Hvert er verðbólgan að fara? Björn Leví Gunnarsson skrifar 15. júní 2023 11:01 Stóra efnahagsmálið þessa dagana er verðbólgan. Ársverðbólgan í maí var 9,5% sem þýðir að eitthvað sem þú keyptir í maí í fyrra á 100 kr. kostar í dag 109.5 kr. Þetta virðist vera mjög einfalt en þegar nánar er skoðað er hægt að fara ansi langt ofan í kanínuholuna í þessum verðbólgufræðum. Ég ætla í þessum stutta pistli að fara örstutt yfir stöðuna í dag og hvernig hún er líkleg til þess að þróast á næstunni. Ég biðst afsökunar á því hversu mikil stærðfræði verður í þessari grein, það er óhjákvæmilegt. Ársverðbólgan Eins og áður sagði þá er ársverðbólgan núna 9,5%. Það er munurinn á vísitölu neysluverðs frá því í maí á síðasta ári og maí í ár (209,2 / 191,1 = 1.0947). Í hverjum mánuði breytist vísitala neysluverðs einhvern vegin. Bensín lækkar, leiga hækkar, matur hækkar, föt lækka, … samtals hafa allar þær breytingar áhrif á heildarvísitöluna. Stundum hækkar vísitalan mikið, stundum lækkar hún meira að segja, þó það sé afar sjaldgæft. Mánaðarvísitalan hefur einungis lækkað 65 sinnum á undanförnum 420 mánuðum. 24 sinnum hefur hún staðið í stað á milli mánaða. Það má því segja að “eðlilegt” ástand í íslensku hagkerfi sé verðbólga. Nánar tiltekið er meðaltal ársverðbólgu frá 1988 um 5,7%. Meðaltalið fyrir þessa öld er 5,3%. Frá upphafi árs 2020 hefur verðbólgan að meðaltali verið um 7,7% á meðan verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5%. Mánaðarverðbólgan Til þess að skilja breytingar á verðbólgu og hvert verðbólgan er líkleg til þess að fara, þá þarf að skoða breytingar á verðbólgunni í hverjum mánuði. Á þessu ári hefur verðbólga hvers mánaðar hækkað um 0,76% (9,5% á ári). Frá árinu 2020 hefur verðbólgan í hverjum mánuði hækkað að meðaltali um 0,57% (7,7% á ári). Meðalhækkunin í hverjum mánuði á þessari öld er 0,4% (5,3% á ári). Til þess að ná verðbólgumarkmiðum þyrfti mánaðarhækkunin að vera um það bil 0,2%. Þetta er semsagt áskorunin. Það þarf að lækka mánaðarverðbólguna úr 0,76% niður í 0,2% … í heilt ár, til þess að ná verðbólguviðmiðum Seðlabankans. Í síðasta mánuði var breytingin á milli mánaða 0,4%. Það er meðaltalsverðbólga þessarar aldar. Mánuðinn þar á undan var hækkunin á milli mánaða 1,3% hins vegar, þannig að ástandið er langt frá því að vera stöðugt. Það sem er jákvætt, hins vegar, er að fyrir um ári síðan var ansi stórt verðbólguskot. Þannig að það eru stórir verðbólgumánuðir að detta úr úr ársverðbólgutölunni á næstu mánuðum. Júní í fyrra var 1,4% mánuður og júlí var 1,1% mánuður. Ef það koma inn svipaðir mánuðir og í síðasta mánuði þýðir það að ársverðbólgan í næsta mánuði verður um 8,4% og svo 7,6% í júlí. Eftir það yrðu ekki miklar breytingar á verðbólgunni fyrr en í upphafi næsta árs sem myndi svo leiða til verðbólgu upp á um 5,3% í apríl á næsta ári. Mikið af tölum Hér er gott að anda djúpt og hrista aðeins hausinn. Þetta eru margar tölur og ég veit ekki hvort ég sé að gera þetta næginlega skiljanlegt. Þarna eru prósentur fyrir mánuði, ár, öld og hvaðeina. Það sem er nauðsynlegt að skilja er að verðbólgan sem er alltaf verið að tala um er breyting á verði á heilu ári. Til þess að skilja hvernig verðbólgan þróast frá mánuði til mánaðar þarf að skoða hversu mikil breyting hefur verið í hverjum mánuði undanfarna 12 mánuði og setja það í eitthvað samhengi. Ef hækkun verðbólgunnar fyrir ári síðan var 1% á milli mánaða en verður bara 0,5% á milli mánaða næst, þá mun verðbólgan lækka um því sem munar þar á milli. Samsetning verðbólgunnar Þetta er því miður aðeins byrjunin. Til þess að skilja í raun og veru hvað er í gangi þá þarf að horfa á samsetningu verðbólgunnar. Til dæmis, þó ársverðbólgan sé 9,5% þá er verðbólga matvöru 