Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 06:45 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. Þetta kemur fram í skriflegum svörum við fyrirspurnum fréttastofu. Samkvæmt svörunum þá er enn til skoðunar um hversu margar uppflettingar er að ræða, hversu marga starfsmenn umrædda lyfjaverslana er að ræða og hversu mörgum einstaklingum var flett upp. „Embætti landlæknis ber að reka lyfjaávísanagátt og veita lyfsöluleyfishöfum aðgang að henni. Í lyfjaávísanagáttinni geta starfsmenn lyfjaverslana nálgast virkar lyfjaávísanir. Lyfjaávísanagáttin hefur þannig ekki að geyma aðrar upplýsingar en um þær lyfjaávísanir sem einstaklingur á til afgreiðslu hverju sinni, þ.e. ekki er þar að finna upplýsingar um lyfjasögu eða aðrar heilsufarsupplýsingar,“ ítrekar Embætti landlæknis. Þá segir að starfsmenn fái aðgang að lyfjaávísanagátt í gegnum kerfi þeirrar lyfjaverslunar þar sem viðkomandi starfar en allir með aðgang séu bundnir trúnaði. Ekki sé hægt að takmarka birtingu upplýsinga við einstaka starfsmenn eða lyfjaverslanir. „Einnig er það svo að starfsmenn þurfa að geta flett upp lyfjaávísunum til að geta afgreitt þær og einnig til að upplýsa viðskiptavini um það hvort þeir eigi viðkomandi lyf til afgreiðslu eða ekki. Allt miðar þetta að því að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu til þeirra sem þurfa á lyfseðilsskyldum lyfjum að halda.“ Fréttastofa spurði að því hvort embættið hygðist bregðast við þeirri ábendingu Lyfjastofnunar að skilyrða ætti aðgang að lyfjaávísanagáttinni auðkenningu einstakra notenda. Embætti landlæknis segir heilbrigðisráðuneytið ekki hafa gert kröfu um rekjanleika uppflettinga við setningu núverandi lyfjalaga en embættið leggi til að þessu verði breytt. „Það er hins vegar hlutverk hvers lyfsala, eins og annarra sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar, að tryggja nægilegar og viðeigandi öryggisráðstafnir við meðferð þeirra, þ.m.t. aðgangsstýringar,“ segir embættið. Þá segir í svörum embættisins að málin séu litin alvarlegum augum. „Til skoðunar er að heilbrigðisráðuneyti setji reglugerð sem skerpi enn frekar á þessu. Erfitt er að viðhafa eftirlit með tilefnislausum uppflettingum þar sem mjög algengt er að starfsmenn lyfjaverslana þurfi að fletta upp í lyfjaávísangátt vegna þjónustu við viðskiptavini án þess að lyf sé afgreitt. Ekki eru til reglur um uppflettingar að öðru leyti en því að starfsmenn lyfsöluleyfishafa hafa undirgengist trúnaðarskyldu og í henni felst að óheimilt er að fletta upp lyfjaávísunum nema það sé nauðsynlegt vegna þjónustu við viðskiptavini. Embætti landlæknis lítur misnotkun eins og uppflettingar að þarfalausu alvarlegum augum. Embættið býr yfir eftirlitsúrræðum þegar um er að ræða heilbrigðisstarfsmenn, s.s. áminningar og í alvarlegum tilfellum sviptingu starfsleyfis. Þá eru einnig ákvæði um trúnað í lyfjalögum sem varða alla starfsmenn, úrræði Lyfjastofnunar ef lyfsöluleyfishafar verða uppvísir að því að fullnægja ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar og í persónuverndarlögum er að finna ákvæði sem gera ráð fyrir að einstaklingar sem misfara gróflega með persónuupplýsingar geti sætt ákæru og fangelsisrefsingu. Það er því ljóst að öll misnotkun á aðgengi að viðkvæmum persónuupplýsingum sem starfsmönnum er treyst fyrir er litin alvarlegum augum ekki eingöngu af embættinu heldur einnig löggjafanum.“ Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum við fyrirspurnum fréttastofu. Samkvæmt svörunum þá er enn til skoðunar um hversu margar uppflettingar er að ræða, hversu marga starfsmenn umrædda lyfjaverslana er að ræða og hversu mörgum einstaklingum var flett upp. „Embætti landlæknis ber að reka lyfjaávísanagátt og veita lyfsöluleyfishöfum aðgang að henni. Í lyfjaávísanagáttinni geta starfsmenn lyfjaverslana nálgast virkar lyfjaávísanir. Lyfjaávísanagáttin hefur þannig ekki að geyma aðrar upplýsingar en um þær lyfjaávísanir sem einstaklingur á til afgreiðslu hverju sinni, þ.e. ekki er þar að finna upplýsingar um lyfjasögu eða aðrar heilsufarsupplýsingar,“ ítrekar Embætti landlæknis. Þá segir að starfsmenn fái aðgang að lyfjaávísanagátt í gegnum kerfi þeirrar lyfjaverslunar þar sem viðkomandi starfar en allir með aðgang séu bundnir trúnaði. Ekki sé hægt að takmarka birtingu upplýsinga við einstaka starfsmenn eða lyfjaverslanir. „Einnig er það svo að starfsmenn þurfa að geta flett upp lyfjaávísunum til að geta afgreitt þær og einnig til að upplýsa viðskiptavini um það hvort þeir eigi viðkomandi lyf til afgreiðslu eða ekki. Allt miðar þetta að því að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu til þeirra sem þurfa á lyfseðilsskyldum lyfjum að halda.“ Fréttastofa spurði að því hvort embættið hygðist bregðast við þeirri ábendingu Lyfjastofnunar að skilyrða ætti aðgang að lyfjaávísanagáttinni auðkenningu einstakra notenda. Embætti landlæknis segir heilbrigðisráðuneytið ekki hafa gert kröfu um rekjanleika uppflettinga við setningu núverandi lyfjalaga en embættið leggi til að þessu verði breytt. „Það er hins vegar hlutverk hvers lyfsala, eins og annarra sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar, að tryggja nægilegar og viðeigandi öryggisráðstafnir við meðferð þeirra, þ.m.t. aðgangsstýringar,“ segir embættið. Þá segir í svörum embættisins að málin séu litin alvarlegum augum. „Til skoðunar er að heilbrigðisráðuneyti setji reglugerð sem skerpi enn frekar á þessu. Erfitt er að viðhafa eftirlit með tilefnislausum uppflettingum þar sem mjög algengt er að starfsmenn lyfjaverslana þurfi að fletta upp í lyfjaávísangátt vegna þjónustu við viðskiptavini án þess að lyf sé afgreitt. Ekki eru til reglur um uppflettingar að öðru leyti en því að starfsmenn lyfsöluleyfishafa hafa undirgengist trúnaðarskyldu og í henni felst að óheimilt er að fletta upp lyfjaávísunum nema það sé nauðsynlegt vegna þjónustu við viðskiptavini. Embætti landlæknis lítur misnotkun eins og uppflettingar að þarfalausu alvarlegum augum. Embættið býr yfir eftirlitsúrræðum þegar um er að ræða heilbrigðisstarfsmenn, s.s. áminningar og í alvarlegum tilfellum sviptingu starfsleyfis. Þá eru einnig ákvæði um trúnað í lyfjalögum sem varða alla starfsmenn, úrræði Lyfjastofnunar ef lyfsöluleyfishafar verða uppvísir að því að fullnægja ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar og í persónuverndarlögum er að finna ákvæði sem gera ráð fyrir að einstaklingar sem misfara gróflega með persónuupplýsingar geti sætt ákæru og fangelsisrefsingu. Það er því ljóst að öll misnotkun á aðgengi að viðkvæmum persónuupplýsingum sem starfsmönnum er treyst fyrir er litin alvarlegum augum ekki eingöngu af embættinu heldur einnig löggjafanum.“
Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira