Fyrrverandi landsliðsmaður Hollands grunaður um stórfellt kókaínsmygl Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2023 22:46 Quincy Promes er grunaður um að hafa átt hlut í stórfelldu kókaínsmygli. Marcel ter Bals/BSR Agency/Getty Images Quincy Promes, leikmaður Spartak Moskvu og fyrrverandi leikmaður hollenska landsliðsins í fótbolta, er grunaður um að eiga þátt í stórfelldu kókaínsmygli til heimalandsins. Samkvæmt hollenska saksóknaraembættinu á Promes að hafa átt þátt í því að smygla 1.362 kílóum af kókaíni til Hollands eða Belgíu. Hollenska dagblaðið Het Parool segir frá því að málið verði tekið fyrir við hollenskan dómstól næstkomandi mánudag. Promes er 31 árs gamall framherji sem á að baki 50 leiki fyrir hollenska landsliðið. Hann gekk í raðir Spartak Moskvu árið 2021, en hefur einnig leikið fyrir lið á borð við Ajax, Sevilla og Twente. Orðinn góðkunningi lögreglu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn kemst í kast við lögin, en árið 2021 var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps. Það mál kom upp þegar hann var þegar orðinn leikmaður Spartak Moskvu, en atvikið átti sér stað ári áður þegar hann var enn leikmaður Ajax í heimalandi sínu. Þar mun Promes hafa lent í áflogum við skyldmenni sitt sem endaði með því að fjölskyldumeðlimurinn var stunginn með hníf og hlaut alvarleg meiðsli. Þá ku sá hinn sami einnig hafa meiðst á hné í áflogunum. Promes var í kjölfarið ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps og verður það mál sömuleiðis tekið fyrir rétti á mánudaginn kemur. Leikmaðurinn hefur alla tíð neitað sök í málinu sem lítur að líkamsárás og tilraun til manndráps, en hefur ekki tjáð sig um kókaínsmyglið. 🚨 𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: Former Netherlands winger Quincy Promes is prosecuted for importing more than 1300 kilos of cocaine, with a value of €75M. (Source: @NOS) pic.twitter.com/s1EmKhnrVb— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 30, 2023 Fótbolti Smygl Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Samkvæmt hollenska saksóknaraembættinu á Promes að hafa átt þátt í því að smygla 1.362 kílóum af kókaíni til Hollands eða Belgíu. Hollenska dagblaðið Het Parool segir frá því að málið verði tekið fyrir við hollenskan dómstól næstkomandi mánudag. Promes er 31 árs gamall framherji sem á að baki 50 leiki fyrir hollenska landsliðið. Hann gekk í raðir Spartak Moskvu árið 2021, en hefur einnig leikið fyrir lið á borð við Ajax, Sevilla og Twente. Orðinn góðkunningi lögreglu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn kemst í kast við lögin, en árið 2021 var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps. Það mál kom upp þegar hann var þegar orðinn leikmaður Spartak Moskvu, en atvikið átti sér stað ári áður þegar hann var enn leikmaður Ajax í heimalandi sínu. Þar mun Promes hafa lent í áflogum við skyldmenni sitt sem endaði með því að fjölskyldumeðlimurinn var stunginn með hníf og hlaut alvarleg meiðsli. Þá ku sá hinn sami einnig hafa meiðst á hné í áflogunum. Promes var í kjölfarið ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps og verður það mál sömuleiðis tekið fyrir rétti á mánudaginn kemur. Leikmaðurinn hefur alla tíð neitað sök í málinu sem lítur að líkamsárás og tilraun til manndráps, en hefur ekki tjáð sig um kókaínsmyglið. 🚨 𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: Former Netherlands winger Quincy Promes is prosecuted for importing more than 1300 kilos of cocaine, with a value of €75M. (Source: @NOS) pic.twitter.com/s1EmKhnrVb— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 30, 2023
Fótbolti Smygl Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira