Fjórar sænskar borgir bítast um að fá að halda Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 14:40 Loreen vann Eurovision í annað sinn þegar keppnin fór fram í Liverpool í Englandi í maí síðastliðinn. Hún hafði áður unnið keppnina með laginu Euphoria í Bakú í Aserbaídsjan árið 2012. EPA Frestur sænska ríkissjónvarpsins til að sækja um að fá að halda Eurovision í maí á næsta ári rann út á mánudaginn. Yfirvöld í fjórum sænskum borgum sendu inn umsóknir um að fá að halda keppnina. Sænskir fjölmiðlar segja að umsóknir hafi borist frá höfuðborginni Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og svo Örnskjöldsvik. Ljóst er að Svíar munu halda keppnina í maí á næsta ári eftir að Loreen og lag hennar Tattoo vann sigur í keppninni sem fram fór í Liverpool í Bretlandi fyrir um mánuði. Með sigrinum jöfnuðu Svíar met Íra með því að hafa unnið Eurovision sjö sinnum. Stokkhólmur: Yfirvöld í Stokkhólmi leggja til að keppnin verði haldin annað hvort á þjóðarleikvangnum Friends Arena eða þá Tele2 Arena. Eurovision hefur áður farið fram í Stokkhólmi árin 1975, 2000 og 2016. Gautaborg: Yfirvöld í Gautaborg leggja til að Eurovision fari fram í tónleika- íþróttahöllinni Scandinavium þar sem keppnin var haldin árið 1985. Margir eru á því að „röðin sé komin“ að Gautaborg, en aldur hallarinnar og hvort þak hennar þoli nauðsynlegan ljósabúnað í lofti hafa vakið upp spurningar. Malmö: Eurovision hefur áður verið haldin í Malmö árin 1992 og 2013, eftir sigra Carolu (Fångad av en stormvind) og Loreen (Euphoria). Lagt er til að keppnin verði haldin í Malmö Arena þar sem keppnin var síðast haldin 2013. Örnsköldsvik: Borgaryfirvöld í Örnsköldsvik leggja til að keppnin verði haldin í Hägglunds Arena sem oft hefur hýst undankvöld í Melodifestivalen, söngvakeppninni þar sem framlag Svía í Eurovision er valið. Ljóst er að að Örnsköldsvik, sem er að finna um fimm hundruð kílómetra norður af Stokkhólmi, gæti aldrei skaffað hótelgistingu fyrir alla gesti Eurovision. Bent er á að hægt væri að sigla skemmtiferðaskipum til borgarinnar til að hýsa liðið. Vonast er til að hægt verði að kynna síðar í sumar hvaða borg muni hýsa keppnina á næsta ári. Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo Svíþjóð Eurovision Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar segja að umsóknir hafi borist frá höfuðborginni Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og svo Örnskjöldsvik. Ljóst er að Svíar munu halda keppnina í maí á næsta ári eftir að Loreen og lag hennar Tattoo vann sigur í keppninni sem fram fór í Liverpool í Bretlandi fyrir um mánuði. Með sigrinum jöfnuðu Svíar met Íra með því að hafa unnið Eurovision sjö sinnum. Stokkhólmur: Yfirvöld í Stokkhólmi leggja til að keppnin verði haldin annað hvort á þjóðarleikvangnum Friends Arena eða þá Tele2 Arena. Eurovision hefur áður farið fram í Stokkhólmi árin 1975, 2000 og 2016. Gautaborg: Yfirvöld í Gautaborg leggja til að Eurovision fari fram í tónleika- íþróttahöllinni Scandinavium þar sem keppnin var haldin árið 1985. Margir eru á því að „röðin sé komin“ að Gautaborg, en aldur hallarinnar og hvort þak hennar þoli nauðsynlegan ljósabúnað í lofti hafa vakið upp spurningar. Malmö: Eurovision hefur áður verið haldin í Malmö árin 1992 og 2013, eftir sigra Carolu (Fångad av en stormvind) og Loreen (Euphoria). Lagt er til að keppnin verði haldin í Malmö Arena þar sem keppnin var síðast haldin 2013. Örnsköldsvik: Borgaryfirvöld í Örnsköldsvik leggja til að keppnin verði haldin í Hägglunds Arena sem oft hefur hýst undankvöld í Melodifestivalen, söngvakeppninni þar sem framlag Svía í Eurovision er valið. Ljóst er að að Örnsköldsvik, sem er að finna um fimm hundruð kílómetra norður af Stokkhólmi, gæti aldrei skaffað hótelgistingu fyrir alla gesti Eurovision. Bent er á að hægt væri að sigla skemmtiferðaskipum til borgarinnar til að hýsa liðið. Vonast er til að hægt verði að kynna síðar í sumar hvaða borg muni hýsa keppnina á næsta ári. Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo
Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo
Svíþjóð Eurovision Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira