Greint er frá málavendingunum á vef BBC í morgun en atvikið átti sér stað á Monumental leikvanginum í Buenos Aires í Argentínu.
Dómari leiksins, Fernando Rapallini, fékk veður á málavöxtum og flautaði leikinn af. Sjúkraliðar og lögreglan á staðnum hófu um leið að rýma leikvanginn.
Talsmaður River Plate greinir frá því að umræddur stuðningsmaður félagsins hafi samstundis látið lítið og að rannsókn hafi verið sett á laggirnar til þess að komast til botns í málinu.
Leikvangurinn er nú orðinn að vettvangi lögreglu og verður hann lokaður næsta sólarhringinn eða svo.