Koepka í forystu fyrir lokahringinn eftir frábæran þriðja dag Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 10:00 Brooks Koepka undirbýr pútt á þriðja hringnum í gær. Vísir/Getty Brooks Koepka er með eins höggs forystu á Corey Conners og Viktor Hovland fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi en lokahringurinn verður leikinn í dag. Koepka lék frábærlega í gær og lauk þriðja hringnum á fjórum höggum undir pari og er á sex undir samtals. Norðmaðurinn Viktor Hovland og Kanadamaðurinn Corey Conners koma í humátt á eftir en báðir léku þeir á pari í gær og eru samtals á fimm höggum undir. Fleiri kylfingar gætu vel blandað sér í baráttuna. Bryson DeChambeu er á þremur höggum undir pari og þeir Justin Rose, Scottie Scheffler og Rory McIlroy eru allir í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni, Rose og Scheffler á tveimur undir en McIlroy á einu höggi undir pari. Mother Nature brought it today. The field responded. Saturday at the #PGAChamp pic.twitter.com/6TlpiGZmVZ— PGA Championship (@PGAChampionship) May 21, 2023 Scheffler og Justin Suh voru í góðri stöðu eftir fyrstu tvo hringina en léku báðir á þremur höggum yfir pari á þriðja hringnum í gær og duttu niður töfluna. Aðstæður voru nokkuð erfiðar í dag enda rigndi mikið en veðurspáin fyrir daginn í dag er betri. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending frá lokahringnum í dag klukkan 17:00. Guess who's back. Back again.2-time #PGAChamp fires a stellar 66 in his quest to lift the Wanamaker a third time. pic.twitter.com/HcR0m2DBNw— PGA Championship (@PGAChampionship) May 21, 2023 PGA-meistaramótið Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Koepka lék frábærlega í gær og lauk þriðja hringnum á fjórum höggum undir pari og er á sex undir samtals. Norðmaðurinn Viktor Hovland og Kanadamaðurinn Corey Conners koma í humátt á eftir en báðir léku þeir á pari í gær og eru samtals á fimm höggum undir. Fleiri kylfingar gætu vel blandað sér í baráttuna. Bryson DeChambeu er á þremur höggum undir pari og þeir Justin Rose, Scottie Scheffler og Rory McIlroy eru allir í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni, Rose og Scheffler á tveimur undir en McIlroy á einu höggi undir pari. Mother Nature brought it today. The field responded. Saturday at the #PGAChamp pic.twitter.com/6TlpiGZmVZ— PGA Championship (@PGAChampionship) May 21, 2023 Scheffler og Justin Suh voru í góðri stöðu eftir fyrstu tvo hringina en léku báðir á þremur höggum yfir pari á þriðja hringnum í gær og duttu niður töfluna. Aðstæður voru nokkuð erfiðar í dag enda rigndi mikið en veðurspáin fyrir daginn í dag er betri. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending frá lokahringnum í dag klukkan 17:00. Guess who's back. Back again.2-time #PGAChamp fires a stellar 66 in his quest to lift the Wanamaker a third time. pic.twitter.com/HcR0m2DBNw— PGA Championship (@PGAChampionship) May 21, 2023
PGA-meistaramótið Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira