Suður-kóresku þættirnir slógu rækilega í gegn fyrir tveimur árum síðan. Í raunveruleikaþættinum, sem nefnist Squid Game: The Challenge, eða áskorunin, verður líf keppenda að vísu ekki á línunni en verðlaunaféð segir Netflix vera 4,56 milljónir dollara eða rúmir sex milljarðar króna.
Hér að neðan má sjá stikluna nýju:
Í desember á síðasta ári var einnig tilkynnt um næstu seríu Squid game þáttanna. Einn og hálfur milljarður áhorfenda horfðu á fyrstu seríu á fyrstu 28 dögum frá útgáfu.