsjúka markaði. Ekki er vitað hversu margir búa við óviðunandi og jafnvel við stór hættulegar aðstæður, í húsnæði sem er ekki samþykkt. Fyrir slíkt húsnæði sem kallast varla húsnæði er fólk kannski samt að borga okurleigu fyrir. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda og vill Flokkur fólksins skoða að setja á leiguþak /leigubremsu eins og víða tíðkast í löndum sem við berum okkur helst saman við. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak eða leigubremsa t.d. tímabundið á meðan ástandið er svo bagalegt. Ljóst er að hvatning til leigusala að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Hvað er borgarmeirihlutinn annars að gera til að beita sér í þessum málum? Á meðan ástandið er svona slæmt þarf að huga enn betur að því að auka beinan stuðning við leigjendur í formi styrkja. Hlúa þarf sérstaklega að barnafjölskyldum. Einnig þarf að gera betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Það er ekki ein báran stök því leiga hefur einnig hækkað hjá Félagsbústöðum og eru margir leigjendur að sligast. Sá hópur sem um ræðir hjá Félagsbústöðum eru flestir efnaminna fólk. Ef leigjendur standa ekki í skilum þá er skuld þeirra send í innheimtu til Motus. Harkalegar innheimtuaðgerðir eru ekki til að bæta þegar illa stendur á hjá fólki fjárhagslega. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill fá umræðu um hvað Reykjavíkurborg geti gert í stöðunni, hvað úrræða er hægt að grípa til svo létta megi undir með leigjendum á meðan leigumarkaðurinn er svona erfiður eins og raun ber vitni. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Leigumarkaður Borgarstjórn Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Sjá meira
Við í Flokki fólksins viljum ræða leigumarkaðinn í Reykjavík á næsta borgarstjórnarfundi sem er 16. maí næstkomandi. Leiga er að sliga fjölmarga leigjendur sem eiga ekki krónu afgangs þegar búið er að greiða leigu og aðrar nauðsynjar. Grunnvandinn er húsnæðisskortur sem er mikill í Reykjavík. Það sárvantar húsnæði af öllu stærðum og gerðum. Framboð og eftirspurn er langt frá því að vera í jafnvægi og verður sennilega ekki næstu árin. Það hefur jú verið byggt en engan vegin nóg. Reykjavíkurborg ber hér ríka ábyrgð. Borgarmeirihlutinn hefur einblínt á að þétta byggð. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru rándýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og sölsað undir sig mörgum eignum sem leigðar eru á okurverði. Skortur á lóðaframboði kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu og hagkvæmt húsnæði verður ekki byggt á þéttingarreitum. Eitt leiðir af öðru, skortur á húsnæði hefur áhrif á vexti og verðbólgu sem bæði hafa hækkað. Námsmenn og ungt fólk er fast heima hjá foreldrum. Efnaminna og fátækt fólk eru sumt hvert á vergangi, þurfa sífellt að vera að færa sig um set. Hópur foreldrar sem eru á leigumarkaði þvælast frá einu húsnæði í annað með börn sín. Dæmi eru um að börn frá efnaminni heimilum hafi gengið í marga grunnskóla áður en þau brautskrást. Vart þarf að fjölyrða um hin neikvæðu áhrif sem tíðir flutningar hafa á andlega og félagslega líðan barnanna sem um ræðir. Frumskógarlögmálið Ójöfnuður og fátækt í Reykjavík hefur aukist mikið síðustu ár. Lágtekjufólk greiðir allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og jafnvel meira. Segja má að frumskógarlögmálið gildi á þessum helsjúka markaði. Ekki er vitað hversu margir búa við óviðunandi og jafnvel við stór hættulegar aðstæður, í húsnæði sem er ekki samþykkt. Fyrir slíkt húsnæði sem kallast varla húsnæði er fólk kannski samt að borga okurleigu fyrir. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda og vill Flokkur fólksins skoða að setja á leiguþak /leigubremsu eins og víða tíðkast í löndum sem við berum okkur helst saman við. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak eða leigubremsa t.d. tímabundið á meðan ástandið er svo bagalegt. Ljóst er að hvatning til leigusala að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Hvað er borgarmeirihlutinn annars að gera til að beita sér í þessum málum? Á meðan ástandið er svona slæmt þarf að huga enn betur að því að auka beinan stuðning við leigjendur í formi styrkja. Hlúa þarf sérstaklega að barnafjölskyldum. Einnig þarf að gera betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Það er ekki ein báran stök því leiga hefur einnig hækkað hjá Félagsbústöðum og eru margir leigjendur að sligast. Sá hópur sem um ræðir hjá Félagsbústöðum eru flestir efnaminna fólk. Ef leigjendur standa ekki í skilum þá er skuld þeirra send í innheimtu til Motus. Harkalegar innheimtuaðgerðir eru ekki til að bæta þegar illa stendur á hjá fólki fjárhagslega. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill fá umræðu um hvað Reykjavíkurborg geti gert í stöðunni, hvað úrræða er hægt að grípa til svo létta megi undir með leigjendum á meðan leigumarkaðurinn er svona erfiður eins og raun ber vitni. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar