Réttað yfir geðhjúkrunarfræðingi sem er sakaður um manndráp Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2023 08:33 Landspítalinn hefur viðurkennt að aðstæður á geðdeild hafi ekki verið fullnægjandi og að hann hafi brugðist starfsfólki. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli geðhjúkrunarfræðings á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Umfjöllun um það sem fram kemur við þinghaldið er bönnuð þar til í lok dags. Steina Árnadóttir, 62 ára gamall geðhjúkrunarfræðingur, er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hún neitar sök. Henni er gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk í ágúst árið 2021. Steina hafi hellt drykknum upp í munn konunnar á meðan henni var haldið að fyrirskipan geðhjúkrunarfræðingsins þrátt fyrir að konan hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drykkinn. Drykkurinn hafi hafnað í loftvegi konunnar sem olli því að hún kafnaði. Aðstandendur konunnar sem lést krefjast fimmtán milljóna króna í bætur. Landspítalinn viðurkenndi að aðstæður á deildinni hefðu verið ófullnægjandi og að hann hefði brugðist starfsfólki. Ráðist hafi verið í umbætur innan geðþjónustunnar eftir atvikið: heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum hafi verið fjölgað, innra skipulagi þjónustunnar breytt og stoðþjónusta við deildir aukin Að sögn Ríkisútvarpsins er Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans á meðal um þrjátíu vitna sem verða leidd fyrir dóminn. Dómurinn er fjölskipaður. Auk tveggja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur verður sérfræðingur í bráðalækningum meðdómandi. Uppfært klukkan 10:12 Dómari tilkynnti fjölmiðlum í dómsal í morgun að fjölmiðlaumfjöllun væri bönnuð þar til þinghaldi dagsins væri lokið. Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 „Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 24. febrúar 2023 10:54 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Steina Árnadóttir, 62 ára gamall geðhjúkrunarfræðingur, er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hún neitar sök. Henni er gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk í ágúst árið 2021. Steina hafi hellt drykknum upp í munn konunnar á meðan henni var haldið að fyrirskipan geðhjúkrunarfræðingsins þrátt fyrir að konan hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drykkinn. Drykkurinn hafi hafnað í loftvegi konunnar sem olli því að hún kafnaði. Aðstandendur konunnar sem lést krefjast fimmtán milljóna króna í bætur. Landspítalinn viðurkenndi að aðstæður á deildinni hefðu verið ófullnægjandi og að hann hefði brugðist starfsfólki. Ráðist hafi verið í umbætur innan geðþjónustunnar eftir atvikið: heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum hafi verið fjölgað, innra skipulagi þjónustunnar breytt og stoðþjónusta við deildir aukin Að sögn Ríkisútvarpsins er Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans á meðal um þrjátíu vitna sem verða leidd fyrir dóminn. Dómurinn er fjölskipaður. Auk tveggja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur verður sérfræðingur í bráðalækningum meðdómandi. Uppfært klukkan 10:12 Dómari tilkynnti fjölmiðlum í dómsal í morgun að fjölmiðlaumfjöllun væri bönnuð þar til þinghaldi dagsins væri lokið.
Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 „Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 24. febrúar 2023 10:54 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58
„Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 24. febrúar 2023 10:54