Gísli um þriðja markið: „Þetta var bara svona eins og venjuleg þriðjudagsæfing“ Sverrir Mar Smárason skrifar 5. júní 2023 23:00 Gísli kom inn af bekknum og breytti gangi mála í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann í kvöld torsóttan 3-1 sigur á FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Liðið er því komið í undanúrslit og stefnir á bikarinn. Gísli Eyjólfsson, leikmaður Blika, var sáttur með sigurinn að lokum. Gísli sat á bekknum í fyrri hálfleik en kom inná í hálfleik. „Í fyrri hálfleik sá ég þetta þannig að menn væru ekki alveg tilbúnir í þetta. Við héldum alveg boltanum og allt það en við náðum ekki að fara bakvið þá. Þeir voru hátt með línuna en við vorum ekki að fá hlaupin bakvið línuna til þess að hreyfa við þeim. Svo kemur þetta mark hjá þeim er er kjaftshögg og menn fá skjálfta við það.“ „Mér fannst vanta fleiri hlaup og mér fannst við bæta það í seinni hálfleik. Þá þurfa þeir að bregðast við því og þá myndast meira pláss á miðjunni,“ sagði Gísli um fyrri hálfleikinn. Blikar gerðu tvær breytingar í hálfleik. Líkt og fyrr segir kom Gísli inná en auk hans kom inn Klæmint Olsen sem átti eftir að skora tvö mörk fyrir Breiðablik. Blikar voru 0-1 undir í hálfleik, jöfnuðu á 69. mínútu og skoruðu svo tvö mörk í uppbótartíma. „Ég fékk þau skilaboð að koma inn með krafti. Lexi og Ágúst voru búnir að vera mjög flottir í fyrri hálfleik en svo urðu bara aðeins breytingar.“ „Manni leið ágætlega í 1-1 því við vissum að við ættum framlenginguna eftir ef að henni skildi koma. Mér finnst hópurinn vera ferskur og engin þreyta í mannskapnum. Mér fannst við tilbúnir í að taka framlenginguna ef þess þurfti en sem betur fer steig Davíð upp [og skoraði annað mark Blika],“ sagði Gísli. Gísli lagði sjálfur upp þriðja mark Blika með óvæntum en frábærum einleik áður en hann lagði boltann fyrir markið á Klæmint sem kom honum í netið. Þetta er ekki algengt að sjá frá Gísla en aðspurður segist hann gera þetta oft á æfingum. „Þetta var bara eins og venjuleg þriðjudagsæfing,” sagði Gísli og hló en hélt svo áfram: „Ég veit það ekki ég fékk kannski meiri tíma og meira pláss því aðrir voru orðnir þreyttir en ég var bara búinn að spila 45 mínútur. Það var ekkert undir þarna í lokin og það er gaman aðeins að leika sér,” sagði Gísli. Líkt og fyrr segir eru Blikar komnir áfram í undanúrslit, Gísli var spurður hvort hann myndi vilja spila við Víkinga og skilja þá eftir en Gísli hafði aðrar hugmyndir. „Mér er eiginlega alveg sama og veit ekki hverjir eru eftir í pottinum. Er ekki Grindavík þarna? Það væri frábært að fá Gaua Lýðs hérna á Kópavogsvöll,” sagði Gísli að lokum. Breiðablik FH Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-1 | Heimamenn kláruðu dæmið í lokin Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á FH. Staðan var jöfn þegar venjulegur leiktími var að renna sitt skeið en Blikar kláruðu dæmið í blálok leiksins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. júní 2023 22:00 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
„Í fyrri hálfleik sá ég þetta þannig að menn væru ekki alveg tilbúnir í þetta. Við héldum alveg boltanum og allt það en við náðum ekki að fara bakvið þá. Þeir voru hátt með línuna en við vorum ekki að fá hlaupin bakvið línuna til þess að hreyfa við þeim. Svo kemur þetta mark hjá þeim er er kjaftshögg og menn fá skjálfta við það.“ „Mér fannst vanta fleiri hlaup og mér fannst við bæta það í seinni hálfleik. Þá þurfa þeir að bregðast við því og þá myndast meira pláss á miðjunni,“ sagði Gísli um fyrri hálfleikinn. Blikar gerðu tvær breytingar í hálfleik. Líkt og fyrr segir kom Gísli inná en auk hans kom inn Klæmint Olsen sem átti eftir að skora tvö mörk fyrir Breiðablik. Blikar voru 0-1 undir í hálfleik, jöfnuðu á 69. mínútu og skoruðu svo tvö mörk í uppbótartíma. „Ég fékk þau skilaboð að koma inn með krafti. Lexi og Ágúst voru búnir að vera mjög flottir í fyrri hálfleik en svo urðu bara aðeins breytingar.“ „Manni leið ágætlega í 1-1 því við vissum að við ættum framlenginguna eftir ef að henni skildi koma. Mér finnst hópurinn vera ferskur og engin þreyta í mannskapnum. Mér fannst við tilbúnir í að taka framlenginguna ef þess þurfti en sem betur fer steig Davíð upp [og skoraði annað mark Blika],“ sagði Gísli. Gísli lagði sjálfur upp þriðja mark Blika með óvæntum en frábærum einleik áður en hann lagði boltann fyrir markið á Klæmint sem kom honum í netið. Þetta er ekki algengt að sjá frá Gísla en aðspurður segist hann gera þetta oft á æfingum. „Þetta var bara eins og venjuleg þriðjudagsæfing,” sagði Gísli og hló en hélt svo áfram: „Ég veit það ekki ég fékk kannski meiri tíma og meira pláss því aðrir voru orðnir þreyttir en ég var bara búinn að spila 45 mínútur. Það var ekkert undir þarna í lokin og það er gaman aðeins að leika sér,” sagði Gísli. Líkt og fyrr segir eru Blikar komnir áfram í undanúrslit, Gísli var spurður hvort hann myndi vilja spila við Víkinga og skilja þá eftir en Gísli hafði aðrar hugmyndir. „Mér er eiginlega alveg sama og veit ekki hverjir eru eftir í pottinum. Er ekki Grindavík þarna? Það væri frábært að fá Gaua Lýðs hérna á Kópavogsvöll,” sagði Gísli að lokum.
Breiðablik FH Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-1 | Heimamenn kláruðu dæmið í lokin Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á FH. Staðan var jöfn þegar venjulegur leiktími var að renna sitt skeið en Blikar kláruðu dæmið í blálok leiksins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. júní 2023 22:00 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 3-1 | Heimamenn kláruðu dæmið í lokin Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á FH. Staðan var jöfn þegar venjulegur leiktími var að renna sitt skeið en Blikar kláruðu dæmið í blálok leiksins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. júní 2023 22:00