„Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 16. maí 2023 20:26 Sigurður Bragason á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego ÍBV er lent 2-0 undir í einvígi sínu gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Liðið tapaði í kvöld með þremur mörkum í leik sem náði aldrei að verða verulega spennandi. Lokatölur 25-22. „Ég var bara stoltur af stelpunum. Mér fannst þetta vera allt annar leikur, við allavegana þó getum kennt aðeins færanýtingu og svoleiðis um núna. Síðast var þetta bara lélegt,“ sagði hnarreistur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að leik loknum. „Þær börðust allan tímann og við reyndum að koma okkur aftur inn í þetta en svipað og í síðasta leik þá var bara munurinn í hálfleik þannig að þetta var rosalega erfitt. Ef þetta hefði verið þrjú mörk eða tvö þá hefði þetta verið betra. Við hendum þessu frá okkur í lélegum kafla seinna korterið í fyrri hálfleik.“ Leikurinn breytist eftir u.þ.b. tíu mínútna leik þegar Valur tók leikhlé einu marki undir en eftir leikhléið komust heimakonur í góða forystu. „Við byrjuðum fínt og þær ná bara að leysa okkur. Ég þarf bara aðeins að skoða það hvað veldur því að þær taka eitt leikhlé og leikurinn okkar pompar niður. En eins og ég segi þá er ég ánægðari með þetta, við byggjum á þessu í Eyjum á laugardaginn,“ sagði Sigurður. ÍBV fékk þó tækifæri að gera alvöru spennu undir lokin en allt kom fyrir ekki. „Við fengum tækifæri á hraðaupphlaupi og svona. Ég hugsa að Gústi [Ágúst Þór Jóhannsson] hafi aldrei verið neitt stressaður, en ef við hefðum náð þessu einu sinni niður í tvö þá hefði þetta verið annað og við vorum svo sem að höggva í þær og spila frábæra vörn. Elín Rósa reyndist okkur bara helvíti erfið, hún var eina sem náði að leysa okkur, fannst mér. Svona fór þetta og það er einn séns en og við verðum að nota hann.“ Aðspurður af hverju ÍBV hafi ekki reynt að spila sjö á sex í seinni hálfleik hafði Sigurður þetta að segja. „Þá fæ ég bara mark í bakið. Ef þú ætlar í sjö á sex þá verðurðu að geta keyrt ógeðslega hratt út af. Við vorum að saxa á þær, ég var alveg farinn að hugsa það. Marta [markvörður ÍBV] er engin Usain Bolt sko, það er Ásta Björt ekki heldur þannig að ég verð líka aðeins að skoða, maður verður að vera með leikmenn til þess. En ég var alveg að hugsa það. Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex,“ sagði Sigurður. Þriðji leikur í rimmu Vals og ÍBV fer fram á laugardaginn þar sem allt verður undir. „Ef við spilum ekki betri sóknarleik þá lendirðu bara undir en við verðum bara að snúa bökum saman og það er enn þá séns. Við munum gera allt til þess að ná því, við verðum ready,“ sagði Sigurður Bragason að lokum. Olís-deild kvenna Valur ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
„Ég var bara stoltur af stelpunum. Mér fannst þetta vera allt annar leikur, við allavegana þó getum kennt aðeins færanýtingu og svoleiðis um núna. Síðast var þetta bara lélegt,“ sagði hnarreistur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að leik loknum. „Þær börðust allan tímann og við reyndum að koma okkur aftur inn í þetta en svipað og í síðasta leik þá var bara munurinn í hálfleik þannig að þetta var rosalega erfitt. Ef þetta hefði verið þrjú mörk eða tvö þá hefði þetta verið betra. Við hendum þessu frá okkur í lélegum kafla seinna korterið í fyrri hálfleik.“ Leikurinn breytist eftir u.þ.b. tíu mínútna leik þegar Valur tók leikhlé einu marki undir en eftir leikhléið komust heimakonur í góða forystu. „Við byrjuðum fínt og þær ná bara að leysa okkur. Ég þarf bara aðeins að skoða það hvað veldur því að þær taka eitt leikhlé og leikurinn okkar pompar niður. En eins og ég segi þá er ég ánægðari með þetta, við byggjum á þessu í Eyjum á laugardaginn,“ sagði Sigurður. ÍBV fékk þó tækifæri að gera alvöru spennu undir lokin en allt kom fyrir ekki. „Við fengum tækifæri á hraðaupphlaupi og svona. Ég hugsa að Gústi [Ágúst Þór Jóhannsson] hafi aldrei verið neitt stressaður, en ef við hefðum náð þessu einu sinni niður í tvö þá hefði þetta verið annað og við vorum svo sem að höggva í þær og spila frábæra vörn. Elín Rósa reyndist okkur bara helvíti erfið, hún var eina sem náði að leysa okkur, fannst mér. Svona fór þetta og það er einn séns en og við verðum að nota hann.“ Aðspurður af hverju ÍBV hafi ekki reynt að spila sjö á sex í seinni hálfleik hafði Sigurður þetta að segja. „Þá fæ ég bara mark í bakið. Ef þú ætlar í sjö á sex þá verðurðu að geta keyrt ógeðslega hratt út af. Við vorum að saxa á þær, ég var alveg farinn að hugsa það. Marta [markvörður ÍBV] er engin Usain Bolt sko, það er Ásta Björt ekki heldur þannig að ég verð líka aðeins að skoða, maður verður að vera með leikmenn til þess. En ég var alveg að hugsa það. Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex,“ sagði Sigurður. Þriðji leikur í rimmu Vals og ÍBV fer fram á laugardaginn þar sem allt verður undir. „Ef við spilum ekki betri sóknarleik þá lendirðu bara undir en við verðum bara að snúa bökum saman og það er enn þá séns. Við munum gera allt til þess að ná því, við verðum ready,“ sagði Sigurður Bragason að lokum.
Olís-deild kvenna Valur ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti