Þá verður rætt við ræðukóng liðins vetrar á Alþingi sem segir það þó ekki vera sérstakt markmið sitt að tala sem mest í ræðupúlti þingsins.
Einnig förum við yfir feril Silvio Berlusconis fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu en fáir stjórnmálamenn í Evrópu hafa verið eins umdeildir og hann síðustu áratugi.
En endingu verður rætt við borgarstjóra sem segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum.