Hugarafl 20 ára Eymundur Eymundsson skrifar 5. júní 2023 09:00 Hugarafl grasrótarsamtōk í Reykjavík voru stofnuð af einum fagmanni og fjórum notendum af geðheilbrigðisþjónustu 5.júní 2003 og fagna því 20 ára afmæli nú um þessar mundir. Ég var svo heppinn að mér var bent á Hugarafl þegar ég var á leið í nám suður yfir heiðar frá Akureyri haustið 2009. Eftir að hafa lesið mér til um Hugarafl leist mér vel á hugmyndafræðina að hver og einn kæmi á sínum forsendum og hafi rōdd þar sem unnið væri með bata- og valdeflingarmódel á jafningjagrunni. Það skiptir máli að notendur hafi rōdd og tækifæri til að vinna í sjálfum sér á jafningjagrunni. Við hōfum nefnilega ōll styrkleika sem okkur langar að nýta til góðs til eignast betra líf og líf þeirra sem eru í kringum okkur sem skapar verðmæti fyrir samfélagið í stað afleiðinga. Þannig að eftir minn lestur ákvað ég að skoða þegar ég kæmi til Reykjavíkur í nám um haustið 2009 hvort Hugarafl væri eitthvað fyrir mig? En samt eftir að hafa farið tvisvar á geðsvið Reykjalundar, fjórar vikur á geðdeild Akureyri og í félagskvíðahóp, samtalsmeðferð með heimilislækni, útskrifast úr Starfsendurhæfingu Norðurlands, tvisvar á Heilsustofnun í Hveragerði og í áfengismeðferð hugsaði ég með mér nei ég er ekki svona geðveikur eins og fólkið í Hugarafli. Eigin fordómar þótt ég hafði unnið mikið í sjálfum mér á fjórum árum eins og upptalningin mín segir til um frá 2005. En ég fór sem betur fer í Hugarafl haustið 2009 þar sem mér var vel tekið og ég gerði mér grein fyrir að það tekur tíma að vinna með eigin fordóma sem samfélagið,kerfið ,bíómyndir og fjōlmiðlar hōfðu skapað vegna skorts á þekkingu. Ég var í rúm þrjú ár í Hugarafli þar sem ég vann mikið í sjálfum mér og fékk ómetanlegan stuðning frá fagfólki og notendum Hugarafls og tókst á við ýmis verkefni og notaði þau verkfæri sem mér var gefið. Eftir rúm þrjú ár flutti ég svo til Akureyrar þar sem ég kom inn í grasrótarhóp fagmanna og notenda sem hōfðu áhuga á að starta með sōmu hugmyndafræði og Hugarafl, bata- og valdeflingu á jafningjagrunni. Það þarf nefnilega ekki alltaf að finna upp hjólið þannig að við leituðum til smiðju Hugarafls og þar fengum við reynslu sem hjálpaði til við að stofna Grófina geðrækt (geðverndarmiðstōð) á Akureyri 10.október 2013. Grófin geðrækt hefur sýnt sitt gildi og samvinna við Hugarafl á þátt í því að vel tókst til og ómetanleg. Raddir og reynsla notenda í geðheilbrigðisþjónustu eru verðmæti og það skiptir máli að hafa mismunandi úrræði fyrir fólkið í landinu sem þarf á hjálp að halda. Innilegar hamingjuóskir með 20 árin Hugarafl og bestu þakkir fyrir allt! Höfundur er ráðgjafi og félagsliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hugarafl grasrótarsamtōk í Reykjavík voru stofnuð af einum fagmanni og fjórum notendum af geðheilbrigðisþjónustu 5.júní 2003 og fagna því 20 ára afmæli nú um þessar mundir. Ég var svo heppinn að mér var bent á Hugarafl þegar ég var á leið í nám suður yfir heiðar frá Akureyri haustið 2009. Eftir að hafa lesið mér til um Hugarafl leist mér vel á hugmyndafræðina að hver og einn kæmi á sínum forsendum og hafi rōdd þar sem unnið væri með bata- og valdeflingarmódel á jafningjagrunni. Það skiptir máli að notendur hafi rōdd og tækifæri til að vinna í sjálfum sér á jafningjagrunni. Við hōfum nefnilega ōll styrkleika sem okkur langar að nýta til góðs til eignast betra líf og líf þeirra sem eru í kringum okkur sem skapar verðmæti fyrir samfélagið í stað afleiðinga. Þannig að eftir minn lestur ákvað ég að skoða þegar ég kæmi til Reykjavíkur í nám um haustið 2009 hvort Hugarafl væri eitthvað fyrir mig? En samt eftir að hafa farið tvisvar á geðsvið Reykjalundar, fjórar vikur á geðdeild Akureyri og í félagskvíðahóp, samtalsmeðferð með heimilislækni, útskrifast úr Starfsendurhæfingu Norðurlands, tvisvar á Heilsustofnun í Hveragerði og í áfengismeðferð hugsaði ég með mér nei ég er ekki svona geðveikur eins og fólkið í Hugarafli. Eigin fordómar þótt ég hafði unnið mikið í sjálfum mér á fjórum árum eins og upptalningin mín segir til um frá 2005. En ég fór sem betur fer í Hugarafl haustið 2009 þar sem mér var vel tekið og ég gerði mér grein fyrir að það tekur tíma að vinna með eigin fordóma sem samfélagið,kerfið ,bíómyndir og fjōlmiðlar hōfðu skapað vegna skorts á þekkingu. Ég var í rúm þrjú ár í Hugarafli þar sem ég vann mikið í sjálfum mér og fékk ómetanlegan stuðning frá fagfólki og notendum Hugarafls og tókst á við ýmis verkefni og notaði þau verkfæri sem mér var gefið. Eftir rúm þrjú ár flutti ég svo til Akureyrar þar sem ég kom inn í grasrótarhóp fagmanna og notenda sem hōfðu áhuga á að starta með sōmu hugmyndafræði og Hugarafl, bata- og valdeflingu á jafningjagrunni. Það þarf nefnilega ekki alltaf að finna upp hjólið þannig að við leituðum til smiðju Hugarafls og þar fengum við reynslu sem hjálpaði til við að stofna Grófina geðrækt (geðverndarmiðstōð) á Akureyri 10.október 2013. Grófin geðrækt hefur sýnt sitt gildi og samvinna við Hugarafl á þátt í því að vel tókst til og ómetanleg. Raddir og reynsla notenda í geðheilbrigðisþjónustu eru verðmæti og það skiptir máli að hafa mismunandi úrræði fyrir fólkið í landinu sem þarf á hjálp að halda. Innilegar hamingjuóskir með 20 árin Hugarafl og bestu þakkir fyrir allt! Höfundur er ráðgjafi og félagsliði.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun