Útkallið átti sér stað um hálf tvö leytið í dag. Enginn sjáanlegur eldur er á staðnum en engu að síður er mikill viðbúnaður á staðnum.
Varðstjóri staðfestir í samtali við fréttastofu að allar stöðvar hafi verið kallaðar út og reykkafarar hafi farið inn í húsið. Hann gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.
Um er að ræða verlsunarhúsnæði en á efri hæðum eru íbúðir.
Uppfært kl 13:51:
Að sögn varðstjórakviknaði í rusli í íbúðarhúsnæði og myndaðist þar reykur. Því var um að ræða minni háttar eld og aðgerðum fer að ljúka.

Fréttin verður uppfærð.