„Setur fleiri parsambönd úr skorðum en framhjáhald“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2023 21:51 Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi Skjáskot/Stöð 2 „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. Lykilatriði sé samskipti. Verðbólga, stýrivaxtahækkanir, verkföll og húsnæðisvandi herja á landann þessi misserin. Í mörg horn er að líta þegar kreppir að og eru parsambönd þar ekki undanskilin. „Við heyrum mikið af þessum áhyggjum hjá þeim sem koma í viðtöl til okkar,“ segir Theodór sem var til viðtals um þessi mál á Reykjavík síðdegis. Hann segir að bæta þurfi samskipti para og foreldra, sem og samskipti foreldra og barna. „Þar koma snjalltæki og þessi dásamlega tækni inn, sem getur bitið okkur í rassinn á ýmsum stöðum.“ Theodór segir fjármál eitt af helstu sex atriðum sem helst komi parsamböndum í vandamál. „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theódór. Önnur atriði séu samskipti, kynlíf, verkaskipting heima fyrir, samskipti við fjölskyldur og vinnustaðir. Ofan á fjármálaáhyggjur koma verkföll. Er þetta eitruð blanda? „Þetta er uppskrift að vandræðum. Því miður eru ótrúlega margir sem taka vitlausar ákvarðanir í þessu öngstræti, oft á tíðum er ákvörðunin sem er tekin eingöngu til þess fallin að auka á vandann. Til dæmis þegar við reynum að búa til ótrúlega flottar ferðir til að bæta upp tjónið,“ segir hann. Lykilatriði sé að átta sig á því hvað fólk vilji fá út úr því að vera fjölskylda. „Þar flaskar fólk ótrúlega oft.“ Theodór segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. „Það eru óuppfylltar væntingar sem fólk er í vandræðum með. Væntingar verða óuppfylltar þegar annar aðilinn veit ekki ekki væntingar hins aðilans af því að það er ekki búið að tala um það,“ segir Theodór. Samskipti sé því lykilatriði. Ætti að vera skýr verkaskipting hjá pörum? „Já. Ég spyr oft hversu marga stjórnarfundi heldur fjölskyldan? Hversu oft sest fjölskyldan niður til að athuga hvað er að gerast í þessari viku, þessum mánuði? Hvaða framtíðarsýn höfum við? Ég hef á öllum mínum ferli komið með tvö slagorð. Annað er svona: Ef ég veit ekki hvert ég er að fara, þá er ólíklegt að ég komist þangað. Þetta á líka við um rekstur fjölskyldunnar. Ef ég veit ekki hvers er vænst af mér og ég veit ekki hvers ég vænti af maka mínum, þá náum við aldrei saman um það,“ segir Theodór. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan. Ástin og lífið Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
Verðbólga, stýrivaxtahækkanir, verkföll og húsnæðisvandi herja á landann þessi misserin. Í mörg horn er að líta þegar kreppir að og eru parsambönd þar ekki undanskilin. „Við heyrum mikið af þessum áhyggjum hjá þeim sem koma í viðtöl til okkar,“ segir Theodór sem var til viðtals um þessi mál á Reykjavík síðdegis. Hann segir að bæta þurfi samskipti para og foreldra, sem og samskipti foreldra og barna. „Þar koma snjalltæki og þessi dásamlega tækni inn, sem getur bitið okkur í rassinn á ýmsum stöðum.“ Theodór segir fjármál eitt af helstu sex atriðum sem helst komi parsamböndum í vandamál. „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theódór. Önnur atriði séu samskipti, kynlíf, verkaskipting heima fyrir, samskipti við fjölskyldur og vinnustaðir. Ofan á fjármálaáhyggjur koma verkföll. Er þetta eitruð blanda? „Þetta er uppskrift að vandræðum. Því miður eru ótrúlega margir sem taka vitlausar ákvarðanir í þessu öngstræti, oft á tíðum er ákvörðunin sem er tekin eingöngu til þess fallin að auka á vandann. Til dæmis þegar við reynum að búa til ótrúlega flottar ferðir til að bæta upp tjónið,“ segir hann. Lykilatriði sé að átta sig á því hvað fólk vilji fá út úr því að vera fjölskylda. „Þar flaskar fólk ótrúlega oft.“ Theodór segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. „Það eru óuppfylltar væntingar sem fólk er í vandræðum með. Væntingar verða óuppfylltar þegar annar aðilinn veit ekki ekki væntingar hins aðilans af því að það er ekki búið að tala um það,“ segir Theodór. Samskipti sé því lykilatriði. Ætti að vera skýr verkaskipting hjá pörum? „Já. Ég spyr oft hversu marga stjórnarfundi heldur fjölskyldan? Hversu oft sest fjölskyldan niður til að athuga hvað er að gerast í þessari viku, þessum mánuði? Hvaða framtíðarsýn höfum við? Ég hef á öllum mínum ferli komið með tvö slagorð. Annað er svona: Ef ég veit ekki hvert ég er að fara, þá er ólíklegt að ég komist þangað. Þetta á líka við um rekstur fjölskyldunnar. Ef ég veit ekki hvers er vænst af mér og ég veit ekki hvers ég vænti af maka mínum, þá náum við aldrei saman um það,“ segir Theodór. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan.
Ástin og lífið Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira