Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.
„Þetta er það sem við erum með til rannsóknar. Við ætlum þó ekki að fullyrða neitt,“ segir Grímur og bætir við að endanleg niðurstaða krufningar liggi ekki fyrir.
Ríkisútvarpið greinir frá því og vísar til heimilda sinna að hinn látni og sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna málsins í gær hafi þekkst, og séu báðir af erlendu bergi brotnir.
