Af hvölum og kvölum Steingrímur Benediktsson skrifar 15. júní 2023 08:00 Á vordögum gaf MAST út skýrslu um gang hvalveiða á síðustu vertíð og hefur talsverð umræða skapast um hana. Í skýrslunni er fjallað um veiðar og dráp á næstum 150 langreyðum. Það sem ætti að vekja athygli við lesturinn er að aflífun á þessum 50 – 60 tonna þungu dýrum gengur yfirleitt fljótt. Auðvitað er þarna verið að veiða villt dýr í óhaminni náttúru og við veiðar í slíkum aðstæðum verða óhjákvæmilega slys. Umræða um skýrsluna hefur enda beinst mest að tveimur tilfellum þar sem vissulega tókst illa til. Hugsanlega má skýra þessi tilfelli með einhverjum hætti og bæta úr. Þegar gögn frá fyrri vertíðum eru skoðuð, kemur nefnilega í ljós að yfirleitt hefur aflífun hvalanna gengið hratt fyrir sig. Við umfjöllun um hvalveiðar mætti einnig hafa eftirfarandi í huga: Ísland er eyja langt úti í N-Atlandshafi. Undan ströndum landsins mætast kaldir og hlýir hafstraumar. Þeir mynda lífrænan suðupott sem er undirstaða gríðarlegs lífríkis. Það stendur undir stofnum fiska og sjávarspendýra sem eru mjög stórir miðað við það sem þekkist víðast í heimshöfunum. Þessar aðstæður eru framandi flestum öðrum jarðarbúum og þá einnig aðferðir við veiðar og verkun. Lengst af lifðu Íslendingar af því sem hafið gaf. Vissulega var það mest fiskur, þar sem við réðum ekki yfir fjármagni, tækni eða aðstöðu til að nýta stærri skepnur eins og hvali. Þetta breyttist um miðja síðustu öld og til varð atvinnugrein sem byggði á veiðum stórhvela. Það er margstaðfest að hvalveiðar Íslendinga eru algerlega sjálfbærar. Veiðarnar eru fjarri því að vera sú rányrkja sem tíðkaðist hér við land og víðar, fyrr á tímum þegar afurðir hvala komu til dæmis í stað jarðolíu og plasts. Nú er það kjötið sem er aðalafurðin. Fæst það staðfest ef gluggað er í erlenda fjölmiðla að markaður er fyrir hvalkjöt í Japan. Hvalveiðar eru því sjálfstæð og sjálfbær atvinnugrein sem geta veitt um 150 vel launuð störf á hverri vertíð og dregið um leið gjaldeyri í þjóðarbúið. Hvalveiðar gefa einnig af sér þekkingu. Hvalveiðimenn hafa fengið skammir fyrir að veiða sjaldgæfa blendinga steypi- og langreyða. Óvíst er að þessir blendingar væru þekktir nema af því að þeir voru veiddir! Vísindamenn hafa líka unnið í kringum veiðarnar og í Hvalstöðinni við rannsóknir á vistfræði, erfðafræði og líffæra- og lífeðlisfræði hvala og skilað vísindalegum fróðleik sem aðeins er hægt að ná með því að skoða skepnurnar. Að endingu má nefna að tækni og vinnubrögð við veiðar og vinnslu stórhvela er merkileg. Hvalbátarnir eru gufuknúnir og eins spil og sagir á skurðarplani. Lifir þar tækni sem var ráðandi við að knýja vélar alveg frá iðnbyltingu og vinnubrögð og verkfæri sem notuð eru við að flensa hvalina eru einstæð. Að leggja af hvalveiðar er misráðið. Þar með hyrfi sjálfbær og sögulega merkileg atvinnugrein sem gefur samfélaginu tekjur, varðveitir verkkunnáttu og er í raun hluti af menningu veiðisamfélags við heimskautsbaug. Höfundur er líffræðikennari og hefur einnig unnið hjá Hval hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Á vordögum gaf MAST út skýrslu um gang hvalveiða á síðustu vertíð og hefur talsverð umræða skapast um hana. Í skýrslunni er fjallað um veiðar og dráp á næstum 150 langreyðum. Það sem ætti að vekja athygli við lesturinn er að aflífun á þessum 50 – 60 tonna þungu dýrum gengur yfirleitt fljótt. Auðvitað er þarna verið að veiða villt dýr í óhaminni náttúru og við veiðar í slíkum aðstæðum verða óhjákvæmilega slys. Umræða um skýrsluna hefur enda beinst mest að tveimur tilfellum þar sem vissulega tókst illa til. Hugsanlega má skýra þessi tilfelli með einhverjum hætti og bæta úr. Þegar gögn frá fyrri vertíðum eru skoðuð, kemur nefnilega í ljós að yfirleitt hefur aflífun hvalanna gengið hratt fyrir sig. Við umfjöllun um hvalveiðar mætti einnig hafa eftirfarandi í huga: Ísland er eyja langt úti í N-Atlandshafi. Undan ströndum landsins mætast kaldir og hlýir hafstraumar. Þeir mynda lífrænan suðupott sem er undirstaða gríðarlegs lífríkis. Það stendur undir stofnum fiska og sjávarspendýra sem eru mjög stórir miðað við það sem þekkist víðast í heimshöfunum. Þessar aðstæður eru framandi flestum öðrum jarðarbúum og þá einnig aðferðir við veiðar og verkun. Lengst af lifðu Íslendingar af því sem hafið gaf. Vissulega var það mest fiskur, þar sem við réðum ekki yfir fjármagni, tækni eða aðstöðu til að nýta stærri skepnur eins og hvali. Þetta breyttist um miðja síðustu öld og til varð atvinnugrein sem byggði á veiðum stórhvela. Það er margstaðfest að hvalveiðar Íslendinga eru algerlega sjálfbærar. Veiðarnar eru fjarri því að vera sú rányrkja sem tíðkaðist hér við land og víðar, fyrr á tímum þegar afurðir hvala komu til dæmis í stað jarðolíu og plasts. Nú er það kjötið sem er aðalafurðin. Fæst það staðfest ef gluggað er í erlenda fjölmiðla að markaður er fyrir hvalkjöt í Japan. Hvalveiðar eru því sjálfstæð og sjálfbær atvinnugrein sem geta veitt um 150 vel launuð störf á hverri vertíð og dregið um leið gjaldeyri í þjóðarbúið. Hvalveiðar gefa einnig af sér þekkingu. Hvalveiðimenn hafa fengið skammir fyrir að veiða sjaldgæfa blendinga steypi- og langreyða. Óvíst er að þessir blendingar væru þekktir nema af því að þeir voru veiddir! Vísindamenn hafa líka unnið í kringum veiðarnar og í Hvalstöðinni við rannsóknir á vistfræði, erfðafræði og líffæra- og lífeðlisfræði hvala og skilað vísindalegum fróðleik sem aðeins er hægt að ná með því að skoða skepnurnar. Að endingu má nefna að tækni og vinnubrögð við veiðar og vinnslu stórhvela er merkileg. Hvalbátarnir eru gufuknúnir og eins spil og sagir á skurðarplani. Lifir þar tækni sem var ráðandi við að knýja vélar alveg frá iðnbyltingu og vinnubrögð og verkfæri sem notuð eru við að flensa hvalina eru einstæð. Að leggja af hvalveiðar er misráðið. Þar með hyrfi sjálfbær og sögulega merkileg atvinnugrein sem gefur samfélaginu tekjur, varðveitir verkkunnáttu og er í raun hluti af menningu veiðisamfélags við heimskautsbaug. Höfundur er líffræðikennari og hefur einnig unnið hjá Hval hf.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun