Þunglyndi eða geðhvörf? Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2023 12:00 Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Þar höfum við verið með vakningu tengt allskonar, þá sérstaklega (ósýnilegri) líðan - bæði andlegri og líkamlegri. Mig langaði í þessum pistli m.a. að deila með ykkur minni vitneskju um hypómaníur og opna þannig á umræðu um tengingu á milli þunglyndis og geðhvarfa. Þess ber að geta að ég er enginn sérfræðingur, nema þá bara sérfræðingur í mínum veikindum og minni reynslu. Hypómanía og manía kallast á íslensku oflæti. Hypómanía er eitt einkenni í geðhvörfum 2 (bipolar 2) á móti alvarlegu þunglyndi. Hypómanía er mildari útgáfa af maníu og varir yfirleitt í styttri tíma. Alla jafna stendur hún einungis yfir í nokkra daga en það getur þó verið mismunandi. Hypómanía getur í raun verið nokkuð gott ástand fyrir einstaklinga sem upplifa slíkt. Líðanin fer upp á við og orkan verður meiri en venjulega. Það er heldur ekki stjórnlaust ástand eins og það getur verið í maníunum en maníur eru s.s. einkenni geðhvarfa 1 (bipolar 1). Flest höfum við heyrt um maníur og eflaust dregið upp einhverja mynd af því. Færri hafa hinsvegar heyrt um hypómaníur og þessvegna langaði mig að fjalla stuttlega um það fyrir hér. Afhverju? Jú. Talið er að 40-60% einstaklinga með alvarlegt þunglyndi uppfylli skilyrði fyrir geðhvörf 2 en það fattast oft seint og jafnvel aldrei. Þess má geta að þunglyndi getur verið mjög alvarlegt í geðhvörfum. Til að uppfylla greiningarskilyrði fyrir geðhvörf 2 þarf í raun aðeins eina alvarlega þunglyndislotu og eina hypómaníu. Þessvegna finnst mér undarlegt að oft sé lítil eftirfylgni með einstaklingum sem greinst hafa með þunglyndi og eru komnir á lyf. Fyrir utan það að til eru tæplega 300 raskanir - það eru ekki allir bara með kvíða og þunglyndi. Hér sjái þið samantekt, þar sem samsetning einkenna í geðhvörfum 1 og geðhvörfum 2 koma fram. Ég setti þetta upp í skífurit til að gera það skilmerkilegra. Athuga skal að aðeins er um viðmið að ræða. Einnig getur ástand einstaklings með geðhvörf verið blandað. Hér sjái þið að hypómaníurnar eru aðeins 4% af einkennum sjúklings með geðhvörf 2. Ég sjálf hef verið að glíma við þunglyndi meira eða minna frá unglingsaldri og verið á kvíða- og þunglyndislyfjum í 14 ár með tiltölulega litlum árangri. Fyrst núna er ég að prufa jafnvægislyf, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Jafnvægislyf eru aðallega notuð í geðhvörfum en líka til meðferðar á alvarlegu þunglyndi þegar önnur lyf hafa ekki virkað með tilskyldum árangi. Lyfin draga s.s. úr óeðlilegri virkni í heila og hjálpa til við að draga úr skapsveiflum, þunglyndi og oflæti. Eins og staðan er í heilbrigðiskerfinu núna er kannski erfitt að komast að hjá sérfræðingum en það virðast vera að koma fleiri úrræði inn, sérstaklega á vegum heilsugæslunnar. Bæði ADHD teymi og geðheilsuteymi. Geðheilsuteymin taka á málum þeirra sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á heilsugæslustöðvum. Þess má geta að einkenni ADHD geta einnig svipað til oflætis. Þannig getur aukin virkni í oflæti litið út eins og ofvirkni í ADHD. Pirringur í oflæti getur litið út eins og stuttur þráður, sem fylgir gjarnan ADHD og léleg dómgreind í oflæti getur litið út eins og hvatvísi í ADHD. Ómeðhöndlað ADHD getur einnig leitt til kvíða- og þunglyndis. Gott er að hafa í huga að margar taugaraskanir og sjúkdómseinkenni skarast. Meðal annars þessvegna er gott að vera meðvitaður og geta þá rætt það við lækni. Öll viljum við fá réttar greiningar og sé ástand ógreint geta vandamálin bara undið upp á sig. Í lokin langar mig að koma því að, að geðhvörf eru algengasti arfgengi geðsjúkdómurinn. Hann getur versnað með aldrinum - sérstaklega ef ástandið er ómeðhöndlað. Hér eru svo þrír punktar fengnir af heilsutorg.is: „Talið er að ójafnvægið sem veldur geðhvörfum stafi fyrst og fremst af ójafnvægi í rafeindaflutningum yfir frumhimnur í heila.” „Ójafnvægi í rafeindaflutningum, orsakast, að tali er, af erfðagalla.” „Vísindamenn hafa ekki enn greint eitt ákveðið gen sem veldur sjúkdómnum, en slík uppgötvun gæti hjálpað að greina fólk í áhættuhópum.” Til þeirra sem eru að upplifa mikla vanlíðan en hafa ekki fengið botn í sín mál langar mig að segja: Gangi ykkur vel, ekki gefast upp og munið að þið eruð ekki ein/einn/eitt. Aldrei. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Þar höfum við verið með vakningu tengt allskonar, þá sérstaklega (ósýnilegri) líðan - bæði andlegri og líkamlegri. Mig langaði í þessum pistli m.a. að deila með ykkur minni vitneskju um hypómaníur og opna þannig á umræðu um tengingu á milli þunglyndis og geðhvarfa. Þess ber að geta að ég er enginn sérfræðingur, nema þá bara sérfræðingur í mínum veikindum og minni reynslu. Hypómanía og manía kallast á íslensku oflæti. Hypómanía er eitt einkenni í geðhvörfum 2 (bipolar 2) á móti alvarlegu þunglyndi. Hypómanía er mildari útgáfa af maníu og varir yfirleitt í styttri tíma. Alla jafna stendur hún einungis yfir í nokkra daga en það getur þó verið mismunandi. Hypómanía getur í raun verið nokkuð gott ástand fyrir einstaklinga sem upplifa slíkt. Líðanin fer upp á við og orkan verður meiri en venjulega. Það er heldur ekki stjórnlaust ástand eins og það getur verið í maníunum en maníur eru s.s. einkenni geðhvarfa 1 (bipolar 1). Flest höfum við heyrt um maníur og eflaust dregið upp einhverja mynd af því. Færri hafa hinsvegar heyrt um hypómaníur og þessvegna langaði mig að fjalla stuttlega um það fyrir hér. Afhverju? Jú. Talið er að 40-60% einstaklinga með alvarlegt þunglyndi uppfylli skilyrði fyrir geðhvörf 2 en það fattast oft seint og jafnvel aldrei. Þess má geta að þunglyndi getur verið mjög alvarlegt í geðhvörfum. Til að uppfylla greiningarskilyrði fyrir geðhvörf 2 þarf í raun aðeins eina alvarlega þunglyndislotu og eina hypómaníu. Þessvegna finnst mér undarlegt að oft sé lítil eftirfylgni með einstaklingum sem greinst hafa með þunglyndi og eru komnir á lyf. Fyrir utan það að til eru tæplega 300 raskanir - það eru ekki allir bara með kvíða og þunglyndi. Hér sjái þið samantekt, þar sem samsetning einkenna í geðhvörfum 1 og geðhvörfum 2 koma fram. Ég setti þetta upp í skífurit til að gera það skilmerkilegra. Athuga skal að aðeins er um viðmið að ræða. Einnig getur ástand einstaklings með geðhvörf verið blandað. Hér sjái þið að hypómaníurnar eru aðeins 4% af einkennum sjúklings með geðhvörf 2. Ég sjálf hef verið að glíma við þunglyndi meira eða minna frá unglingsaldri og verið á kvíða- og þunglyndislyfjum í 14 ár með tiltölulega litlum árangri. Fyrst núna er ég að prufa jafnvægislyf, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Jafnvægislyf eru aðallega notuð í geðhvörfum en líka til meðferðar á alvarlegu þunglyndi þegar önnur lyf hafa ekki virkað með tilskyldum árangi. Lyfin draga s.s. úr óeðlilegri virkni í heila og hjálpa til við að draga úr skapsveiflum, þunglyndi og oflæti. Eins og staðan er í heilbrigðiskerfinu núna er kannski erfitt að komast að hjá sérfræðingum en það virðast vera að koma fleiri úrræði inn, sérstaklega á vegum heilsugæslunnar. Bæði ADHD teymi og geðheilsuteymi. Geðheilsuteymin taka á málum þeirra sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á heilsugæslustöðvum. Þess má geta að einkenni ADHD geta einnig svipað til oflætis. Þannig getur aukin virkni í oflæti litið út eins og ofvirkni í ADHD. Pirringur í oflæti getur litið út eins og stuttur þráður, sem fylgir gjarnan ADHD og léleg dómgreind í oflæti getur litið út eins og hvatvísi í ADHD. Ómeðhöndlað ADHD getur einnig leitt til kvíða- og þunglyndis. Gott er að hafa í huga að margar taugaraskanir og sjúkdómseinkenni skarast. Meðal annars þessvegna er gott að vera meðvitaður og geta þá rætt það við lækni. Öll viljum við fá réttar greiningar og sé ástand ógreint geta vandamálin bara undið upp á sig. Í lokin langar mig að koma því að, að geðhvörf eru algengasti arfgengi geðsjúkdómurinn. Hann getur versnað með aldrinum - sérstaklega ef ástandið er ómeðhöndlað. Hér eru svo þrír punktar fengnir af heilsutorg.is: „Talið er að ójafnvægið sem veldur geðhvörfum stafi fyrst og fremst af ójafnvægi í rafeindaflutningum yfir frumhimnur í heila.” „Ójafnvægi í rafeindaflutningum, orsakast, að tali er, af erfðagalla.” „Vísindamenn hafa ekki enn greint eitt ákveðið gen sem veldur sjúkdómnum, en slík uppgötvun gæti hjálpað að greina fólk í áhættuhópum.” Til þeirra sem eru að upplifa mikla vanlíðan en hafa ekki fengið botn í sín mál langar mig að segja: Gangi ykkur vel, ekki gefast upp og munið að þið eruð ekki ein/einn/eitt. Aldrei. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan.
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar