Synd að eina náttúrugripasýningin verði í skötulíki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. maí 2023 14:00 Finnur harmar hvernig er komið fyrir stofnuninni. Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, óttast að starfsemi eina náttúrugripasafnsins á höfuðborgarsvæðinu verði í skötulíki eftir að öllu starfsfólki var sagt upp. Rannsóknarhluti safnsins verður lagður niður en reynt verður að halda sýningunni opinni á einum starfsmanni. „Miðað við það sem hefur verið þá verður í mínum huga frekar dregið úr þessum hluta starfseminnar þó að þau vilji meina að það eigi að efla þann hluta,“ segir Finnur. „Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þeim tekst til að gera það.“ Rannsóknarhlutanum slaufað Á Náttúrufræðistofunni eru nú rúmlega fimm stöðugildi náttúrufræðinga sem starfa við sýningarhald, rannsóknir og fræðslu, svo sem fyrir nemendur grunnskóla og almenning. Það er 4,5 föst stöðugildi og einn starfsmaður sem er í 75 prósent starfi utan launaáætlunar. Á Náttúrufræðistofunni hefur verið föst grunnsýning um áratuga skeið.Náttúrufræðistofa Kópavogs Rannsóknirnar eru einkum á vatnavistfræði en Kópavogsbær vildi ekki halda þeim áfram. Að sögn Finns er verið að reyna að finna aðra stofnun sem er reiðubúin að taka yfir vistrannsóknirnar. Náttúrufræðistofan hefur verið starfrækt í um 40 ár og grunnsýningin hefur verið í sérhönnuðu húsnæði í Hamraborg frá árinu 2002. Áður var hún staðsett á Digranesvegi. Hefur það verið eina sýningin af þessum toga eftir að Náttúrugripasafn Íslands lokaði á Hlemmi árið 2008. Í sýningunni í Kópavogi er tekið heildstætt á jarðfræði og líffræði Íslands. Synd Finnur segist hafa heyrt að grunnsýningunni í Hamraborg verði haldið út þetta ár en eftir það verði einhvers konar skammtímasýningar. Bærinn ætli að reyna að halda í sýningargripina. Það sé synd hvernig farið hafi fyrir þessu. „Þeir ætla að reyna að halda í nafnið. Það verður samt enginn starfsmaður þarna og eini starfsmaðurinn mun heyra undir forstöðumann Gerðarsafns,“ segir Finnur. Kópavogur Söfn Dýr Vísindi Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Rannsóknarhluti safnsins verður lagður niður en reynt verður að halda sýningunni opinni á einum starfsmanni. „Miðað við það sem hefur verið þá verður í mínum huga frekar dregið úr þessum hluta starfseminnar þó að þau vilji meina að það eigi að efla þann hluta,“ segir Finnur. „Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þeim tekst til að gera það.“ Rannsóknarhlutanum slaufað Á Náttúrufræðistofunni eru nú rúmlega fimm stöðugildi náttúrufræðinga sem starfa við sýningarhald, rannsóknir og fræðslu, svo sem fyrir nemendur grunnskóla og almenning. Það er 4,5 föst stöðugildi og einn starfsmaður sem er í 75 prósent starfi utan launaáætlunar. Á Náttúrufræðistofunni hefur verið föst grunnsýning um áratuga skeið.Náttúrufræðistofa Kópavogs Rannsóknirnar eru einkum á vatnavistfræði en Kópavogsbær vildi ekki halda þeim áfram. Að sögn Finns er verið að reyna að finna aðra stofnun sem er reiðubúin að taka yfir vistrannsóknirnar. Náttúrufræðistofan hefur verið starfrækt í um 40 ár og grunnsýningin hefur verið í sérhönnuðu húsnæði í Hamraborg frá árinu 2002. Áður var hún staðsett á Digranesvegi. Hefur það verið eina sýningin af þessum toga eftir að Náttúrugripasafn Íslands lokaði á Hlemmi árið 2008. Í sýningunni í Kópavogi er tekið heildstætt á jarðfræði og líffræði Íslands. Synd Finnur segist hafa heyrt að grunnsýningunni í Hamraborg verði haldið út þetta ár en eftir það verði einhvers konar skammtímasýningar. Bærinn ætli að reyna að halda í sýningargripina. Það sé synd hvernig farið hafi fyrir þessu. „Þeir ætla að reyna að halda í nafnið. Það verður samt enginn starfsmaður þarna og eini starfsmaðurinn mun heyra undir forstöðumann Gerðarsafns,“ segir Finnur.
Kópavogur Söfn Dýr Vísindi Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31
Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24