Sjáðu mörkin: FH lenti í vandræðum með Njarðvík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2023 21:46 FH er komið áfram í bikarnum. Vísir/Diego FH er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 2-1 sigur á Njarðvík sem leikur í Lengjudeildinni. Fyrir fram var búist við nokkuð öruggum sigri en FH hefur varið ágætlega vel af stað í Bestu deildinni á meðan Njarðvík er nýliði í Lengjudeildinni. Leikurinn fór fram í Kaplakrika en FH hafði ekki enn leikið á honum í sumar. Það tók heimamenn hálftíma að brjóta ísinn. Haraldur Einar Ásgrímsson tók þá hornspyrnu sem rataði á höfuðið á Jóhanni Ægi Arnarssyni. Stangaði hann boltann af öllu afli í netið og Robert Blakala kom engum vörnum við í marki gestanna. Jóhann Ægir Arnarsson kom FH yfir með frábærum skalla! Kollspyrna framhjá Robert Blakala! pic.twitter.com/L6i2sLa6UT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Oumar Diouck fékk fínt færi til að jafna metin ekki löng síðar en Sindri Kristinn Ólafsson varði vel í marki FH. Oumar Diouck í dauðafæri en Sindri Kristinn ver vel! Njarðvíkingar hafa alls ekki lagt árar í bát pic.twitter.com/NqEnHhv6uN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og staðan 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Steven Lennon forystu FH. Kjartan Kári Halldórsson átti fyrirgjöf sem Davíð Snær Jóhannsson skallaði að marki. Blakala varði meistaralega en boltinn féll fyrir Lennon sem skóflaði honum yfir línuna. Steven Lennon kemur FH í 2-0! Þetta er 25. markið sem skotinn skorar í bikarkeppninni pic.twitter.com/HK7RLhpVOY— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Á 58. mínútu minnkaði Marc McAusland muninn fyrir Njarðvík eftir hornspyrnu Diouck. Staðan orðin 2-1 og fór um heimamenn. Mark frá Marc McAusland! Njarðvík minnkar muninn í 2-1 pic.twitter.com/zlDep9g9r3— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Mörkin urðu þó ekki fleiri og FH er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla FH UMF Njarðvík Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira
Fyrir fram var búist við nokkuð öruggum sigri en FH hefur varið ágætlega vel af stað í Bestu deildinni á meðan Njarðvík er nýliði í Lengjudeildinni. Leikurinn fór fram í Kaplakrika en FH hafði ekki enn leikið á honum í sumar. Það tók heimamenn hálftíma að brjóta ísinn. Haraldur Einar Ásgrímsson tók þá hornspyrnu sem rataði á höfuðið á Jóhanni Ægi Arnarssyni. Stangaði hann boltann af öllu afli í netið og Robert Blakala kom engum vörnum við í marki gestanna. Jóhann Ægir Arnarsson kom FH yfir með frábærum skalla! Kollspyrna framhjá Robert Blakala! pic.twitter.com/L6i2sLa6UT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Oumar Diouck fékk fínt færi til að jafna metin ekki löng síðar en Sindri Kristinn Ólafsson varði vel í marki FH. Oumar Diouck í dauðafæri en Sindri Kristinn ver vel! Njarðvíkingar hafa alls ekki lagt árar í bát pic.twitter.com/NqEnHhv6uN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og staðan 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Steven Lennon forystu FH. Kjartan Kári Halldórsson átti fyrirgjöf sem Davíð Snær Jóhannsson skallaði að marki. Blakala varði meistaralega en boltinn féll fyrir Lennon sem skóflaði honum yfir línuna. Steven Lennon kemur FH í 2-0! Þetta er 25. markið sem skotinn skorar í bikarkeppninni pic.twitter.com/HK7RLhpVOY— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Á 58. mínútu minnkaði Marc McAusland muninn fyrir Njarðvík eftir hornspyrnu Diouck. Staðan orðin 2-1 og fór um heimamenn. Mark frá Marc McAusland! Njarðvík minnkar muninn í 2-1 pic.twitter.com/zlDep9g9r3— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Mörkin urðu þó ekki fleiri og FH er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla FH UMF Njarðvík Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira