Heimildin greinir frá þessari tengingu framkvæmda- og aðstoðarframkvæmdastjóra samtakanna. Einar Sigurjón Oddsson hagfræðingur er eiginmaður Önnu Hrefnu og yngri bróðir Sigríðar.
Tilkynnt var um ráðningu nýs framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í gær en Halldór Benjamín Þorbergsson, fráfarandi framkvæmdastjóri samtakanna, sagði starfi sínu lausu í mars til að taka við starfi forstjóra fasteignafélagsins Regins.
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Heimildina að tengsl mágkvennanna hafi ekki verið tekin til skoðunar í ráðningarferlinu. „Ég get ómögulega komið auga á að slík tengsl verði eitthvað vandamál,“ segir hann.