Ríkisstjórnin bjóði upp á ófremdarástand fyrir fatlaða Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 11:33 María Pétursdóttir er formaður húsnæðismálahóps ÖBÍ. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent ákall til ríkisstjórnarinnar að bregðast við því sem bandalagið kallar ófremdarástand í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Bandalagið segir ríkisstjórnina fá falleinkunn. Húsnæðismálahópur Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að ríkisstjórnin bregðist við ástandinu í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Í áskorun sem hópurinn sendi frá sér í dag segir meðal annars að tryggja þurfi betra öryggi fólks sem hefur skammtíma leigusamninga gagnvart hækkun umfram vísitölu. Það þurfi að gera það óheimilt að hækka leiguna umfram hana. Háalvarleg staða María Pétursdóttir, formaður húsnæðismálahópsins, segir að yfirvöld fái falleinkunn þegar kemur að því að tryggja fötluðu fólki stuðning í húsnæðismálum. „Það hefur alltaf verið vitað að það eru fleiri fatlaðir á leigumarkaðnum heldur en á eignamarkaðnum. Það sýnir sig í okkar könnun og það eru í kringum tuttugu prósent fleiri sem eiga sitt eigið húsnæði af ófötluðu fólki heldur en fötluðu fólki. Sem er háalvarleg staða. Þessi hópur sem hefur það hvað verst er, það er ansi mikið af fötluðu fólki innan þess hóps,“ segir María. Of lítið of seint Þá komi aðhaldsaðgerðir og stýrivaxtahækkanir verulega niður á öryrkjum þrátt fyrir að þeir séu lítill valdur að hækkandi verðbólgu. „Biðlistar eru alveg hrikalega langir alls staðar. Að jafnaði þarf fólk að bíða í þrjú ár eða meira á svona biðlistum. Þannig þetta er bara hrikalegt ástand. Það er vel að bæta við stofnframlögum eitt og eitt ár í senn en það er mjög vanhugsað að mæta ekki uppsafnaðri íbúðaþörf landsmanna. Það er bara too little to late í rauninni,“ segir María. Ástandið ekki boðlegt Hún segir að það sé deginum ljósara að ekki fái allir sömu tækifærin í lífinu. „Þetta er einn tekjulægsti hópur þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara ekki boðlegt ástand og að ríkisstjórnin skuli ekki koma inn í með meiri aðhaldsaðgerðir heldur en gerðar hafa verið er bara að okkar mati ótækt,“ segir María. Málefni fatlaðs fólks Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Húsnæðismálahópur Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að ríkisstjórnin bregðist við ástandinu í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Í áskorun sem hópurinn sendi frá sér í dag segir meðal annars að tryggja þurfi betra öryggi fólks sem hefur skammtíma leigusamninga gagnvart hækkun umfram vísitölu. Það þurfi að gera það óheimilt að hækka leiguna umfram hana. Háalvarleg staða María Pétursdóttir, formaður húsnæðismálahópsins, segir að yfirvöld fái falleinkunn þegar kemur að því að tryggja fötluðu fólki stuðning í húsnæðismálum. „Það hefur alltaf verið vitað að það eru fleiri fatlaðir á leigumarkaðnum heldur en á eignamarkaðnum. Það sýnir sig í okkar könnun og það eru í kringum tuttugu prósent fleiri sem eiga sitt eigið húsnæði af ófötluðu fólki heldur en fötluðu fólki. Sem er háalvarleg staða. Þessi hópur sem hefur það hvað verst er, það er ansi mikið af fötluðu fólki innan þess hóps,“ segir María. Of lítið of seint Þá komi aðhaldsaðgerðir og stýrivaxtahækkanir verulega niður á öryrkjum þrátt fyrir að þeir séu lítill valdur að hækkandi verðbólgu. „Biðlistar eru alveg hrikalega langir alls staðar. Að jafnaði þarf fólk að bíða í þrjú ár eða meira á svona biðlistum. Þannig þetta er bara hrikalegt ástand. Það er vel að bæta við stofnframlögum eitt og eitt ár í senn en það er mjög vanhugsað að mæta ekki uppsafnaðri íbúðaþörf landsmanna. Það er bara too little to late í rauninni,“ segir María. Ástandið ekki boðlegt Hún segir að það sé deginum ljósara að ekki fái allir sömu tækifærin í lífinu. „Þetta er einn tekjulægsti hópur þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara ekki boðlegt ástand og að ríkisstjórnin skuli ekki koma inn í með meiri aðhaldsaðgerðir heldur en gerðar hafa verið er bara að okkar mati ótækt,“ segir María.
Málefni fatlaðs fólks Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira