Svona stækkar þú fiskinn á mynd Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2023 09:08 Frábær tækifærisgjöf fyrir veiðimenn Það eru alls kyns ráð svo fiskurinn sem þú varst að veiða líti sem allra best út á mynd meira að segja til að stækka hann. Það er nokkuð algengt ráð að teygja hendurnar vel fram ogkoma með linsuna eins nálægt fiskinum til að hann fylli vel út í rammann. Stundum er þetta bara erfitt, ég tala ekki um ef fiskurinn er mjög smár. Bandaríkjamenn eru með ráð við þessu enda er það hverju orði sannara að "allt er til í Ameríku". Við fundum þessa skemmtilegu lausn á vefnum og það frá fleiri en einum framleiðanda. Fyrir ykkur sem eigið vini sem virðast alltaf fá minnsta fiskinn í hverri ferð er þetta frábær tækifærisgjöf, mér sýnist þetta í raun vera eitthvað sem á að vera klárt í öllum veiðitöskum.Leiðrétting: Okkur barst email frá Arnari sem leiðréttir að þetta er ekki frá USA heldur vinum okkar í Danmörku. "Takk fyrir fréttina um Fishy hands en ekki hafa þessa gargandi snilld af Dönunum í hönnunarfyrirtækinu MOEF.dk sem bjuggu þetta upphaflega til sem aprílgabb en fóru síðan að framleiða í alvöru eftir söfnun á Kickstarter. Myndbandið þeirra er stórkostlegt þar sem verið er að þróa hendurnar í "Institute of Perspective": https://www.youtube.com/watch?v=GILvbMeSk6U Sagan t.d. hér: https://www.taylorherring.com/fish-enhancing-hands/" Þarna hefði verið fínt að hafa þessar "hendur" Stangveiði Mest lesið Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Veiði Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði Minnivallalækur vaknaður á þessu vori Veiði Sumarveiðin var aðeins fimm silungar Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði Byssusýning 2012 á Stokkseyri Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði
Það er nokkuð algengt ráð að teygja hendurnar vel fram ogkoma með linsuna eins nálægt fiskinum til að hann fylli vel út í rammann. Stundum er þetta bara erfitt, ég tala ekki um ef fiskurinn er mjög smár. Bandaríkjamenn eru með ráð við þessu enda er það hverju orði sannara að "allt er til í Ameríku". Við fundum þessa skemmtilegu lausn á vefnum og það frá fleiri en einum framleiðanda. Fyrir ykkur sem eigið vini sem virðast alltaf fá minnsta fiskinn í hverri ferð er þetta frábær tækifærisgjöf, mér sýnist þetta í raun vera eitthvað sem á að vera klárt í öllum veiðitöskum.Leiðrétting: Okkur barst email frá Arnari sem leiðréttir að þetta er ekki frá USA heldur vinum okkar í Danmörku. "Takk fyrir fréttina um Fishy hands en ekki hafa þessa gargandi snilld af Dönunum í hönnunarfyrirtækinu MOEF.dk sem bjuggu þetta upphaflega til sem aprílgabb en fóru síðan að framleiða í alvöru eftir söfnun á Kickstarter. Myndbandið þeirra er stórkostlegt þar sem verið er að þróa hendurnar í "Institute of Perspective": https://www.youtube.com/watch?v=GILvbMeSk6U Sagan t.d. hér: https://www.taylorherring.com/fish-enhancing-hands/" Þarna hefði verið fínt að hafa þessar "hendur"
Stangveiði Mest lesið Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Veiði Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði Minnivallalækur vaknaður á þessu vori Veiði Sumarveiðin var aðeins fimm silungar Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði Byssusýning 2012 á Stokkseyri Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði