NASA semur við Bezos um tunglfar Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2023 08:01 Tölvuteiknuð mynd af lendingarfari Blue Origin á tunglinu. Vonast er til að hægt verði að nota það til að lenda mönnum á tunglinu árið 2029. Blue Origin Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa samið við fyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, um þróun geimfars sem nota á til að lenda mönnum á tunglinu. Til stendur að nota geimfarið í verkefninu Artemis V, sem á að vera í mannaða tunglending Artemis-áætlunarinnar. Samningurinn við Blue Origin er metinn á 3,4 milljarða dala, sem samsvarar um 480 milljörðum króna. Þá peninga eiga forsvarsmenn Blue Origin að nota til að hanna geimfar sem á að geta lent á yfirborði tunglsins og tengst við Gateway, geimstöð sem mögulega verður smíðuð á braut um tunglið. Geimfar þetta stendur til að senda ómannað til tunglsins, áður en Artemis V. Samkvæmt tilkynningu á vef NASA stendur til að skjóta fjórum geimförum frá jörðu í Artemis V árið 2029. Það verður gert með Space Launch System eldflaug NASA og Orion geimfarinu. Eftir tenginguna við Gateway eiga tveir geimfaranna að fara um borð í lendingarfar Blue Origin og lenda á suðurpól tunglsins og verja um viku þar við vísindarannsóknir. NASA hefur áður samið við SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, um að lenda geimförum Artemis áætlunarinnar á tunglinu. Þá höfðaði Bezos mál gegn NASA, sem hann tapaði. Starfsmenn Blue Origin settust þá aftur við teikningaborðin og hönnuðu nýtt lendingarfar sem hefur nú leitt til samnings við NASA. Í áðurnefndri tilkynningu segir að með því að bæta við nýju lendingarfari sé aukin samkeppni í Artemis-áætluninni sem muni draga úr kostnaði fyrir skattgreiðendur og styðja við reglulegar lendingar á tunglinu. Það hjálpi með áætlanir NASA með tunglið og aðra hluta sólkerfisins. Artemis-áætlunin svokallaða snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Samkvæmt Ars Technica deildi einn af forsvarsmönnum Blue Origin upplýsingum um lendingarfar fyrirtækisins í gær. Það verður um sextán metra hátt og mun nota blöndu fljótandi vetnis og fljótandi súrefnis. Með fulla tanka á geimfarið að vera rúm 45 tonn að þyngd og er það hannað til að passa á New Glenn eldflaugar Blue Origin. Samhliða þróun geimfarsins munu starfsmenn Blue Origin þróa eldsneytisfar. Því á að skjóta á loft frá jörðinni og fylla af eldsneyti á sporbraut. Því næst verður því flogið til tunglsins, þar sem það verður notað til að fylla tanka lendingarfarsins. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00 Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Samningurinn við Blue Origin er metinn á 3,4 milljarða dala, sem samsvarar um 480 milljörðum króna. Þá peninga eiga forsvarsmenn Blue Origin að nota til að hanna geimfar sem á að geta lent á yfirborði tunglsins og tengst við Gateway, geimstöð sem mögulega verður smíðuð á braut um tunglið. Geimfar þetta stendur til að senda ómannað til tunglsins, áður en Artemis V. Samkvæmt tilkynningu á vef NASA stendur til að skjóta fjórum geimförum frá jörðu í Artemis V árið 2029. Það verður gert með Space Launch System eldflaug NASA og Orion geimfarinu. Eftir tenginguna við Gateway eiga tveir geimfaranna að fara um borð í lendingarfar Blue Origin og lenda á suðurpól tunglsins og verja um viku þar við vísindarannsóknir. NASA hefur áður samið við SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, um að lenda geimförum Artemis áætlunarinnar á tunglinu. Þá höfðaði Bezos mál gegn NASA, sem hann tapaði. Starfsmenn Blue Origin settust þá aftur við teikningaborðin og hönnuðu nýtt lendingarfar sem hefur nú leitt til samnings við NASA. Í áðurnefndri tilkynningu segir að með því að bæta við nýju lendingarfari sé aukin samkeppni í Artemis-áætluninni sem muni draga úr kostnaði fyrir skattgreiðendur og styðja við reglulegar lendingar á tunglinu. Það hjálpi með áætlanir NASA með tunglið og aðra hluta sólkerfisins. Artemis-áætlunin svokallaða snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Samkvæmt Ars Technica deildi einn af forsvarsmönnum Blue Origin upplýsingum um lendingarfar fyrirtækisins í gær. Það verður um sextán metra hátt og mun nota blöndu fljótandi vetnis og fljótandi súrefnis. Með fulla tanka á geimfarið að vera rúm 45 tonn að þyngd og er það hannað til að passa á New Glenn eldflaugar Blue Origin. Samhliða þróun geimfarsins munu starfsmenn Blue Origin þróa eldsneytisfar. Því á að skjóta á loft frá jörðinni og fylla af eldsneyti á sporbraut. Því næst verður því flogið til tunglsins, þar sem það verður notað til að fylla tanka lendingarfarsins.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00 Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00
Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00
Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29