Í vetur var tekin ákvörðun um að aðskilja 1.-7. bekk Hörðuvallaskóla frá unglingadeildinni og stofna nýjan skóla fyrir unglingadeildina. Kóraskóli er staðsettur í sama húsnæði og 8.-10. bekkur Hörðuvallaskóla var, við Vallakór 12-14 í Kópavogi. Húsnæðið liggur að Kórnum, íþróttamiðstöð HK.
Nemendur Hörðuvallaskóla komu með tillögur að nafni á nýja skólann og í kjölfarið var kosið milli tveggja tillaga. Lendingin var sú að skólinn skyldi heita Kóraskóli.