Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2023 21:00 Þær Agnes Elín Davíðsdóttir og Rakel Ósk Arnórsdóttir segjast hafa verið að missa sitt annað heimili með brotthvarfi listdansskólans Plié. Vísir/Arnar Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst. Listdansskólinn Plie hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Á mánudaginn var greint frá því að skólinn hafi neyðst til að skila lyklunum að húsnæði sínu í Víkurhvarfi í Kópavogi. Var í yfirlýsingu frá stjórnendum skólans sagt að bæði væri það vegna hækkandi leigu og vegna skorts á opinberum styrkjum, líkt og aðrar tómstundir hljóta. Nemendur skólans skrifuðu saman á rúðurnar áður en þær sögðu bless.Vísir/Arnar Nokkrir nemendur skólans eru skráðir til leiks á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Portúgal í lok þessa mánaðar. Þeir hafa hins vegar allir misst æfingahúsnæðið sitt, þar á meðal þær Rakel og Agnes. „Við vitum ekkert hvar við munum vera í næstu viku eða á morgun. Þannig við erum bara að reyna að finna einhverja sali til þess að æfa,“ segir Rakel Ósk Arnórsdóttir. Þannig þetta setur undirbúning fyrir mótið í smá uppnám? „Já, þetta er mjög erfitt.“ View this post on Instagram A post shared by Rakel Ósk (@rakel_dancer) Á mánudaginn hittust nemendur skólans fyrir utan húsnæðið til að kveðja skólann, sem hefur nú verið tekinn til gjaldþrotaskipta. „Við vorum að knúsast og kveðja Plié allar saman,“ segir Agnes Elín Davíðsdóttir. Stelpurnar kvöddu skólann saman. „Það var mjög erfitt því þetta er seinna heimilið okkar. Við erum margar hér að æfa í 20 tíma í viku. Við erum alltaf hérna á hverjum einasta degi í hverri einustu viku. Það er erfitt að vita að við erum aldrei að fara að koma hingað aftur,“ bætir Rakel við. Þær leita nú að húsnæði til að geta æft sig fyrir heimsmeistaramótið og er leitin ekki einföld. „Við getum ekki verið bara hvar sem er. Við þurfum að hafa almennilegt gólf og hátt upp til lofts því við erum með „acrobat“-nemendur sem eru að gera hættuleg „tricks“ og lyftur. Þá getum við ekki verið alls staðar. Það væri æðislegt ef einhver gæti hjálpað okkur með það,“ segir Rakel en hægt er að hafa samband við þær í gegnum netfangið [email protected]. Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Listdansskólinn Plie hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Á mánudaginn var greint frá því að skólinn hafi neyðst til að skila lyklunum að húsnæði sínu í Víkurhvarfi í Kópavogi. Var í yfirlýsingu frá stjórnendum skólans sagt að bæði væri það vegna hækkandi leigu og vegna skorts á opinberum styrkjum, líkt og aðrar tómstundir hljóta. Nemendur skólans skrifuðu saman á rúðurnar áður en þær sögðu bless.Vísir/Arnar Nokkrir nemendur skólans eru skráðir til leiks á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Portúgal í lok þessa mánaðar. Þeir hafa hins vegar allir misst æfingahúsnæðið sitt, þar á meðal þær Rakel og Agnes. „Við vitum ekkert hvar við munum vera í næstu viku eða á morgun. Þannig við erum bara að reyna að finna einhverja sali til þess að æfa,“ segir Rakel Ósk Arnórsdóttir. Þannig þetta setur undirbúning fyrir mótið í smá uppnám? „Já, þetta er mjög erfitt.“ View this post on Instagram A post shared by Rakel Ósk (@rakel_dancer) Á mánudaginn hittust nemendur skólans fyrir utan húsnæðið til að kveðja skólann, sem hefur nú verið tekinn til gjaldþrotaskipta. „Við vorum að knúsast og kveðja Plié allar saman,“ segir Agnes Elín Davíðsdóttir. Stelpurnar kvöddu skólann saman. „Það var mjög erfitt því þetta er seinna heimilið okkar. Við erum margar hér að æfa í 20 tíma í viku. Við erum alltaf hérna á hverjum einasta degi í hverri einustu viku. Það er erfitt að vita að við erum aldrei að fara að koma hingað aftur,“ bætir Rakel við. Þær leita nú að húsnæði til að geta æft sig fyrir heimsmeistaramótið og er leitin ekki einföld. „Við getum ekki verið bara hvar sem er. Við þurfum að hafa almennilegt gólf og hátt upp til lofts því við erum með „acrobat“-nemendur sem eru að gera hættuleg „tricks“ og lyftur. Þá getum við ekki verið alls staðar. Það væri æðislegt ef einhver gæti hjálpað okkur með það,“ segir Rakel en hægt er að hafa samband við þær í gegnum netfangið [email protected].
Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09
Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37