Stígðu fram og taktu pláss Grace Achieng skrifar 12. júní 2023 12:00 Ég var kosin í stjórn Félag kvenna í atvinnulífinu - FKA með meirihluta atkvæða, 177 af 294 til að vera nákvæm. Ég er svo þakklát fyrir að félagskonur FKA hafi tekið eftir vinnu minni innan félagsins og ekki síður séð þörfina fyrir aukna fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu enda er FKA hreyfiafl jákvæðra breytinga. Ég fékk þessa kosningu vegna þess að ég þorði að rétti upp hönd, eitthvað sem konur af erlendum uppruna þora ekki alltaf að gera, sérstaklega þær sem ekki eru hvítar. Ég vil nota stjórnarsæti mitt til að standa í forsvari fyrir þá sem eru minni máttar og eru ósýnileg í samfélaginu. Ég tengi við konuna sem hefur alltaf setið aftast, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Ég vil sýna að allir geta stigið fram og látið í sér heyra. Ég vil sýna stúlkum og konum að þú getur rétt upp hönd og látið í þér heyra óháð þjóðerni, kynþætti, samfélagsstöðu eða hvaða skilgreiningu sem er. Bara þorðu að stíga fram og taka pláss. Þar að auki tel ég mig þurfa að tala fyrir hönd kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaðnum og sérstaklega þeirra sem ekki eru hvítar á hörund. Konur af erlendum uppruna eru minnihlutahópur sem þurfa á fleiri málsvörum að halda. En innan þess hóps lendir fólk líka í ákveðinni goggunarröð eftir húðlit, í efsta þrepinu eru hvítir Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadabúar og aðrir vestur Evrópubúar. Þar á eftir koma austur Evrópubúar, síðan Asíubúar og brúnt / svart fólk sem rekur lestina. Því dekkri sem húðin er því neðar ertu í fæðukeðjunni. Þrátt fyrir að vera með menntun og standast hæfniskröfur erum við ekki ráðin í fínni störf, þurfum að sætta okkur við láglaunastörf sem hafa litla möguleika til framþróunar til þess að geta greitt reikninga og dregið fram lífið. Tungumálið er oft notað sem ástæða en það virðist ekki vera vandamál þegar hvítt fólk er ráðið í þessi störf. Ég hef séð þetta með eigin augum. Ég tel að vinnumarkaðurinn sé að missa af svo miklu þar sem hæfileikaríkt fólk er vannýtt, fólk með sköpunargáfu og ólíka sýn á hlutina sem gæti eflt samfélagið en er haldið niðri markað menningartengdum úreldum stereótýpum. Ég er fyrsta svarta konan og önnur af erlendum uppruna til að vera í stjórn FKA en ég mun ekki verða sú síðasta. Við getum öll orðið fyrirmyndir ef við fáum sömu tækifærin og ég vil sjá fleiri fyrirmyndir sem líkjast mér. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að eiga sér fyrirmyndir sem maður tengir við – að sjá ljóslifandi birtingarmyndir drauma sinna. Það er eitthvað við það að sjá einhvern sem líkist manni sjálfum sem gerir draumana raunverulegri. Það gefur manni möguleikann á að leyfa sér að dreyma og endurskilgreina sig. Að stíga fram og taka pláss. Ég vil því nota þennan vettvang í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Ég óska þess heitt að framganga mín ásamt annarra í stjórninni opni hliðið fyrir öllum konum. Höfundur er stjórnarkona í Félagi kvenna í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Sjá meira
Ég var kosin í stjórn Félag kvenna í atvinnulífinu - FKA með meirihluta atkvæða, 177 af 294 til að vera nákvæm. Ég er svo þakklát fyrir að félagskonur FKA hafi tekið eftir vinnu minni innan félagsins og ekki síður séð þörfina fyrir aukna fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu enda er FKA hreyfiafl jákvæðra breytinga. Ég fékk þessa kosningu vegna þess að ég þorði að rétti upp hönd, eitthvað sem konur af erlendum uppruna þora ekki alltaf að gera, sérstaklega þær sem ekki eru hvítar. Ég vil nota stjórnarsæti mitt til að standa í forsvari fyrir þá sem eru minni máttar og eru ósýnileg í samfélaginu. Ég tengi við konuna sem hefur alltaf setið aftast, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Ég vil sýna að allir geta stigið fram og látið í sér heyra. Ég vil sýna stúlkum og konum að þú getur rétt upp hönd og látið í þér heyra óháð þjóðerni, kynþætti, samfélagsstöðu eða hvaða skilgreiningu sem er. Bara þorðu að stíga fram og taka pláss. Þar að auki tel ég mig þurfa að tala fyrir hönd kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaðnum og sérstaklega þeirra sem ekki eru hvítar á hörund. Konur af erlendum uppruna eru minnihlutahópur sem þurfa á fleiri málsvörum að halda. En innan þess hóps lendir fólk líka í ákveðinni goggunarröð eftir húðlit, í efsta þrepinu eru hvítir Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadabúar og aðrir vestur Evrópubúar. Þar á eftir koma austur Evrópubúar, síðan Asíubúar og brúnt / svart fólk sem rekur lestina. Því dekkri sem húðin er því neðar ertu í fæðukeðjunni. Þrátt fyrir að vera með menntun og standast hæfniskröfur erum við ekki ráðin í fínni störf, þurfum að sætta okkur við láglaunastörf sem hafa litla möguleika til framþróunar til þess að geta greitt reikninga og dregið fram lífið. Tungumálið er oft notað sem ástæða en það virðist ekki vera vandamál þegar hvítt fólk er ráðið í þessi störf. Ég hef séð þetta með eigin augum. Ég tel að vinnumarkaðurinn sé að missa af svo miklu þar sem hæfileikaríkt fólk er vannýtt, fólk með sköpunargáfu og ólíka sýn á hlutina sem gæti eflt samfélagið en er haldið niðri markað menningartengdum úreldum stereótýpum. Ég er fyrsta svarta konan og önnur af erlendum uppruna til að vera í stjórn FKA en ég mun ekki verða sú síðasta. Við getum öll orðið fyrirmyndir ef við fáum sömu tækifærin og ég vil sjá fleiri fyrirmyndir sem líkjast mér. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að eiga sér fyrirmyndir sem maður tengir við – að sjá ljóslifandi birtingarmyndir drauma sinna. Það er eitthvað við það að sjá einhvern sem líkist manni sjálfum sem gerir draumana raunverulegri. Það gefur manni möguleikann á að leyfa sér að dreyma og endurskilgreina sig. Að stíga fram og taka pláss. Ég vil því nota þennan vettvang í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Ég óska þess heitt að framganga mín ásamt annarra í stjórninni opni hliðið fyrir öllum konum. Höfundur er stjórnarkona í Félagi kvenna í atvinnulífinu.
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar