Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig Lóa Ólafsdóttir skrifar 9. júní 2023 08:01 Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. Þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður. Oft er þá lendingin að segja: „Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig.“ Á bak við slík orð er meiningin jafnan góð. Staðreyndin er þó sú að þegar tekist er á við breytingar og aukið álag sem krabbamein getur haft fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans hefur viðkomandi ekki alltaf getu eða burði til að biðja um aðstoð. Það getur líka verið stórt og erfitt skref að þiggja hjálpina. Flestir segja að það að finna samhug og stuðning frá nærumhverfinu hafi jákvæð áhrif á líðan þeirra og gefi styrk til að takast á við aðstæðurnar. Að sama skapi getur það verið erfið og íþyngjandi reynsla fyrir viðkomandi að upplifa ekki stuðning frá fólki sem væntingar voru um að yrðu til staðar. Sú upplifun hefur oft áhrif á samskiptin og tengslin til frambúðar. Oft tjáir fólk sig um að það hafi komið á óvart hverjir voru til staðar í veikindunum en líka hverjir voru það ekki. Vert er að hafa í huga að krabbamein hefur áhrif á alla fjölskylduna og oftast hafa bæði sá sem hefur greinst, maki og aðrir fjölskyldumeðlimir þörf fyrir samhug og stuðning frá umhverfinu. Ef einhver sem þér er annt um hefur greinst með krabbamein eða er náinn aðstandandi einstaklings sem greinst hefur með krabbamein gæti verið gott að hafa eftirfarandi í huga. Skoðaðu hvernig þér líður. Er eitthvað að valda þér óöryggi eða vanlíðan varðandi samskipti við viðkomandi eftir að krabbameinið greindist? Oft kann fólk vel að meta einlægni á borð við: „Ég veit ekki hvað ég á að segja.“ Okkur hættir stundum til að reyna að lesa í það hvað einstaklingurinn er að hugsa. Oft er betra að spyrja viðkomandi beint hvers hann þarfnast og hvernig honum finnst best að hafa hlutina. Vert er að hafa í huga að þarfirnar geta breyst frá einum tíma til annars. Á hvaða hátt sérðu fyrir þér að geta orðið að liði eða stutt við viðkomandi? Mikilvægt er að þú finnir þín mörk varðandi hve mikið svigrúm þú telur þig hafa og ætlir þér ekki um of. Yfirleitt er fólk ekki að biðja um að þú segir eitthvað til að því líði betur. Oft er besta gjöfin að hlusta og sýna skilning án þess að reyna að breyta líðan viðkomandi með of mikið af lausnum og ráðum. Forðastu að gefa ráðleggingar eða að bera reynslu viðkomandi saman við reynslu annarra sem þú þekkir nema að biðja um leyfi fyrir því áður. Við sem störfum sem faglegir ráðgjafar hjá Krabbameinsfélaginu heyrum oft fallegar sögur af því á hvaða hátt vinir og ættingjar eru til staðar fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Hér koma nokkrar hugmyndir og ef til vill getur þú nýtt einhverja þeirra. Bara það að senda reglulega hugulsöm skilaboð, til dæmis í gegnum messenger, tölvupóst, eða með því að hringja, getur gert meira en þig grunar. Gott er að taka fram að þú skiljir ef viðkomandi hefur ekki orku til að svara þér. Að bjóðast til að sækja barn/börn í skólann eða að gera eitthvað skemmtilegt með þeim getur verið mikil aðstoð. Stundum taka vinahópar sig til um ákveðið tímabil og skiptast á að færa fjölskyldunni mat einhvern dag eða daga í vikunni. Oft er orkan og einbeitingin til að framkvæma verk sem eru hluti af daglegu lífi af skornum skammti og á það bæði við þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans. Það getur því, til dæmis, verið mikil hjálp í að bjóðast til að versla í matinn, þrífa bílinn eða fara með hann í skoðun. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan og ekki síst þegar henni fylgir góður félagsskapur. Kannski gætir þú boðist til að fara reglulega með viðkomandi í göngutúr. Það er mikils virði fyrir þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans að næra gleðina og að hafa eitthvað til að hlakka til. Það þarf ekki alltaf að vera eitthvað stórt. Bara það að skipuleggja bíóferð eða að fara á kaffihús getur gefið tilbreytingu í lífið og hjálpað viðkomandi að dreifa huganum. Fyrir vinnufélaga og vinahópa er hægt að skrifa uppbyggileg orð eða skilaboð á miða til viðkomandi sem allir setja í eina krukku til dæmis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem starfar í ráðgjafateymi Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Sjá meira
Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. Þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður. Oft er þá lendingin að segja: „Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig.“ Á bak við slík orð er meiningin jafnan góð. Staðreyndin er þó sú að þegar tekist er á við breytingar og aukið álag sem krabbamein getur haft fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans hefur viðkomandi ekki alltaf getu eða burði til að biðja um aðstoð. Það getur líka verið stórt og erfitt skref að þiggja hjálpina. Flestir segja að það að finna samhug og stuðning frá nærumhverfinu hafi jákvæð áhrif á líðan þeirra og gefi styrk til að takast á við aðstæðurnar. Að sama skapi getur það verið erfið og íþyngjandi reynsla fyrir viðkomandi að upplifa ekki stuðning frá fólki sem væntingar voru um að yrðu til staðar. Sú upplifun hefur oft áhrif á samskiptin og tengslin til frambúðar. Oft tjáir fólk sig um að það hafi komið á óvart hverjir voru til staðar í veikindunum en líka hverjir voru það ekki. Vert er að hafa í huga að krabbamein hefur áhrif á alla fjölskylduna og oftast hafa bæði sá sem hefur greinst, maki og aðrir fjölskyldumeðlimir þörf fyrir samhug og stuðning frá umhverfinu. Ef einhver sem þér er annt um hefur greinst með krabbamein eða er náinn aðstandandi einstaklings sem greinst hefur með krabbamein gæti verið gott að hafa eftirfarandi í huga. Skoðaðu hvernig þér líður. Er eitthvað að valda þér óöryggi eða vanlíðan varðandi samskipti við viðkomandi eftir að krabbameinið greindist? Oft kann fólk vel að meta einlægni á borð við: „Ég veit ekki hvað ég á að segja.“ Okkur hættir stundum til að reyna að lesa í það hvað einstaklingurinn er að hugsa. Oft er betra að spyrja viðkomandi beint hvers hann þarfnast og hvernig honum finnst best að hafa hlutina. Vert er að hafa í huga að þarfirnar geta breyst frá einum tíma til annars. Á hvaða hátt sérðu fyrir þér að geta orðið að liði eða stutt við viðkomandi? Mikilvægt er að þú finnir þín mörk varðandi hve mikið svigrúm þú telur þig hafa og ætlir þér ekki um of. Yfirleitt er fólk ekki að biðja um að þú segir eitthvað til að því líði betur. Oft er besta gjöfin að hlusta og sýna skilning án þess að reyna að breyta líðan viðkomandi með of mikið af lausnum og ráðum. Forðastu að gefa ráðleggingar eða að bera reynslu viðkomandi saman við reynslu annarra sem þú þekkir nema að biðja um leyfi fyrir því áður. Við sem störfum sem faglegir ráðgjafar hjá Krabbameinsfélaginu heyrum oft fallegar sögur af því á hvaða hátt vinir og ættingjar eru til staðar fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Hér koma nokkrar hugmyndir og ef til vill getur þú nýtt einhverja þeirra. Bara það að senda reglulega hugulsöm skilaboð, til dæmis í gegnum messenger, tölvupóst, eða með því að hringja, getur gert meira en þig grunar. Gott er að taka fram að þú skiljir ef viðkomandi hefur ekki orku til að svara þér. Að bjóðast til að sækja barn/börn í skólann eða að gera eitthvað skemmtilegt með þeim getur verið mikil aðstoð. Stundum taka vinahópar sig til um ákveðið tímabil og skiptast á að færa fjölskyldunni mat einhvern dag eða daga í vikunni. Oft er orkan og einbeitingin til að framkvæma verk sem eru hluti af daglegu lífi af skornum skammti og á það bæði við þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans. Það getur því, til dæmis, verið mikil hjálp í að bjóðast til að versla í matinn, þrífa bílinn eða fara með hann í skoðun. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan og ekki síst þegar henni fylgir góður félagsskapur. Kannski gætir þú boðist til að fara reglulega með viðkomandi í göngutúr. Það er mikils virði fyrir þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans að næra gleðina og að hafa eitthvað til að hlakka til. Það þarf ekki alltaf að vera eitthvað stórt. Bara það að skipuleggja bíóferð eða að fara á kaffihús getur gefið tilbreytingu í lífið og hjálpað viðkomandi að dreifa huganum. Fyrir vinnufélaga og vinahópa er hægt að skrifa uppbyggileg orð eða skilaboð á miða til viðkomandi sem allir setja í eina krukku til dæmis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem starfar í ráðgjafateymi Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar