Takmörk fyrir fjölda blómakerja sem „spretti upp eins og gorkúlur“ Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2023 14:40 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill fá svör hvort fólk hafi slasast vegna blómakerjanna, til að mynda dottið um þau eða hjólað á þau. Upplýsingar um slíkt liggja ekki fyrir hjá borginni. Vísir/Vilhelm/Reykjavíkurborg Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að eins mikið og hún hafi gaman af blómum þá séu takmörk fyrir því hvað rétt sé að koma upp mörgum blómakerjum í borgarlandinu. Borgin gerir ráð fyrir að áfram verði unnið að uppsetningu blómakerja í borgarlandinu. Nú eru 211 blómaker í borgarlandinu og er heildarkostnaður við þau ríflega 62 milljónir króna frá árinu 2015, reiknað á verðlagi hvers árs. Svar fyrir fyrirspurn Kolbrúnar var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar fyrr í vikunni. Kolbrún hafði þar spurt um umfang blómakerjanna, kostnaðinn og umhirðu. Sömuleiðis spurði Kolbrún hvort einhver slys hafi hlotist af blómakerjunum, til að mynda hvort einhver hafi dottið um þau eða hjólað á þau. Upplýsingar um tjón liggja ekki fyrir Í svari skrifstofustjóra borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn Kolbrúnar segir að byrjað hafi verið að nota blómakerin um síðustu aldamót, en að upplýsingar um tjón eða slys vegna blómakerja liggi ekki fyrir hjá umhverfis- og skipulagssviði. Frá Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Aukning hefur verið á notkun blómakerja í borgarlandinu undanfarin ár. Þau hafa þótt hentug í ýmis verkefni enda augnayndi en einnig vegna verkefna tengdum Betri hverfi og samgöngumálum til að takmarka eða leiða umferð. Ljóst er að blómakerjum mun eitthvað fjölga áfram enda eins og áður sagði hentug í ýmis verkefni á borgarlandinu,“ segir í svari skrifstofustjórans. Alls eru 211 blómaker í borgarlandinu. Reykjavíkurborg Fólk hafi dottið eða hjólað á kerin Í bókun Kolbúnar vegna svarsins segir hún að blómakerin hafi sprottið upp eins og gorkúlur, enda nú orðin 211 talsins. „Hvort það er mikið eða lítið ræðst af því hver tilgangurinn er með notkun þeirra. Eins mikið og borgarfulltrúi Flokks fólksins finnst gaman að blómum þá eru takmörk fyrir öllu. Í einhverjum tilfellum hafa ker verið sett þar sem áður voru bílastæði. Sannarlega er prýði af blómum en tilfelli eru einnig um að fólk hafi ýmist dottið um blómaker sem eru á gönguleiðum eða hjólað á þau. Fram kemur að ekki eru skráð slys sem tengjast blómakerjum. Það þarf að gera. Tölfræði skiptir máli til að hægt sé að vega og meta hvort ákvarðanir séu farsælar og eða árangursríkar,“ segir Kolbrún. Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Blóm Slysavarnir Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira
Nú eru 211 blómaker í borgarlandinu og er heildarkostnaður við þau ríflega 62 milljónir króna frá árinu 2015, reiknað á verðlagi hvers árs. Svar fyrir fyrirspurn Kolbrúnar var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar fyrr í vikunni. Kolbrún hafði þar spurt um umfang blómakerjanna, kostnaðinn og umhirðu. Sömuleiðis spurði Kolbrún hvort einhver slys hafi hlotist af blómakerjunum, til að mynda hvort einhver hafi dottið um þau eða hjólað á þau. Upplýsingar um tjón liggja ekki fyrir Í svari skrifstofustjóra borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn Kolbrúnar segir að byrjað hafi verið að nota blómakerin um síðustu aldamót, en að upplýsingar um tjón eða slys vegna blómakerja liggi ekki fyrir hjá umhverfis- og skipulagssviði. Frá Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Aukning hefur verið á notkun blómakerja í borgarlandinu undanfarin ár. Þau hafa þótt hentug í ýmis verkefni enda augnayndi en einnig vegna verkefna tengdum Betri hverfi og samgöngumálum til að takmarka eða leiða umferð. Ljóst er að blómakerjum mun eitthvað fjölga áfram enda eins og áður sagði hentug í ýmis verkefni á borgarlandinu,“ segir í svari skrifstofustjórans. Alls eru 211 blómaker í borgarlandinu. Reykjavíkurborg Fólk hafi dottið eða hjólað á kerin Í bókun Kolbúnar vegna svarsins segir hún að blómakerin hafi sprottið upp eins og gorkúlur, enda nú orðin 211 talsins. „Hvort það er mikið eða lítið ræðst af því hver tilgangurinn er með notkun þeirra. Eins mikið og borgarfulltrúi Flokks fólksins finnst gaman að blómum þá eru takmörk fyrir öllu. Í einhverjum tilfellum hafa ker verið sett þar sem áður voru bílastæði. Sannarlega er prýði af blómum en tilfelli eru einnig um að fólk hafi ýmist dottið um blómaker sem eru á gönguleiðum eða hjólað á þau. Fram kemur að ekki eru skráð slys sem tengjast blómakerjum. Það þarf að gera. Tölfræði skiptir máli til að hægt sé að vega og meta hvort ákvarðanir séu farsælar og eða árangursríkar,“ segir Kolbrún.
Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Blóm Slysavarnir Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira