Helmingur kúabúa landsins eru með róbót Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2023 13:31 Gunnar Már Gunnarsson, sölumaður hjá Líflandi í tækjadeild staddur í nýju fjósi í Þrándarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar eru tveir fullkomnir róbótar frá Líflandi, sem heita GEA og koma frá fyrirtæki í Þýskalandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkurróbótar njóta sífellt meiri vinsælda í fjósum landsins en af þeim 480 kúabúum, sem eru í landinu er helmingur þeirra með róbót. Nýr róbót kostar um tuttugu og fimm milljónir króna. Það hefur mikið breyst í sveitum landsins þar sem eru kýr með tilkomu mjólkurróbóta. Áður þurftu bændur að fara út í fjós á morgnana og kvöldin til að fara í mjaltir en nú geta þeir bara sofið út eða farið á kóræfingu um kvöldið, róbótinn sér um að mjólka kýrnar. Gunnar Már Gunnarsson hjá Líflandi er sérfræðingur í mjólkurróbótum en fyrirtækið selur mikið af þeim til bænda. „Róbótarnir hafa fyrst og fremst breytt því að það er miklu minni líkamleg vinna hjá bænum. Þeir hafa frjálsari tíma. Ungir bændur í dag vilja geta borðað morgunmat með börnunum sínum og konunni sinni, þeir þurfa kannski að skutla börnunum í leikskóla og sækja þau. Á kvöldin þurfa þeir kannski að fara á kóræfingu eða eitthvað slíkt. Vinnan er alltaf töluverð mikil en hún felst í því að fylgjast með hvernig mjaltirnar ganga, hversu há nytin er, fylgjast með frumutölunni og þess háttar,“ segir Gunnar Már. Um helmingur kúabænda á Íslandi eru með róbót i sínu fjósi. Í sumum þeirra eru fleiri en einn að störfum og alveg upp í fjóra í stærstu fjósunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnar segir að róbótar frá Líflandi, séu með mjög skemmtilega nýjung. „Ef það það er þannig að einn speninn er með hárri frumutölu þá getur þú valið það og þá hentir hann þeirri mjólk frá. Þá hentir hann ekki mjólkinni úr öllum fjórum spenunum, það er ákveðinn kostur, þá ertu ekki að fleyja heilli mjólk.“ En hvað kostar nýr róbót í dag? „Ætli róbót, góður róbót kosti ekki svona 25 milljónir + virðisaukaskatt, eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar Már. Lífland selur mikið af mjólkurróbótum til kúabænda um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Það hefur mikið breyst í sveitum landsins þar sem eru kýr með tilkomu mjólkurróbóta. Áður þurftu bændur að fara út í fjós á morgnana og kvöldin til að fara í mjaltir en nú geta þeir bara sofið út eða farið á kóræfingu um kvöldið, róbótinn sér um að mjólka kýrnar. Gunnar Már Gunnarsson hjá Líflandi er sérfræðingur í mjólkurróbótum en fyrirtækið selur mikið af þeim til bænda. „Róbótarnir hafa fyrst og fremst breytt því að það er miklu minni líkamleg vinna hjá bænum. Þeir hafa frjálsari tíma. Ungir bændur í dag vilja geta borðað morgunmat með börnunum sínum og konunni sinni, þeir þurfa kannski að skutla börnunum í leikskóla og sækja þau. Á kvöldin þurfa þeir kannski að fara á kóræfingu eða eitthvað slíkt. Vinnan er alltaf töluverð mikil en hún felst í því að fylgjast með hvernig mjaltirnar ganga, hversu há nytin er, fylgjast með frumutölunni og þess háttar,“ segir Gunnar Már. Um helmingur kúabænda á Íslandi eru með róbót i sínu fjósi. Í sumum þeirra eru fleiri en einn að störfum og alveg upp í fjóra í stærstu fjósunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnar segir að róbótar frá Líflandi, séu með mjög skemmtilega nýjung. „Ef það það er þannig að einn speninn er með hárri frumutölu þá getur þú valið það og þá hentir hann þeirri mjólk frá. Þá hentir hann ekki mjólkinni úr öllum fjórum spenunum, það er ákveðinn kostur, þá ertu ekki að fleyja heilli mjólk.“ En hvað kostar nýr róbót í dag? „Ætli róbót, góður róbót kosti ekki svona 25 milljónir + virðisaukaskatt, eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar Már. Lífland selur mikið af mjólkurróbótum til kúabænda um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira