Búið var að lofa sólskini á laugardag og fór því um marga þegar fyrstu leikirnir fóru fram í skúrum. Fljótlega rættist úr veðurspánni og sólin skein á keppendur það sem eftir lifði móts. Mikið var um falleg tilþrif en sömuleiðis eitthvað um bellibrögð hjá leikmönnum, enda fleira leyfilegt í götubolta en hefðbundnum körfubolta.
Tómas Steindórsson, útvarpsmaður og körfuboltasérfræðingur, stjórnaði mótinu með tryggri hendi og að hætti X-ins var spilað undir þungarokkstónlist.
„Þetta gekk mjög vel, veðrið lék við okkur og leikmenn létu ekki kappið bera fegurðina ofurliði,“ sagði Tómas í stuttu samtali við Vísi að móti loknu.
Svo fór að liðið Hoops I did it again sigraði mótið nokkuð örugglega eftir sigur á Fasteignafélaginu, sem lenti í öðru sæti.
Í þriðja sæti varð liðið Subway sem hafði betur gegn Kokkalandsliðinu í leik um þriðja sætið.
Hér að neðan má sjá myndir frá mótinu.












