Hvað kostar lýðræðið? Jón Ingi Hákonarson skrifar 24. maí 2023 10:30 Einræði og ógnarstjórn er saga mannkyns, opið lýðræði er undantekning. Lýðræðið er viðkvæmt og hangir á nokkrum örþunnum og viðkvæmum silkiþráðum. Slitni einn, er hugmyndin um opið og frjálst lýðræðisríki úti. Kostnaðurinn við frjálst lýðræði er umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Að umbera fávitana og leyfa óþægilegri og illa upplýstri umræðu að eiga sér stað. Að nýta sér réttinn til að fá að móðgast, bíta á jaxlinn og halda áfram. Móðgun er nefnilega ekki hættuleg. Þegar fullorðið fólk móðgast hefur það allt að gera með félagslega skilyrðingu viðkomandi, hún er huglæg, ekki hlutlæg. Það að vilja loka á óþægilega umræðu vegna þess að einhver gæti móðgast er líklega stærsta ógnin sem opið og frjálst lýðræðissamfélag stendur frammi fyrir. Frjáls hugsun, hvort heldur gáfuleg eða heimskuleg er undirstaða málfrelsis, sem aftur er undirstaða lýðræðis. Það er nefnilega ekki hægt að kæfa opin og frjáls skoðanaskipti án þess að það komi niður á lýðræðinu. Smám saman (reyndar gerist þetta mjög hratt) hættir fólk að þora, eða nenna því, að tjá sig um æ fleiri málefni, fólk fer að forðast óþægindin sem fylgja því að viðra ólík sjónarhorn á málum. Framsækið og frjálst lýðræði felst í umburðarlyndi og hugrekki okkar til að verja rétt annarra til að hafa ólíkar skoðanir, þó svo þær stangist á gildismat okkar. Voltare er eignuð setningin “Ég fyrirlít skoðanir þínar en er reiðubúinn til að láta höfuðið fyrir rétt þinn til þess að hafa þær og halda þeim fram”. Sú fjarlægð milli fólks sem hið rafræna samskiptaform nútímans veldur, eykur vissulega á dómhörku á kostnað skilnings milli fólks. Þegar samtölum í raunheimum er skipt út fyrir smáskilaboð í rafheimum er ljóst að gæði og dýpt samtala og samskipta minnkar. Afleiðingarnar eru minni skilningur og gæska og meiri misskilningur og dómharka. Að sjá ekki með eigin augum afleiðingar orða sinna klippir á raunveruleikann og eykur á hlutgervingu á kostnað hluttekningar og skilnings. Þanþolið gagnvart ólíku fólki minnkar, húmorinn víkur fyrir móðgun og hneykslan. Afleiðing þess er einsleitni og ótti, sem er aftur kjöraðstæður og jarðvegur ógnarstjórnar. Þessi aukna fjarlægð milli fólks kemur niður á samkennd og náungakærleik og smækkar reynsluheim okkar. Fjarlægðin á milli fólks í rafheimum stækkar yfirborð lífs okkar á kostnað dýptar og fjölbreytni. Erum við nægilega sterk sem einstaklingar og sem þjóðfélag að berjast með kjafti og klóm fyrir rétti fólks til að hafa skoðanir sem stuða okkur? Ef ekki þá vitum við í ljósi sögunnar hvar sú vegferð endar. Að verja gagnrýna hugsun og hvetja til rökræðu um eldfim málefni hverju sinni í stað þess að kæfa hana á þeim forsendum að hún sé óþægileg og geti stuðað einhverja. Að meðtaka rök og skilning annarra án þess endilega að samþykkja þau er kostnaður sem ekki verður komist undan að greiða til að viðhalda og þróa til betri vegar opið og frjálst lýðræði. Lýðræðið krefst mikils af okkur, einræði og ógnarstjórn krefst einskis nema þess að hlýða. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Einræði og ógnarstjórn er saga mannkyns, opið lýðræði er undantekning. Lýðræðið er viðkvæmt og hangir á nokkrum örþunnum og viðkvæmum silkiþráðum. Slitni einn, er hugmyndin um opið og frjálst lýðræðisríki úti. Kostnaðurinn við frjálst lýðræði er umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Að umbera fávitana og leyfa óþægilegri og illa upplýstri umræðu að eiga sér stað. Að nýta sér réttinn til að fá að móðgast, bíta á jaxlinn og halda áfram. Móðgun er nefnilega ekki hættuleg. Þegar fullorðið fólk móðgast hefur það allt að gera með félagslega skilyrðingu viðkomandi, hún er huglæg, ekki hlutlæg. Það að vilja loka á óþægilega umræðu vegna þess að einhver gæti móðgast er líklega stærsta ógnin sem opið og frjálst lýðræðissamfélag stendur frammi fyrir. Frjáls hugsun, hvort heldur gáfuleg eða heimskuleg er undirstaða málfrelsis, sem aftur er undirstaða lýðræðis. Það er nefnilega ekki hægt að kæfa opin og frjáls skoðanaskipti án þess að það komi niður á lýðræðinu. Smám saman (reyndar gerist þetta mjög hratt) hættir fólk að þora, eða nenna því, að tjá sig um æ fleiri málefni, fólk fer að forðast óþægindin sem fylgja því að viðra ólík sjónarhorn á málum. Framsækið og frjálst lýðræði felst í umburðarlyndi og hugrekki okkar til að verja rétt annarra til að hafa ólíkar skoðanir, þó svo þær stangist á gildismat okkar. Voltare er eignuð setningin “Ég fyrirlít skoðanir þínar en er reiðubúinn til að láta höfuðið fyrir rétt þinn til þess að hafa þær og halda þeim fram”. Sú fjarlægð milli fólks sem hið rafræna samskiptaform nútímans veldur, eykur vissulega á dómhörku á kostnað skilnings milli fólks. Þegar samtölum í raunheimum er skipt út fyrir smáskilaboð í rafheimum er ljóst að gæði og dýpt samtala og samskipta minnkar. Afleiðingarnar eru minni skilningur og gæska og meiri misskilningur og dómharka. Að sjá ekki með eigin augum afleiðingar orða sinna klippir á raunveruleikann og eykur á hlutgervingu á kostnað hluttekningar og skilnings. Þanþolið gagnvart ólíku fólki minnkar, húmorinn víkur fyrir móðgun og hneykslan. Afleiðing þess er einsleitni og ótti, sem er aftur kjöraðstæður og jarðvegur ógnarstjórnar. Þessi aukna fjarlægð milli fólks kemur niður á samkennd og náungakærleik og smækkar reynsluheim okkar. Fjarlægðin á milli fólks í rafheimum stækkar yfirborð lífs okkar á kostnað dýptar og fjölbreytni. Erum við nægilega sterk sem einstaklingar og sem þjóðfélag að berjast með kjafti og klóm fyrir rétti fólks til að hafa skoðanir sem stuða okkur? Ef ekki þá vitum við í ljósi sögunnar hvar sú vegferð endar. Að verja gagnrýna hugsun og hvetja til rökræðu um eldfim málefni hverju sinni í stað þess að kæfa hana á þeim forsendum að hún sé óþægileg og geti stuðað einhverja. Að meðtaka rök og skilning annarra án þess endilega að samþykkja þau er kostnaður sem ekki verður komist undan að greiða til að viðhalda og þróa til betri vegar opið og frjálst lýðræði. Lýðræðið krefst mikils af okkur, einræði og ógnarstjórn krefst einskis nema þess að hlýða. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun