Smáhýsin í Laugardal standa enn auð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2023 17:30 Ragnar Erling segir í samtali við Vísi að heimilislausir í borginni séu orðnir afar óþreyjufullir. Biðin sé óþolandi. Vísir/Steingrímur Dúi Smáhýsi fyrir heimilislaust fólk í Laugardal, sem reist voru í lok febrúar standa enn auð. Ragnar Erling Hannesson, sem hefur beitt sér í málefnum heimilislausra segir ástandið í málaflokknum grafalvarlegt. Vísir greindi frá því þann 28.febrúar síðastliðinn að fimm smáhýsum fyrir heimilislausa hefði verið komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík. Framkvæmdir höfðu þá staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan febrúar. Í samtali við kvöldfréttir RÚV þann 18.maí síðastliðinn sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að unnið væri að því að gera húsin íbúðarhæf. Ýmislegt þyrfti að gera áður en hægt væri að flytja inn. Heiða Björg sagðist þó búast við því húsin yrðu í notkun um mánaðamótin. Jafnframt kom fram að aðsókn í smáhýsin væri mikil og að fleiri sambærileg myndu rísa fljótlega. Hins vegar er ljóst fá úrræði eru fyrir heimilislaust fólk. Langþreyttir á biðinni Ragnar Erling segir í samtali við Vísi að heimilislausir í borginni séu orðnir afar óþreyjufullir. Biðin sé óþolandi. „Ég er búinn að fá þær upplýsingar hjá Félagsmálastofnun að það er engin úthlutun búin að fara fram. Í dag, 11.júní standa smáhýsin tilbúin og eru algjörlega auð og ónotuð.Á meðan er fólk með fíknisjúkdóma að deyja á götunni.“ Ragnar Erling fer ekki leynt með það að hann telji Heiðu Björg og starfsfólks velferðarsviðs vera beinlínis ábyrg fyrir þessum dauðsföllum. „Ef við erum ekki með þak yfir höfuðið þá höfum við engan grunn til að byggja upp okkar líf, hvað þá til losna undan þjáningunni sem veldur því að við notum fíkniefni. Þetta fólk var ráðið til þess að sjá um þessi mál. Þau eru ráðin til að sjá um velferð okkar. Þau eru ekki að sinna því, og þar af leiðandi er fólk að deyja.“ Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 „Það bara flytja inn á mann menn hérna“ Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. 13. febrúar 2023 08:31 Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. 5. október 2022 13:59 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Vísir greindi frá því þann 28.febrúar síðastliðinn að fimm smáhýsum fyrir heimilislausa hefði verið komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík. Framkvæmdir höfðu þá staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan febrúar. Í samtali við kvöldfréttir RÚV þann 18.maí síðastliðinn sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að unnið væri að því að gera húsin íbúðarhæf. Ýmislegt þyrfti að gera áður en hægt væri að flytja inn. Heiða Björg sagðist þó búast við því húsin yrðu í notkun um mánaðamótin. Jafnframt kom fram að aðsókn í smáhýsin væri mikil og að fleiri sambærileg myndu rísa fljótlega. Hins vegar er ljóst fá úrræði eru fyrir heimilislaust fólk. Langþreyttir á biðinni Ragnar Erling segir í samtali við Vísi að heimilislausir í borginni séu orðnir afar óþreyjufullir. Biðin sé óþolandi. „Ég er búinn að fá þær upplýsingar hjá Félagsmálastofnun að það er engin úthlutun búin að fara fram. Í dag, 11.júní standa smáhýsin tilbúin og eru algjörlega auð og ónotuð.Á meðan er fólk með fíknisjúkdóma að deyja á götunni.“ Ragnar Erling fer ekki leynt með það að hann telji Heiðu Björg og starfsfólks velferðarsviðs vera beinlínis ábyrg fyrir þessum dauðsföllum. „Ef við erum ekki með þak yfir höfuðið þá höfum við engan grunn til að byggja upp okkar líf, hvað þá til losna undan þjáningunni sem veldur því að við notum fíkniefni. Þetta fólk var ráðið til þess að sjá um þessi mál. Þau eru ráðin til að sjá um velferð okkar. Þau eru ekki að sinna því, og þar af leiðandi er fólk að deyja.“
Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 „Það bara flytja inn á mann menn hérna“ Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. 13. febrúar 2023 08:31 Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. 5. október 2022 13:59 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20
Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01
„Það bara flytja inn á mann menn hérna“ Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. 13. febrúar 2023 08:31
Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. 5. október 2022 13:59