Rétt yfir tvö þúsund miðar eftir á stórleik kvöldsins Aron Guðmundsson skrifar 17. júní 2023 12:45 Tólfan verður öflug í stúkunni í kvöld Vísir/Vilhelm Gunnarsson Búast má við mikilli stemningu á Laugardalsvelli í kvöld þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta etur kappi við Slóvakíu í afar mikilvægum leik í undankeppni EM 2024. Enn eru til miðar á leik kvöldsins en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, vonast til þess að tala óseldra miða fari hratt lækkandi í dag. „Það eru farnir út úr kerfinu rétt tæplega 7500 miðar, þannig að það eru 2300 miðar eftir,“ segir Ómar í samtali við Vísi. „Vonandi tikkar það út eitthvað yfir daginn, það er gott veður úti og svona. Eigum við ekki að vona að það bættist því við tölu seldra miða.“ Gera má ráð fyrir því að fjölskyldufólk verði út um hvippinn og hvappinn í borginni í dag á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga og gætu margir kannski hugsað sér gott til glóðarinnar og keypt miða á völlinn. Eru þið hjá KSÍ kannski að binda smá vonir við það? „Já auðvitað. Vonandi ákveður fólk bara að enda frábæran þjóðhátíðardag á þjóðarleikvanginum sjálfum og styðja strákana okkar í leiknum í kvöld.“ Það verður allavegana hægt að finna eitthvað við hæfi allra í Laugardalnum í dag. KSÍ hefur skipulagt stuðningsmannasvæði við Laugardalsvöllinn þar sem verður að finna matarvagna, hoppukastala, andlitsmálun og kandífloss. Þá verður einnig boðið upp á knattþrautir en svæðið verður opið frá klukkan 15:00 til 18:15. „Við hvetjum öll til þess að mæta þangað, kjörið að senda krakkana í andlitsmálun, knattþrautir og fá sér eitthvað gott að borða og drekka.“ Miðasala fer fram á Tix.is og verður þar hægt að kaupa miða alveg fram að leik og jafnvel gott betur. „Það er langbest að verða sér út um miða þar. Miðaþjónusta KSÍ verður síðan opnuð á Laugardalsvelli nokkrum klukkustundum fyrir leik. Hún er meira hugsuð sem þjónusta fyrir þá stuðningsmenn sem lenda í vandræðum, ná kannski ekki að prenta út sína miða. Þar geta líka mótsmiðahafar, sem hafa ekki sótt kortin sín, nálgast þau.“ Hægt er að kaupa miða á stórleik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í fótbolta hér. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjá meira
Enn eru til miðar á leik kvöldsins en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, vonast til þess að tala óseldra miða fari hratt lækkandi í dag. „Það eru farnir út úr kerfinu rétt tæplega 7500 miðar, þannig að það eru 2300 miðar eftir,“ segir Ómar í samtali við Vísi. „Vonandi tikkar það út eitthvað yfir daginn, það er gott veður úti og svona. Eigum við ekki að vona að það bættist því við tölu seldra miða.“ Gera má ráð fyrir því að fjölskyldufólk verði út um hvippinn og hvappinn í borginni í dag á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga og gætu margir kannski hugsað sér gott til glóðarinnar og keypt miða á völlinn. Eru þið hjá KSÍ kannski að binda smá vonir við það? „Já auðvitað. Vonandi ákveður fólk bara að enda frábæran þjóðhátíðardag á þjóðarleikvanginum sjálfum og styðja strákana okkar í leiknum í kvöld.“ Það verður allavegana hægt að finna eitthvað við hæfi allra í Laugardalnum í dag. KSÍ hefur skipulagt stuðningsmannasvæði við Laugardalsvöllinn þar sem verður að finna matarvagna, hoppukastala, andlitsmálun og kandífloss. Þá verður einnig boðið upp á knattþrautir en svæðið verður opið frá klukkan 15:00 til 18:15. „Við hvetjum öll til þess að mæta þangað, kjörið að senda krakkana í andlitsmálun, knattþrautir og fá sér eitthvað gott að borða og drekka.“ Miðasala fer fram á Tix.is og verður þar hægt að kaupa miða alveg fram að leik og jafnvel gott betur. „Það er langbest að verða sér út um miða þar. Miðaþjónusta KSÍ verður síðan opnuð á Laugardalsvelli nokkrum klukkustundum fyrir leik. Hún er meira hugsuð sem þjónusta fyrir þá stuðningsmenn sem lenda í vandræðum, ná kannski ekki að prenta út sína miða. Þar geta líka mótsmiðahafar, sem hafa ekki sótt kortin sín, nálgast þau.“ Hægt er að kaupa miða á stórleik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í fótbolta hér.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjá meira