Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur en hann mælist með átta prósentustigum minna fylgi en Samfylkingin og stendur í nítján prósentum.

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki verið minna og mælist nú tæplega 35 prósent. Samkvæmt könnuninni dregst fylgi Vinstri Grænna saman um tvö prósentustig og mælist sex prósent. Fylgi Framsóknar stendur í stað í tíu prósentum.
Fylgi annarra stjórnarandstöðuflokka en Samfylkingar hreyfist ekki mikið. Píratar mælast með ellefu prósent, Viðreisn dalar aðeins og mælist með níu prósent. Fylgi Flokks fólksins eykst lítillega og mælist tæp sex prósent og Miðflokkur er einnig með um sex prósent.
Könnunin fór fram dagana 4. til 16. maí og 1.726 svarendur tóku afstöðu til flokks.