Á annan tug vantar samastað þegar Samhjálp missir húsnæðið Árni Sæberg skrifar 17. júní 2023 14:16 Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Bylgjan Leigusamningi Samhjálpar við Félagsbústaði um húsnæði áfangaheimilisins Brúar hefur verið sagt upp. Framkvæmdastjóri samtakanna segir framtíð þjónustunnar í óvissu. Áfangaheimilið Brú hefur verið rekið að Höfðabakka í Reykjavík í áratug en í janúar næstkomandi þarf Samhjálp að rýma húsnæðið. Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir að róðurinn sé þungur þar sem samtökin þurfa sjálf að standa straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ segir Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Meira en bara þak yfir höfuðið Átján skjólstæðingar Samhjálpar búa á Brú, þeir eru allir í viðkvæmri stöðu. Þeir horfa nú fram á það að missa þakið yfir höfði sér en þeir eru ekki einungis í húsnæðisþörf. „Það sem er svona mikilvægt við svona úrræði, eins og áfangaheimili, er að þetta er auðvitað langtímameðferð. Þarna er fólk að fá eftirfylgni eftir meðferð við fíknisjúkdómum. Við vitum það, eins og þegar aðrir sjúkdómar eru, að það er mikilvægt að fá eftirfylgni til þess að geta náð sér almennilega á strik, áður en maður heldur út í lífið á nýjan leik,“ segir Edda. Saknar fjármagns Á Alþingi liggur fyrir frumvarp um leyfisskyldu og eftirlit með áfangaheimilum. Edda fagnar því en furðar sig á því hvers vegna áfangaheimili fá ekkert pláss í fjárlögum. Án aðkomu ríkisins þurfi kraftaverk til þess að starfsemi Brúar verði áfram haldið. „Það þyrfti þá einhver að útvega okkur húsnæði sem væri þannig að við gætum nýtt það. Þetta byggir á því að það sé sjálfstæð búseta, við þurfum að hafa íbúðir með eldhúsi og baðherbergi fyrir hvern og einn, litlar íbúðir. Ég hef trú á því að þetta leysist einhvern veginn. Ég biðla til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn sjálfan, að einhver stigi fram sem er aflögufær og getur aðstoðað okkur með þetta. Þetta er mjög mikilvægt og ég myndi segja að þetta hafi skilað miklum verðmætum til þjóðarinnar,“ segir Edda. Húsnæðismál Fíkn Félagasamtök Félagsmál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Áfangaheimilið Brú hefur verið rekið að Höfðabakka í Reykjavík í áratug en í janúar næstkomandi þarf Samhjálp að rýma húsnæðið. Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir að róðurinn sé þungur þar sem samtökin þurfa sjálf að standa straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ segir Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Meira en bara þak yfir höfuðið Átján skjólstæðingar Samhjálpar búa á Brú, þeir eru allir í viðkvæmri stöðu. Þeir horfa nú fram á það að missa þakið yfir höfði sér en þeir eru ekki einungis í húsnæðisþörf. „Það sem er svona mikilvægt við svona úrræði, eins og áfangaheimili, er að þetta er auðvitað langtímameðferð. Þarna er fólk að fá eftirfylgni eftir meðferð við fíknisjúkdómum. Við vitum það, eins og þegar aðrir sjúkdómar eru, að það er mikilvægt að fá eftirfylgni til þess að geta náð sér almennilega á strik, áður en maður heldur út í lífið á nýjan leik,“ segir Edda. Saknar fjármagns Á Alþingi liggur fyrir frumvarp um leyfisskyldu og eftirlit með áfangaheimilum. Edda fagnar því en furðar sig á því hvers vegna áfangaheimili fá ekkert pláss í fjárlögum. Án aðkomu ríkisins þurfi kraftaverk til þess að starfsemi Brúar verði áfram haldið. „Það þyrfti þá einhver að útvega okkur húsnæði sem væri þannig að við gætum nýtt það. Þetta byggir á því að það sé sjálfstæð búseta, við þurfum að hafa íbúðir með eldhúsi og baðherbergi fyrir hvern og einn, litlar íbúðir. Ég hef trú á því að þetta leysist einhvern veginn. Ég biðla til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn sjálfan, að einhver stigi fram sem er aflögufær og getur aðstoðað okkur með þetta. Þetta er mjög mikilvægt og ég myndi segja að þetta hafi skilað miklum verðmætum til þjóðarinnar,“ segir Edda.
Húsnæðismál Fíkn Félagasamtök Félagsmál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira