Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. maí 2023 13:01 Samkvæmt fjárlögum 2013, síðustu fjárlögum hinnar norrænu velferðarstjórnar, ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna voru framlög til heilbrigðismála 137.220.000.000. kr. eða 426.383 kr. pr. landsmann. Samkvæmt núgildandi fjárlögum er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði 342.979.000.000. kr. eða 884.518. pr landsmann. Hvort miðað sé við hækkun heildarframlaga til heilbrigðismála á þessu tímabili eða framlaga pr. landmann að það ljóst að framlögin hafa hækkað töluvert um fram verðlag. Hefðu heildarframlögin hækkað samkvæmt verðlagi frá 2013 þá væru þau um 200 milljarðar króna en ekki tæplega 343 milljarðar líkt og fjárlög yfirstandandi árs kveða á um. Framlög til landsmanns væru um 600 þúsund krónur pr. landsmann. Af upptalningunni hér að ofan, má glögglega sjá, að ríkisstjórnir síðustu tíu ára hafa alls ekki verið að fjársvelta heilbrigðiskerfið, líkt og stjórnarandstaðan hefur básúnað við hvert tækifæri sem henni er réttur mikrófónn. Öðru nær þá hafa fjárframlögin stóraukist, bæði samkvæmt verðlagi og í takti við fólksfjölgun. Það breytir því ekki, að eflaust má gera betur. Það á reyndar alltaf við í jafn mikilvægum málaflokki og heilbrigðismál eru. En er það bara á fjármögnunarhliðinni sem gera má betur? Formanni Samfylkingarinnar er það, að eigin sögn, mikið hjartans mál að fullfjármagna heilbrigðiskerfið. Hvað þýðir það? Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Hefur það einhvern verðmiða? Eða er „fullfjármögnun heilbrigðiskerfisins” enn einn frasinn sem reyndar lætur ekki svo illa í eyrum, en samt álíka marklaus og margir aðrir frasar er úr þeirri átt koma. Spurningin sem stjórnvöld í dag og reyndar alla aðra daga, ætti að spyrja sig er: Hvernig getum við fullnýtt annars ágætlega fjármagnað heilbrigðiskerfi? Heilbrigðiskerfið er nefnilega allt annað og miklu meira en það sem ríkið starfrækir. Ágætis byrjun í átt að fullnýtingu heilbrigðiskerfisins væri að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi lækna. Síðan mætti fara í vinnu við að skilgreina enn frekar hlutverk Landspítalans háskólasjúkrahúss. Hvort að ekki væri hægt að draga úr nánast ómannlegu álagi á starfsemi spítalans með því að draga verulega úr umfangi valkvæðra aðgerða sem framkvæmdar eru á spítalanum með því að semja við einkareknar læknastofur um framkvæmd þeirra. Slíkt myndi draga verulega úr álagi á spítalann og jafnvel í einhverjum tilfellum kosta minna fjármagn, líkt og nýlegt útboð á liðaskiptiaðgerðum ber glöggt vitni. Það er löngu ljóst að í stærstu þéttbýliskjörnum landsins er verulegur skortur á heilsugæsluþjónustu. Fjölga þarf með útboðum heilsugæslustöðvum á þeim svæðum hið fyrsta. Annars mun markmiðið um heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu nást. Auk þess þarf að efla heilsugæslu og greiningargetu heilbrigðisstofnana landsbyggðinni. Bætt sjúkraflug og rekstur sjúkraþyrlu myndi svo enn frekar bæta öryggi þeirra sem á landsbyggðinni búa eða eiga þar leið um. Gera þarf verulegt átak í menntamálum heilbrigðisstarfsfólks og búa til hvata sem laða fólk heim aftur að loknu sérfræðinámi erlendis. Bæta þarf verulega í nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Þá kannski helst að þeim hluta sem lýtur að skráningu innan kerfisins. En sá hluti er mörgu heilbrigðisstarfsfólki verulega íþyngjandi í dag. Aukin nýsköpun í fjarlækningum og öðru í þeim dúr væri svo auðvitað alltaf til bóta. Lausnirnar eiga ekki og mega ekki alltaf vera, aukið fjármagn sem týnist svo í þeirri óreiðu sem einsleitt heilbrigðiskerfi, líkt og vinstri flokkarnir, þar með talin Samfylkingin stefna ótrauð að. Lausnin verður ætíð að vera að nýta það betur sem til er. Hvort sem um er að ræða fjármagn eða þann mannauð sem við búum yfir. Hvort sem hann sé á sviði heilbrigðismála eða í öðrum tengdum og samhangandi