11,5%. Ársverðbólga húsnæðis, hita og rafmagns er 12,3% á meðan ársverðbólga fyrir bensín og olíur er nú aðeins 4,5%. Ef þessar undirvísitölur eru skoðaðar í aðeins stærra samhengi, frá upphafi ársins 2020 þá hefur verðbólgan samtals verið 25,7%. Matur hefur hækkað samtals um 27,7%, húsnæði um 34,5% og bensín hefur hækkað um 32,8%. Ályktunin sem er hægt að draga af þessu er að þó heildarverðbólgan segi ákveðna sögu, þá eru áhrifin á fólk þar sem ráðstöfunartekjurnar eru bara notaðar í húsnæði og mat eilítið meiri en almennt gengur og gerist. Almenna verðbólgan er 9,5%, matarverðbólgan er 11,5%. Fyrir einhvern sem kaupir bara mat er raunverulega verðbólgan fyrir viðkomandi 11,5%. Áhrif á daglegt líf Fyrir mjög marga skiptir mestu hversu mikið það hefur á milli handanna í lok hvers mánaðar. Ef ráðstöfunartekjurnar eru 350 þúsund krónur á mánuði og eru allar notaðar í fæði og húsnæði þá er raunverðbólgan fyrir undanfarið ár nær 12%. Verðbólgan hefur þannig mismikil áhrif á fólk eftir tekjum. Vissulega étur verðbólgan upp tekjur allra, en fyrir fólk sem er með lítinn sem engan afgang í lok hvers mánaðar bítur verðbólgan sérstaklega hart. Áhrif verðbólgunnar á lán stigmagnast svo eftir því sem lánin eru hærri. Það hefur sérstaklega mikil áhrif á fólk sem er tiltölulega ný búið að fjárfesta. Þær afborganir sem fólk reiknaði með að greiða í hverjum mánuði hafa breyst ansi hratt að undanförnu. Vítahringur verðtryggingar Eitt af helstu vandamálunum sem við glímum við í öllu þessu verðbólgustússi er verðtrygging. Verðtryggð lán þýða til dæmis að ef það er verðbólga þá hækkar krónutala lánanna umsvifalaust til þess að jafna út verðgildi lánanna. Með öðrum orðum, ef verðbólgan er 10%, þá hækkar verðtryggða lánið um 10%. Ef verðbólgan er 10%, þá hækkar húsaleigan um 10%. Vandamálið er að vísitala neysluverðs mælir til dæmis breytingar á húsaleigu. Þannig að ef húsaleigan hækkar þá hækkar verðbólgan og af því að verðbólgan hækkar þá hækkar húsaleigan, og svo framvegis. Þetta er vítahringur, sem þýðir að hækkun á einum stað smitar út frá sér og hækkar allt annað sem er verðtryggt. Þegar bensín hækkar þá gengur það í bylgju yfir allt samfélagið og hækkar allt annað til samræmis. Um leið og allt annað hækkar þá veldur sú hækkun annarri (þó minni) bylgju, og svo framvegis þangað til þessi eina hækkun hefur gengið fram og til baka og hækkað allt sem hækka má. Við verðum að rjúfa þennan vítahring. Það má ekki vera þannig að hækkun á húsaleigu valdi hækkun á húsaleigu bara af því að fyrsta hækkunin mælist í vísitölunni. Verðtryggingin er efnahagslegt hryðjuverk, þegar allt kemur til alls. Hún veldur ákveðinni leti í efnahagsstjórninni og varpar allri áhættu á lántakendur eða aðra þolendur verðtryggingarinnar. Lánveitendur eru á sama tíma tryggðir með belti og axlaböndum. Gerðir samningar Það er ekki bara verðtryggingin sem er vandamál. Það er mjög undarlegt að stýrivaxtabreytingar og vaxtabreytingar geti haft áhrif á þegar gerða lánasamninga. Af hverju ætti lánveitandi að geta haft breytilega vexti? Gerum smá samanburð til þess að skilja hvernig breytilegir vextir virka. Ef þú ferð út í búð og kaupir mjólk. Þú ferð svo heim og setur mjólkina inn í ísskáp. Um morguninn ná krakkarnir í morgunkornið og mjólkina en til þess að fá að halda áfram að nota mjólkina þá þarf að borga nokkrar krónur í viðbót af því að verðið á mjólkinni hækkaði milli daga. Við myndum auðvitað aldrei sætta okkur við að það væri hægt að breyta verðinu á mjólk svona afturvirkt. Hvers vegna sættum við okkur þá við að það sé hægt að breyta lánum þannig? Á meðan verðtryggingin er til staðar þá er verðbólgan ekki að fara neitt heldur. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingi Íslenska krónan Píratar Verðlag Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Stóra efnahagsmálið þessa dagana er verðbólgan. Ársverðbólgan í maí var 9,5% sem þýðir að eitthvað sem þú keyptir í maí í fyrra á 100 kr. kostar í dag 109.5 kr. Þetta virðist vera mjög einfalt en þegar nánar er skoðað er hægt að fara ansi langt ofan í kanínuholuna í þessum verðbólgufræðum. Ég ætla í þessum stutta pistli að fara örstutt yfir stöðuna í dag og hvernig hún er líkleg til þess að þróast á næstunni. Ég biðst afsökunar á því hversu mikil stærðfræði verður í þessari grein, það er óhjákvæmilegt. Ársverðbólgan Eins og áður sagði þá er ársverðbólgan núna 9,5%. Það er munurinn á vísitölu neysluverðs frá því í maí á síðasta ári og maí í ár (209,2 / 191,1 = 1.0947). Í hverjum mánuði breytist vísitala neysluverðs einhvern vegin. Bensín lækkar, leiga hækkar, matur hækkar, föt lækka, … samtals hafa allar þær breytingar áhrif á heildarvísitöluna. Stundum hækkar vísitalan mikið, stundum lækkar hún meira að segja, þó það sé afar sjaldgæft. Mánaðarvísitalan hefur einungis lækkað 65 sinnum á undanförnum 420 mánuðum. 24 sinnum hefur hún staðið í stað á milli mánaða. Það má því segja að “eðlilegt” ástand í íslensku hagkerfi sé verðbólga. Nánar tiltekið er meðaltal ársverðbólgu frá 1988 um 5,7%. Meðaltalið fyrir þessa öld er 5,3%. Frá upphafi árs 2020 hefur verðbólgan að meðaltali verið um 7,7% á meðan verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5%. Mánaðarverðbólgan Til þess að skilja breytingar á verðbólgu og hvert verðbólgan er líkleg til þess að fara, þá þarf að skoða breytingar á verðbólgunni í hverjum mánuði. Á þessu ári hefur verðbólga hvers mánaðar hækkað um 0,76% (9,5% á ári). Frá árinu 2020 hefur verðbólgan í hverjum mánuði hækkað að meðaltali um 0,57% (7,7% á ári). Meðalhækkunin í hverjum mánuði á þessari öld er 0,4% (5,3% á ári). Til þess að ná verðbólgumarkmiðum þyrfti mánaðarhækkunin að vera um það bil 0,2%. Þetta er semsagt áskorunin. Það þarf að lækka mánaðarverðbólguna úr 0,76% niður í 0,2% … í heilt ár, til þess að ná verðbólguviðmiðum Seðlabankans. Í síðasta mánuði var breytingin á milli mánaða 0,4%. Það er meðaltalsverðbólga þessarar aldar. Mánuðinn þar á undan var hækkunin á milli mánaða 1,3% hins vegar, þannig að ástandið er langt frá því að vera stöðugt. Það sem er jákvætt, hins vegar, er að fyrir um ári síðan var ansi stórt verðbólguskot. Þannig að það eru stórir verðbólgumánuðir að detta úr úr ársverðbólgutölunni á næstu mánuðum. Júní í fyrra var 1,4% mánuður og júlí var 1,1% mánuður. Ef það koma inn svipaðir mánuðir og í síðasta mánuði þýðir það að ársverðbólgan í næsta mánuði verður um 8,4% og svo 7,6% í júlí. Eftir það yrðu ekki miklar breytingar á verðbólgunni fyrr en í upphafi næsta árs sem myndi svo leiða til verðbólgu upp á um 5,3% í apríl á næsta ári. Mikið af tölum Hér er gott að anda djúpt og hrista aðeins hausinn. Þetta eru margar tölur og ég veit ekki hvort ég sé að gera þetta næginlega skiljanlegt. Þarna eru prósentur fyrir mánuði, ár, öld og hvaðeina. Það sem er nauðsynlegt að skilja er að verðbólgan sem er alltaf verið að tala um er breyting á verði á heilu ári. Til þess að skilja hvernig verðbólgan þróast frá mánuði til mánaðar þarf að skoða hversu mikil breyting hefur verið í hverjum mánuði undanfarna 12 mánuði og setja það í eitthvað samhengi. Ef hækkun verðbólgunnar fyrir ári síðan var 1% á milli mánaða en verður bara 0,5% á milli mánaða næst, þá mun verðbólgan lækka um því sem munar þar á milli. Samsetning verðbólgunnar Þetta er því miður aðeins byrjunin. Til þess að skilja í raun og veru hvað er í gangi þá þarf að horfa á samsetningu verðbólgunnar. Til dæmis, þó ársverðbólgan sé 9,5% þá er verðbólga matvöru 11,5%. Ársverðbólga húsnæðis, hita og rafmagns er 12,3% á meðan ársverðbólga fyrir bensín og olíur er nú aðeins 4,5%. Ef þessar undirvísitölur eru skoðaðar í aðeins stærra samhengi, frá upphafi ársins 2020 þá hefur verðbólgan samtals verið 25,7%. Matur hefur hækkað samtals um 27,7%, húsnæði um 34,5% og bensín hefur hækkað um 32,8%. Ályktunin sem er hægt að draga af þessu er að þó heildarverðbólgan segi ákveðna sögu, þá eru áhrifin á fólk þar sem ráðstöfunartekjurnar eru bara notaðar í húsnæði og mat eilítið meiri en almennt gengur og gerist. Almenna verðbólgan er 9,5%, matarverðbólgan er 11,5%. Fyrir einhvern sem kaupir bara mat er raunverulega verðbólgan fyrir viðkomandi 11,5%. Áhrif á daglegt líf Fyrir mjög marga skiptir mestu hversu mikið það hefur á milli handanna í lok hvers mánaðar. Ef ráðstöfunartekjurnar eru 350 þúsund krónur á mánuði og eru allar notaðar í fæði og húsnæði þá er raunverðbólgan fyrir undanfarið ár nær 12%. Verðbólgan hefur þannig mismikil áhrif á fólk eftir tekjum. Vissulega étur verðbólgan upp tekjur allra, en fyrir fólk sem er með lítinn sem engan afgang í lok hvers mánaðar bítur verðbólgan sérstaklega hart. Áhrif verðbólgunnar á lán stigmagnast svo eftir því sem lánin eru hærri. Það hefur sérstaklega mikil áhrif á fólk sem er tiltölulega ný búið að fjárfesta. Þær afborganir sem fólk reiknaði með að greiða í hverjum mánuði hafa breyst ansi hratt að undanförnu. Vítahringur verðtryggingar Eitt af helstu vandamálunum sem við glímum við í öllu þessu verðbólgustússi er verðtrygging. Verðtryggð lán þýða til dæmis að ef það er verðbólga þá hækkar krónutala lánanna umsvifalaust til þess að jafna út verðgildi lánanna. Með öðrum orðum, ef verðbólgan er 10%, þá hækkar verðtryggða lánið um 10%. Ef verðbólgan er 10%, þá hækkar húsaleigan um 10%. Vandamálið er að vísitala neysluverðs mælir til dæmis breytingar á húsaleigu. Þannig að ef húsaleigan hækkar þá hækkar verðbólgan og af því að verðbólgan hækkar þá hækkar húsaleigan, og svo framvegis. Þetta er vítahringur, sem þýðir að hækkun á einum stað smitar út frá sér og hækkar allt annað sem er verðtryggt. Þegar bensín hækkar þá gengur það í bylgju yfir allt samfélagið og hækkar allt annað til samræmis. Um leið og allt annað hækkar þá veldur sú hækkun annarri (þó minni) bylgju, og svo framvegis þangað til þessi eina hækkun hefur gengið fram og til baka og hækkað allt sem hækka má. Við verðum að rjúfa þennan vítahring. Það má ekki vera þannig að hækkun á húsaleigu valdi hækkun á húsaleigu bara af því að fyrsta hækkunin mælist í vísitölunni. Verðtryggingin er efnahagslegt hryðjuverk, þegar allt kemur til alls. Hún veldur ákveðinni leti í efnahagsstjórninni og varpar allri áhættu á lántakendur eða aðra þolendur verðtryggingarinnar. Lánveitendur eru á sama tíma tryggðir með belti og axlaböndum. Gerðir samningar Það er ekki bara verðtryggingin sem er vandamál. Það er mjög undarlegt að stýrivaxtabreytingar og vaxtabreytingar geti haft áhrif á þegar gerða lánasamninga. Af hverju ætti lánveitandi að geta haft breytilega vexti? Gerum smá samanburð til þess að skilja hvernig breytilegir vextir virka. Ef þú ferð út í búð og kaupir mjólk. Þú ferð svo heim og setur mjólkina inn í ísskáp. Um morguninn ná krakkarnir í morgunkornið og mjólkina en til þess að fá að halda áfram að nota mjólkina þá þarf að borga nokkrar krónur í viðbót af því að verðið á mjólkinni hækkaði milli daga. Við myndum auðvitað aldrei sætta okkur við að það væri hægt að breyta verðinu á mjólk svona afturvirkt. Hvers vegna sættum við okkur þá við að það sé hægt að breyta lánum þannig? Á meðan verðtryggingin er til staðar þá er verðbólgan ekki að fara neitt heldur. Höfundur er þingmaður Pírata.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun