„Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2023 23:31 Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Stöð 2 Íþróttasamband Íslands hefur miklar áhyggjur af ólöglegum veðmálafyrirtækjum sem starfi hér á landi. Áætlað er að 20-30 milljarðar króna fari til slíkra fyrirtækja á hverju ári og mikilvægt að stjórnvöld spyrni við fótum. „Við vorum með íþróttaþing ÍSÍ núna síðustu helgi. Þar var samþykkt ályktun, eða áskorun, til stjórnvalda að bregðast við þessu. Það eru alveg leiðir til að taka ákveðin skref, við sjáum í löndunum í kringum okkur að bæði er hægt að loka á ákveðnar vefsíður, það er hægt að bæta greiðslustreymi á sér stað og jafnvel stöðva greiðslur til ákveðinna aðila,“ segir Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það sem skiptir máli í þessu er ekki aðeins þetta fjármagn heldur einnig þessi ábyrga spilamennska. Við sjáum til dæmis í Íslenskum getraunum og Íslenskri getspá, þar er verið að bregðast við og reyna uppfylla ákveðna staðla svo þetta sé innan ákveðinna marka. Við erum ekki að sjá það í netspili eða spilakössum. Þar er áhyggjuefnið sem við erum að horfa til, það verður að gera eitthvað í þessu máli.“ Klippa: Andri Stefánsson: Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi Um er að ræða gríðarlega mikla fjármuni. „Það sýnir að það verið að spila fyrir ótrúlegustu upphæðir og þetta er oft ungt fólk. Maður veit ekkert hvað maður á að segja þegar maður heyrir þessar tölur. Í samhengi við það sem íþróttahreyfingin er að gera dagsdaglega er ótrúlegt að svona miklir fjármunir fari í þetta.“ „Ekki þar með sagt að þessir peningar væru allir að fara inn í íþróttastarfið eða íslenskt þjóðfélag. Verða alltaf leiðir til að fara framhjá einhverju en engu að síður, verður að gera eitthvað til að reyna minnka þetta eða koma böndum á þessa hluti.“ „Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi. Það á ekki að vera heimild að stunda ólöglega starfsemi, hvernig sem hún er, á Íslandi.“ Hvað er til ráða? „Fyrsta lagi væri hægt að bregðast við þessu með að stöðva þetta með einhverjum hætti. Á sama tíma væri hægt að leyfa því sem er löglegt innan Íslands að bjóða upp á fleiri möguleika. Það eru takmarkanir hvað má bjóða upp á, þekki ekki alveg alla möguleikana þar en engu að síður hefur íþróttahreyfingin ábyrgð. Þetta tengist íþróttaleikjum og við viljum sýna fordæmi og hvetja stjórnvöld til að taka á þessu máli.“ Á Andri von á því að það verði gert? „Ég vona það innilega. Treysti því að þeir sem eru í fararbroddi hugsi um hag þjóðarinnar. Þetta er ekki í lagi og það verður einhver að stíga inn. Það hafa vinnuhópar verið að skoða þessi mál og forseti ÍSÍ (Lárus L. Blöndal) hefur meðal annars sagt skoðun sína á þessu máli, og fleiri. Vona virkilega að stjórnvöld taki næstu skref,“ sagði Andri Stefánsson að lokum. ÍSÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Sjá meira
„Við vorum með íþróttaþing ÍSÍ núna síðustu helgi. Þar var samþykkt ályktun, eða áskorun, til stjórnvalda að bregðast við þessu. Það eru alveg leiðir til að taka ákveðin skref, við sjáum í löndunum í kringum okkur að bæði er hægt að loka á ákveðnar vefsíður, það er hægt að bæta greiðslustreymi á sér stað og jafnvel stöðva greiðslur til ákveðinna aðila,“ segir Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það sem skiptir máli í þessu er ekki aðeins þetta fjármagn heldur einnig þessi ábyrga spilamennska. Við sjáum til dæmis í Íslenskum getraunum og Íslenskri getspá, þar er verið að bregðast við og reyna uppfylla ákveðna staðla svo þetta sé innan ákveðinna marka. Við erum ekki að sjá það í netspili eða spilakössum. Þar er áhyggjuefnið sem við erum að horfa til, það verður að gera eitthvað í þessu máli.“ Klippa: Andri Stefánsson: Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi Um er að ræða gríðarlega mikla fjármuni. „Það sýnir að það verið að spila fyrir ótrúlegustu upphæðir og þetta er oft ungt fólk. Maður veit ekkert hvað maður á að segja þegar maður heyrir þessar tölur. Í samhengi við það sem íþróttahreyfingin er að gera dagsdaglega er ótrúlegt að svona miklir fjármunir fari í þetta.“ „Ekki þar með sagt að þessir peningar væru allir að fara inn í íþróttastarfið eða íslenskt þjóðfélag. Verða alltaf leiðir til að fara framhjá einhverju en engu að síður, verður að gera eitthvað til að reyna minnka þetta eða koma böndum á þessa hluti.“ „Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi. Það á ekki að vera heimild að stunda ólöglega starfsemi, hvernig sem hún er, á Íslandi.“ Hvað er til ráða? „Fyrsta lagi væri hægt að bregðast við þessu með að stöðva þetta með einhverjum hætti. Á sama tíma væri hægt að leyfa því sem er löglegt innan Íslands að bjóða upp á fleiri möguleika. Það eru takmarkanir hvað má bjóða upp á, þekki ekki alveg alla möguleikana þar en engu að síður hefur íþróttahreyfingin ábyrgð. Þetta tengist íþróttaleikjum og við viljum sýna fordæmi og hvetja stjórnvöld til að taka á þessu máli.“ Á Andri von á því að það verði gert? „Ég vona það innilega. Treysti því að þeir sem eru í fararbroddi hugsi um hag þjóðarinnar. Þetta er ekki í lagi og það verður einhver að stíga inn. Það hafa vinnuhópar verið að skoða þessi mál og forseti ÍSÍ (Lárus L. Blöndal) hefur meðal annars sagt skoðun sína á þessu máli, og fleiri. Vona virkilega að stjórnvöld taki næstu skref,“ sagði Andri Stefánsson að lokum.
ÍSÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Sjá meira
Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24