geirum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Heilbrigðismál Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlögum 2013, síðustu fjárlögum hinnar norrænu velferðarstjórnar, ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna voru framlög til heilbrigðismála 137.220.000.000. kr. eða 426.383 kr. pr. landsmann. Samkvæmt núgildandi fjárlögum er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði 342.979.000.000. kr. eða 884.518. pr landsmann. Hvort miðað sé við hækkun heildarframlaga til heilbrigðismála á þessu tímabili eða framlaga pr. landmann að það ljóst að framlögin hafa hækkað töluvert um fram verðlag. Hefðu heildarframlögin hækkað samkvæmt verðlagi frá 2013 þá væru þau um 200 milljarðar króna en ekki tæplega 343 milljarðar líkt og fjárlög yfirstandandi árs kveða á um. Framlög til landsmanns væru um 600 þúsund krónur pr. landsmann. Af upptalningunni hér að ofan, má glögglega sjá, að ríkisstjórnir síðustu tíu ára hafa alls ekki verið að fjársvelta heilbrigðiskerfið, líkt og stjórnarandstaðan hefur básúnað við hvert tækifæri sem henni er réttur mikrófónn. Öðru nær þá hafa fjárframlögin stóraukist, bæði samkvæmt verðlagi og í takti við fólksfjölgun. Það breytir því ekki, að eflaust má gera betur. Það á reyndar alltaf við í jafn mikilvægum málaflokki og heilbrigðismál eru. En er það bara á fjármögnunarhliðinni sem gera má betur? Formanni Samfylkingarinnar er það, að eigin sögn, mikið hjartans mál að fullfjármagna heilbrigðiskerfið. Hvað þýðir það? Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Hefur það einhvern verðmiða? Eða er „fullfjármögnun heilbrigðiskerfisins” enn einn frasinn sem reyndar lætur ekki svo illa í eyrum, en samt álíka marklaus og margir aðrir frasar er úr þeirri átt koma. Spurningin sem stjórnvöld í dag og reyndar alla aðra daga, ætti að spyrja sig er: Hvernig getum við fullnýtt annars ágætlega fjármagnað heilbrigðiskerfi? Heilbrigðiskerfið er nefnilega allt annað og miklu meira en það sem ríkið starfrækir. Ágætis byrjun í átt að fullnýtingu heilbrigðiskerfisins væri að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi lækna. Síðan mætti fara í vinnu við að skilgreina enn frekar hlutverk Landspítalans háskólasjúkrahúss. Hvort að ekki væri hægt að draga úr nánast ómannlegu álagi á starfsemi spítalans með því að draga verulega úr umfangi valkvæðra aðgerða sem framkvæmdar eru á spítalanum með því að semja við einkareknar læknastofur um framkvæmd þeirra. Slíkt myndi draga verulega úr álagi á spítalann og jafnvel í einhverjum tilfellum kosta minna fjármagn, líkt og nýlegt útboð á liðaskiptiaðgerðum ber glöggt vitni. Það er löngu ljóst að í stærstu þéttbýliskjörnum landsins er verulegur skortur á heilsugæsluþjónustu. Fjölga þarf með útboðum heilsugæslustöðvum á þeim svæðum hið fyrsta. Annars mun markmiðið um heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu nást. Auk þess þarf að efla heilsugæslu og greiningargetu heilbrigðisstofnana landsbyggðinni. Bætt sjúkraflug og rekstur sjúkraþyrlu myndi svo enn frekar bæta öryggi þeirra sem á landsbyggðinni búa eða eiga þar leið um. Gera þarf verulegt átak í menntamálum heilbrigðisstarfsfólks og búa til hvata sem laða fólk heim aftur að loknu sérfræðinámi erlendis. Bæta þarf verulega í nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Þá kannski helst að þeim hluta sem lýtur að skráningu innan kerfisins. En sá hluti er mörgu heilbrigðisstarfsfólki verulega íþyngjandi í dag. Aukin nýsköpun í fjarlækningum og öðru í þeim dúr væri svo auðvitað alltaf til bóta. Lausnirnar eiga ekki og mega ekki alltaf vera, aukið fjármagn sem týnist svo í þeirri óreiðu sem einsleitt heilbrigðiskerfi, líkt og vinstri flokkarnir, þar með talin Samfylkingin stefna ótrauð að. Lausnin verður ætíð að vera að nýta það betur sem til er. Hvort sem um er að ræða fjármagn eða þann mannauð sem við búum yfir. Hvort sem hann sé á sviði heilbrigðismála eða í öðrum tengdum og samhangandi geirum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun