Fyrr í dag sagði Garpur Ingason í samtali við fréttastofu að Mari hafi glímt við magakveisu, þá á 27. hring.
Fjölmargir hafa fylgst með í beinni á instagram-síðu Mari, þar sem fylgdarlið hennar sýnir frá komu Mari í mark, hvern hring.
Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum í október á síðasta ári eftir 36 hringi.
Þorleifur Þorleifsson er enn á hlaupum og virðist enn í góðum gír. Hægt er að fylgjast betur með honum á instagram-síðu Þorleifs.

Í bakgarðshlaupi er tæplega sjö kílómetra hringur farinn á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Umrætt hlaup er það næststærsta í heiminum og koma þar saman öflugustu bakgarðshlauparar heims.