Bellingham orðinn leikmaður Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2023 10:30 Orðinn leikmaður Real Madríd. Richard Heathcote/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham er orðinn leikmaður Real Madríd. Gæti hann orðið dýrasti Englendingur sögunnar. Spænska stórveldið hefur fest kaup á enska ungstirninu fyrir 88,5 milljónir punda [15,5 milljarða íslenskra króna]. Vitað var að Bellingham væri á förum frá Borussia Dortmund í sumar og undanfarið hefur allt bent til þess að Real Madríd yrði fyrir valinu. Það hefur nú verið staðfest en á samfélagsmiðlum félagsins má sjá tilvitnun í lagið Hey Jude með Bítlunum áður en Bellingham er boðinn velkominn. Take a sad song and make it better. — Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Heildarverð leikmannsins gæti endað í 115 milljónum punda [20 milljörðum íslenskra króna] fari svo að Bellingham uppfylli öll árangurstengd ákvæði í samningi sínum við Real. Það myndi gera hann að dýrasti Englendingi sögunnar og næstdýrasta leikmanni Real frá upphafi á eftir Eden Hazard. Bellingham, sem verður tvítugur síðar í mánuðinum, skrifaði undir sex ára samning á Santiago Bernabéu í Madríd. Hann er fastamaður í enska A-landsliðinu, hefur spilað 24 leiki og skorað eitt mark. @BellinghamJude #HeyJude pic.twitter.com/Fm1Pw3brEs— Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Hann verður sjötti karlmaðurinn frá Englandi til að spila fyrir Real. Hinir fimm eru Lauri Cunningham [1979-84], Steve McManaman [1999-2003], David Beckham [2003-07], Michael Owen [2004-05] og Jonathan Woodgate [2004-07]. Þrátt fyrir ungan aldur verður Spánn þriðja landið sem Bellingham spilar í. Ferill hans hófst hjá Birmingham City í ensku B-deildinni. Þaðan lá leiðin til þýska stórliðsins Borussia Dortmund sumarið 2020 og nú til stórveldisins í Madríd. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Spænska stórveldið hefur fest kaup á enska ungstirninu fyrir 88,5 milljónir punda [15,5 milljarða íslenskra króna]. Vitað var að Bellingham væri á förum frá Borussia Dortmund í sumar og undanfarið hefur allt bent til þess að Real Madríd yrði fyrir valinu. Það hefur nú verið staðfest en á samfélagsmiðlum félagsins má sjá tilvitnun í lagið Hey Jude með Bítlunum áður en Bellingham er boðinn velkominn. Take a sad song and make it better. — Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Heildarverð leikmannsins gæti endað í 115 milljónum punda [20 milljörðum íslenskra króna] fari svo að Bellingham uppfylli öll árangurstengd ákvæði í samningi sínum við Real. Það myndi gera hann að dýrasti Englendingi sögunnar og næstdýrasta leikmanni Real frá upphafi á eftir Eden Hazard. Bellingham, sem verður tvítugur síðar í mánuðinum, skrifaði undir sex ára samning á Santiago Bernabéu í Madríd. Hann er fastamaður í enska A-landsliðinu, hefur spilað 24 leiki og skorað eitt mark. @BellinghamJude #HeyJude pic.twitter.com/Fm1Pw3brEs— Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Hann verður sjötti karlmaðurinn frá Englandi til að spila fyrir Real. Hinir fimm eru Lauri Cunningham [1979-84], Steve McManaman [1999-2003], David Beckham [2003-07], Michael Owen [2004-05] og Jonathan Woodgate [2004-07]. Þrátt fyrir ungan aldur verður Spánn þriðja landið sem Bellingham spilar í. Ferill hans hófst hjá Birmingham City í ensku B-deildinni. Þaðan lá leiðin til þýska stórliðsins Borussia Dortmund sumarið 2020 og nú til stórveldisins í Madríd. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira