Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júní 2023 06:42 Þúsundir kjarnaodda eru reiðubúnir til notkunar. Getty Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. Stofnunin segir 12.512 kjarnaodda til í heiminum, þar af 9.576 sem eru hluti af vopnabirgðum ríkja og reiðubúnir til notkunar. Um er að ræða fjölgun um 86 frá því fyrir ári. Sipri segir 60 af þessum 86 tilheyra Kína. Þá eru Rússar sagðir hafa fjölgað um tólf, Pakistan um fimm, Norður-Kórea um fimm og Indland um fjóra. Aðeins tvö ár eru liðin frá því að ríkin fimm sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Bandaríkin, Rússland, Kína, Bretland og Frakkland, ályktuðu að „kjarnorkustríð getur ekki unnist og má aldrei verða háð“. Bandaríkjamenn og Rússland eiga um 90 prósent allra kjarnavopna í heiminum, Rússar 4.489 og Bandaríkin 3.708. Sipri áætlar að um 3.844 kjarnaoddar séu „virkir“, það er að segja til reiðu til notkunar í flugvélum eða kafbátum. Af þessum 3.844 eru um það bil 2.000 sagðir þegar á flugskeytum eða „á lager“ á herstöðvum sem hýsa sprengjuflugvélar. Sipri segir að dregið hafi úr gagnsæi hvað varðar kjarnorkuvopnabirgðir heimsins en Kína hafi til að mynda aldrei gefið upp hvað þeir eigi mörg kjarnavopn. Hins vegar sé vitað að þeir hafi verið að styrkja hernaðarlega innviði og bæta við sig kjarnorkusprengjum. „Það verður sífellt erfiðara að sætta það við yfirlýst markmið Kína um að búa aðeins að lágmarks kjarnorkuvopnagetu til að tryggja þjóðaröryggi,“ segir Hans M Kristensen. „Við erum að fljóta inn í eitt hættulegasta tímabil mannkynssögunnar,“ segir Dan Smith, framkvæmdastjóri hjá Sipri. „Það er gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnir heims finni leiðir til að draga úr pólitískri spennu, hægja á vopnakapphlaupinu og fást við versnandi afleiðingar umhverfishamfara og aukið hungur.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Kína Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Stofnunin segir 12.512 kjarnaodda til í heiminum, þar af 9.576 sem eru hluti af vopnabirgðum ríkja og reiðubúnir til notkunar. Um er að ræða fjölgun um 86 frá því fyrir ári. Sipri segir 60 af þessum 86 tilheyra Kína. Þá eru Rússar sagðir hafa fjölgað um tólf, Pakistan um fimm, Norður-Kórea um fimm og Indland um fjóra. Aðeins tvö ár eru liðin frá því að ríkin fimm sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Bandaríkin, Rússland, Kína, Bretland og Frakkland, ályktuðu að „kjarnorkustríð getur ekki unnist og má aldrei verða háð“. Bandaríkjamenn og Rússland eiga um 90 prósent allra kjarnavopna í heiminum, Rússar 4.489 og Bandaríkin 3.708. Sipri áætlar að um 3.844 kjarnaoddar séu „virkir“, það er að segja til reiðu til notkunar í flugvélum eða kafbátum. Af þessum 3.844 eru um það bil 2.000 sagðir þegar á flugskeytum eða „á lager“ á herstöðvum sem hýsa sprengjuflugvélar. Sipri segir að dregið hafi úr gagnsæi hvað varðar kjarnorkuvopnabirgðir heimsins en Kína hafi til að mynda aldrei gefið upp hvað þeir eigi mörg kjarnavopn. Hins vegar sé vitað að þeir hafi verið að styrkja hernaðarlega innviði og bæta við sig kjarnorkusprengjum. „Það verður sífellt erfiðara að sætta það við yfirlýst markmið Kína um að búa aðeins að lágmarks kjarnorkuvopnagetu til að tryggja þjóðaröryggi,“ segir Hans M Kristensen. „Við erum að fljóta inn í eitt hættulegasta tímabil mannkynssögunnar,“ segir Dan Smith, framkvæmdastjóri hjá Sipri. „Það er gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnir heims finni leiðir til að draga úr pólitískri spennu, hægja á vopnakapphlaupinu og fást við versnandi afleiðingar umhverfishamfara og aukið hungur.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Kína Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira