Nýr vefur sem sýnir bestu tjaldsvæðin eftir veðri Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júní 2023 17:30 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að tjaldvefur Blika.is sé ekki bara góður veðurspárvefur heldur einnig einn besti upplýsingavefur um tjaldsvæði á landinu. Samsett/Skjáskot/Bylgjan Veðursíðan Blika.is býður upp á tjaldvefinn Tjald en þar má sjá nákvæmar upplýsingar um öll tjaldsvæði landsins. Ekki nóg með það heldur er hægt að flokka tjaldsvæðin eftir því hvar besta veðrið er hverju sinni. „Þetta er búið að vera til í tvö til þrjú ár en verið lágstemmt, verið hliðarafurð Bliku. En nú var ákveðið að leggja meiri vinnu í að hafa upplýsingarnar um tjaldstæðin rétt,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um vefinn í samtali við Vísi. „Við erum búin að vera í miklu sambandi við tjaldstæðin og þau sendu okkur bæði myndir og upplýsingar,“ sagði hann um vefinn sem væri eins og nýr sökum þess hve mikið væri búið að bæta hann. Einn besti upplýsingavefur um tjaldstæði á landinu Vefurinn er ekki bara veðurvefur heldur einnig einn besti upplýsingavefur um tjaldstæði á landinu, að sögn Einars. Einar fór í Reykjavík síðdegis til að ræða tjaldvefinn og veðrið í vikunni.Bylgjan „Um leið og þetta er auðvitað spávefur fyrir veðrið á þessum tjaldstæðum inni í spákerfi Bliku þar sem eru tíu þúsund staðir, auðvitað lítið brot af þeim stöðum, þá er þetta líka einn besti upplýsingavefur um tjaldstæði á landinu,“ segir hann. „Tjalda.is var með þetta á sínum tíma. Hún er til en hún var keypt upp af einhverjum af þessum fyrirtækjum sem eru með forbókun á tjaldstæðun eins og er orðið í þjóðgörðunum.“ „Þannig þau eru kannski ekki að leggja áherslu á að vera með fullkomna upplýsingasíðu um tjaldstæði á landinu heldur meira að horfa á sín tjaldstæði,“ segir Einar um Tjalda.is sem virðist vera í eigu fyrirtækisins Parka. Uppfæra veðrið á sex tíma fresti Veðurvefurinn Blika.is hefur verið til síðan 2019 en hann keyrir WRF-líkan í þriggja kílómetra upplausn. „Við tökum grunnspár erlendis frá og þetta er keyrt fjórum sinnum dag, á sex tíma fresti. Það eru svoleiðis kröfur gerðar til fínkvarðaspár. Þá næst ýmis staðaráhrif sem nást ekki með þessum hnattrænu líkönum.“ En ef ég fer inn á Bliku þá finn ég Tjald, tjaldvef Bliku? „Jú, þá kemur upp kort með fullt af tjöldum, öll tjaldstæðin sem eru þarna inni og eru vítt og breitt um landið. Þarna eru líka inni skálar Ferðafélagsins til dæmis,“ segir Einar um tjaldvefinn. „Þú getur valið svæði og þar eru upplýsingar um tjaldstæðin, hvað kostar, hvort það sé rafmagn og netsamband og eitthvað fleira, sturta og þvottavél.“ Hér má sjá kort af tjaldstæðum á tjaldvef Blika.is.Skjáskot Fólk geti fundið besta tjaldveðrið Það sem dregur fólk að síðunni er hins vegar eflaust fítusinn „Finna besta tjaldveðrið“ en þar er hægt að velja dagsetningar ákveðið langt fram í tímann til að finna hvar bestu tjaldstæðin eru með tilliti til veðurs. „Síðan er þarna til hliðar dálítið sem er mjög vinsælt ef fólk er að leita að tjaldstæðum eftir besta veðrinu. Þá geturðu látið raða tjaldstæðum niður eftir veðri.“ Sjá einnig: Nýr tjaldvefur raðar tjaldsvæðum eftir því hvar besta veðrið er „Þetta er heimatilbúin aðferð sem gefur veðurstig út frá spá um sól, vind, úrkomulíkur og skýjafar og svoleiðis. Þá er smá fítus hjá okkur sem raðar þessu upp,“ segir Einar um fítusinn sem flokkar öll tjaldsvæði vefsins eftir frá besta til versta veðrinu. Neðst séu yfirleitt tjaldstæði á Hálendinu sem eru í þúsund metra hæð. Flesta daga eru þau neðst vegna kuldans sem er þar en „þegar þú ert að tjalda á Hálendinu ertu kannski ekki endilega að leita að besta veðrinu heldur aðstöðunni,“ segir Einar. „Þetta breytist í hverri keyrslu svo listinn getur breyst á sex tíma fresti,“ segir Einar um listann. „Svo geturðu valið landshluta og látið velja á milli tjaldsvæða innan landshlutans.“ Veður Tjaldsvæði Tengdar fréttir Kærkomin hlý tunga í miðri viku Austurlandið er í sérflokki veðurfarslega séð um þessar mundir en köflótt verður á vesturhelmingi landsins næstu daga. Á þjóðhátíðardaginn eru mestar líkur á rigningu á Vestfjörðum. 12. júní 2023 11:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Þetta er búið að vera til í tvö til þrjú ár en verið lágstemmt, verið hliðarafurð Bliku. En nú var ákveðið að leggja meiri vinnu í að hafa upplýsingarnar um tjaldstæðin rétt,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um vefinn í samtali við Vísi. „Við erum búin að vera í miklu sambandi við tjaldstæðin og þau sendu okkur bæði myndir og upplýsingar,“ sagði hann um vefinn sem væri eins og nýr sökum þess hve mikið væri búið að bæta hann. Einn besti upplýsingavefur um tjaldstæði á landinu Vefurinn er ekki bara veðurvefur heldur einnig einn besti upplýsingavefur um tjaldstæði á landinu, að sögn Einars. Einar fór í Reykjavík síðdegis til að ræða tjaldvefinn og veðrið í vikunni.Bylgjan „Um leið og þetta er auðvitað spávefur fyrir veðrið á þessum tjaldstæðum inni í spákerfi Bliku þar sem eru tíu þúsund staðir, auðvitað lítið brot af þeim stöðum, þá er þetta líka einn besti upplýsingavefur um tjaldstæði á landinu,“ segir hann. „Tjalda.is var með þetta á sínum tíma. Hún er til en hún var keypt upp af einhverjum af þessum fyrirtækjum sem eru með forbókun á tjaldstæðun eins og er orðið í þjóðgörðunum.“ „Þannig þau eru kannski ekki að leggja áherslu á að vera með fullkomna upplýsingasíðu um tjaldstæði á landinu heldur meira að horfa á sín tjaldstæði,“ segir Einar um Tjalda.is sem virðist vera í eigu fyrirtækisins Parka. Uppfæra veðrið á sex tíma fresti Veðurvefurinn Blika.is hefur verið til síðan 2019 en hann keyrir WRF-líkan í þriggja kílómetra upplausn. „Við tökum grunnspár erlendis frá og þetta er keyrt fjórum sinnum dag, á sex tíma fresti. Það eru svoleiðis kröfur gerðar til fínkvarðaspár. Þá næst ýmis staðaráhrif sem nást ekki með þessum hnattrænu líkönum.“ En ef ég fer inn á Bliku þá finn ég Tjald, tjaldvef Bliku? „Jú, þá kemur upp kort með fullt af tjöldum, öll tjaldstæðin sem eru þarna inni og eru vítt og breitt um landið. Þarna eru líka inni skálar Ferðafélagsins til dæmis,“ segir Einar um tjaldvefinn. „Þú getur valið svæði og þar eru upplýsingar um tjaldstæðin, hvað kostar, hvort það sé rafmagn og netsamband og eitthvað fleira, sturta og þvottavél.“ Hér má sjá kort af tjaldstæðum á tjaldvef Blika.is.Skjáskot Fólk geti fundið besta tjaldveðrið Það sem dregur fólk að síðunni er hins vegar eflaust fítusinn „Finna besta tjaldveðrið“ en þar er hægt að velja dagsetningar ákveðið langt fram í tímann til að finna hvar bestu tjaldstæðin eru með tilliti til veðurs. „Síðan er þarna til hliðar dálítið sem er mjög vinsælt ef fólk er að leita að tjaldstæðum eftir besta veðrinu. Þá geturðu látið raða tjaldstæðum niður eftir veðri.“ Sjá einnig: Nýr tjaldvefur raðar tjaldsvæðum eftir því hvar besta veðrið er „Þetta er heimatilbúin aðferð sem gefur veðurstig út frá spá um sól, vind, úrkomulíkur og skýjafar og svoleiðis. Þá er smá fítus hjá okkur sem raðar þessu upp,“ segir Einar um fítusinn sem flokkar öll tjaldsvæði vefsins eftir frá besta til versta veðrinu. Neðst séu yfirleitt tjaldstæði á Hálendinu sem eru í þúsund metra hæð. Flesta daga eru þau neðst vegna kuldans sem er þar en „þegar þú ert að tjalda á Hálendinu ertu kannski ekki endilega að leita að besta veðrinu heldur aðstöðunni,“ segir Einar. „Þetta breytist í hverri keyrslu svo listinn getur breyst á sex tíma fresti,“ segir Einar um listann. „Svo geturðu valið landshluta og látið velja á milli tjaldsvæða innan landshlutans.“
Veður Tjaldsvæði Tengdar fréttir Kærkomin hlý tunga í miðri viku Austurlandið er í sérflokki veðurfarslega séð um þessar mundir en köflótt verður á vesturhelmingi landsins næstu daga. Á þjóðhátíðardaginn eru mestar líkur á rigningu á Vestfjörðum. 12. júní 2023 11:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Kærkomin hlý tunga í miðri viku Austurlandið er í sérflokki veðurfarslega séð um þessar mundir en köflótt verður á vesturhelmingi landsins næstu daga. Á þjóðhátíðardaginn eru mestar líkur á rigningu á Vestfjörðum. 12. júní 2023 11:15