Ríkisstjórnin bjóði upp á ófremdarástand fyrir fatlaða Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 11:33 María Pétursdóttir er formaður húsnæðismálahóps ÖBÍ. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent ákall til ríkisstjórnarinnar að bregðast við því sem bandalagið kallar ófremdarástand í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Bandalagið segir ríkisstjórnina fá falleinkunn. Húsnæðismálahópur Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að ríkisstjórnin bregðist við ástandinu í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Í áskorun sem hópurinn sendi frá sér í dag segir meðal annars að tryggja þurfi betra öryggi fólks sem hefur skammtíma leigusamninga gagnvart hækkun umfram vísitölu. Það þurfi að gera það óheimilt að hækka leiguna umfram hana. Háalvarleg staða María Pétursdóttir, formaður húsnæðismálahópsins, segir að yfirvöld fái falleinkunn þegar kemur að því að tryggja fötluðu fólki stuðning í húsnæðismálum. „Það hefur alltaf verið vitað að það eru fleiri fatlaðir á leigumarkaðnum heldur en á eignamarkaðnum. Það sýnir sig í okkar könnun og það eru í kringum tuttugu prósent fleiri sem eiga sitt eigið húsnæði af ófötluðu fólki heldur en fötluðu fólki. Sem er háalvarleg staða. Þessi hópur sem hefur það hvað verst er, það er ansi mikið af fötluðu fólki innan þess hóps,“ segir María. Of lítið of seint Þá komi aðhaldsaðgerðir og stýrivaxtahækkanir verulega niður á öryrkjum þrátt fyrir að þeir séu lítill valdur að hækkandi verðbólgu. „Biðlistar eru alveg hrikalega langir alls staðar. Að jafnaði þarf fólk að bíða í þrjú ár eða meira á svona biðlistum. Þannig þetta er bara hrikalegt ástand. Það er vel að bæta við stofnframlögum eitt og eitt ár í senn en það er mjög vanhugsað að mæta ekki uppsafnaðri íbúðaþörf landsmanna. Það er bara too little to late í rauninni,“ segir María. Ástandið ekki boðlegt Hún segir að það sé deginum ljósara að ekki fái allir sömu tækifærin í lífinu. „Þetta er einn tekjulægsti hópur þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara ekki boðlegt ástand og að ríkisstjórnin skuli ekki koma inn í með meiri aðhaldsaðgerðir heldur en gerðar hafa verið er bara að okkar mati ótækt,“ segir María. Málefni fatlaðs fólks Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Húsnæðismálahópur Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að ríkisstjórnin bregðist við ástandinu í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Í áskorun sem hópurinn sendi frá sér í dag segir meðal annars að tryggja þurfi betra öryggi fólks sem hefur skammtíma leigusamninga gagnvart hækkun umfram vísitölu. Það þurfi að gera það óheimilt að hækka leiguna umfram hana. Háalvarleg staða María Pétursdóttir, formaður húsnæðismálahópsins, segir að yfirvöld fái falleinkunn þegar kemur að því að tryggja fötluðu fólki stuðning í húsnæðismálum. „Það hefur alltaf verið vitað að það eru fleiri fatlaðir á leigumarkaðnum heldur en á eignamarkaðnum. Það sýnir sig í okkar könnun og það eru í kringum tuttugu prósent fleiri sem eiga sitt eigið húsnæði af ófötluðu fólki heldur en fötluðu fólki. Sem er háalvarleg staða. Þessi hópur sem hefur það hvað verst er, það er ansi mikið af fötluðu fólki innan þess hóps,“ segir María. Of lítið of seint Þá komi aðhaldsaðgerðir og stýrivaxtahækkanir verulega niður á öryrkjum þrátt fyrir að þeir séu lítill valdur að hækkandi verðbólgu. „Biðlistar eru alveg hrikalega langir alls staðar. Að jafnaði þarf fólk að bíða í þrjú ár eða meira á svona biðlistum. Þannig þetta er bara hrikalegt ástand. Það er vel að bæta við stofnframlögum eitt og eitt ár í senn en það er mjög vanhugsað að mæta ekki uppsafnaðri íbúðaþörf landsmanna. Það er bara too little to late í rauninni,“ segir María. Ástandið ekki boðlegt Hún segir að það sé deginum ljósara að ekki fái allir sömu tækifærin í lífinu. „Þetta er einn tekjulægsti hópur þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara ekki boðlegt ástand og að ríkisstjórnin skuli ekki koma inn í með meiri aðhaldsaðgerðir heldur en gerðar hafa verið er bara að okkar mati ótækt,“ segir María.
Málefni fatlaðs fólks Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira