Fyrrverandi leikmaður Stoke og Newcastle til Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2023 14:31 Joselu [til hægri] skoraði 7 mörk í 52 leikjum fyrir Newcastle. Hann er í dag leikmaður Real Madríd. Vísir/Getty Images José Luis Mato Sanmartín, betur þekktur sem Joselu, er genginn í raðir Real Madríd á láni frá Espanyol. Framherjinn hefur komið víða við á ferli sínum og spilaði meðal annars með Stoke City og Newcastle United á Englandi. Segja má að ferill Joselu hafi farið á flug með B-liði Real Madríd á árunum 2009 til 2012. Þá lék hann einn deildarleik, og skoraði eitt mark, fyrir aðallið Real tímabilið 2011 til 2012. ¿Debutar marcando? ¡Déjamelo a mí! 21/05/2011#JoseluIsBack | @JoseluMato9 pic.twitter.com/3YjUCZlP5x— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Síðan þá hefur hann spilað með Hoffenheim, Eintracht Frankfurt og Hoffenheim í Þýskalandi, Stoke og Newcastle í Englandi ásamt Deportivo, Alavés og Espanyol á Spáni. Síðastnefnda liðið féll úr La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, á síðustu leiktíð og því fékk Joselu leyfi til að fara á láni. Real var í leit að framherja eftir að Karim Benzema hélt á vit ævintýranna, og peninganna, í Sádi-Arabíu. Hinn 33 ára gamli Joselu er ef til vill ekki sá framherji sem fjölmiðlar giskuðu á að myndi fylla skarð Benzema en hann er mættur til Madrídar og mun eins og staðan er í dag leiða framlínu félagsins á næstu leiktíð. Rivales Compañeros #JoseluIsBack pic.twitter.com/tT6MX1Pxtj— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Joselu á að baki 4 A-landsleiki fyrir Spán og hefur skorað 3 mörk. Tveir af þessum leikjum komu nú á síðustu dögum þegar Spánn sigraði Þjóðadeild UEFA. Sama er að segja um eitt af mörkunum en Joselu skoraði sigurmarkið gegn Ítalíu í undanúrslitum. Lánssamningur Joselu gildir út næstu leiktíð og Real er ekki skuldbundið til að kaupa leikmanninn að honum loknum. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Unai Simon hetja Spánverja þegar liðið vann Þjóðadeildina Spánn bar sigurorð af Króatíu þegar liðin mættust í úrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta karla á De Kuip í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þar af leiðandi réðust úrslitin í vítaspyurnukeppni. 18. júní 2023 21:28 Síðbúið mark frá varamanninum Joselu tryggði Spáni sæti í úrslitum Spánverjar eru á leið í úrslitaleik Þjóðadeildar UEFA eftir 2-1 sigur á Ítalíu í kvöld. Varamaðurinn Joselu tryggði Spánverjum sigurinn með marki á 88. mínútu í aðeins sínum þriðja landsleik. 15. júní 2023 21:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Segja má að ferill Joselu hafi farið á flug með B-liði Real Madríd á árunum 2009 til 2012. Þá lék hann einn deildarleik, og skoraði eitt mark, fyrir aðallið Real tímabilið 2011 til 2012. ¿Debutar marcando? ¡Déjamelo a mí! 21/05/2011#JoseluIsBack | @JoseluMato9 pic.twitter.com/3YjUCZlP5x— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Síðan þá hefur hann spilað með Hoffenheim, Eintracht Frankfurt og Hoffenheim í Þýskalandi, Stoke og Newcastle í Englandi ásamt Deportivo, Alavés og Espanyol á Spáni. Síðastnefnda liðið féll úr La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, á síðustu leiktíð og því fékk Joselu leyfi til að fara á láni. Real var í leit að framherja eftir að Karim Benzema hélt á vit ævintýranna, og peninganna, í Sádi-Arabíu. Hinn 33 ára gamli Joselu er ef til vill ekki sá framherji sem fjölmiðlar giskuðu á að myndi fylla skarð Benzema en hann er mættur til Madrídar og mun eins og staðan er í dag leiða framlínu félagsins á næstu leiktíð. Rivales Compañeros #JoseluIsBack pic.twitter.com/tT6MX1Pxtj— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Joselu á að baki 4 A-landsleiki fyrir Spán og hefur skorað 3 mörk. Tveir af þessum leikjum komu nú á síðustu dögum þegar Spánn sigraði Þjóðadeild UEFA. Sama er að segja um eitt af mörkunum en Joselu skoraði sigurmarkið gegn Ítalíu í undanúrslitum. Lánssamningur Joselu gildir út næstu leiktíð og Real er ekki skuldbundið til að kaupa leikmanninn að honum loknum.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Unai Simon hetja Spánverja þegar liðið vann Þjóðadeildina Spánn bar sigurorð af Króatíu þegar liðin mættust í úrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta karla á De Kuip í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þar af leiðandi réðust úrslitin í vítaspyurnukeppni. 18. júní 2023 21:28 Síðbúið mark frá varamanninum Joselu tryggði Spáni sæti í úrslitum Spánverjar eru á leið í úrslitaleik Þjóðadeildar UEFA eftir 2-1 sigur á Ítalíu í kvöld. Varamaðurinn Joselu tryggði Spánverjum sigurinn með marki á 88. mínútu í aðeins sínum þriðja landsleik. 15. júní 2023 21:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Unai Simon hetja Spánverja þegar liðið vann Þjóðadeildina Spánn bar sigurorð af Króatíu þegar liðin mættust í úrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta karla á De Kuip í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þar af leiðandi réðust úrslitin í vítaspyurnukeppni. 18. júní 2023 21:28
Síðbúið mark frá varamanninum Joselu tryggði Spáni sæti í úrslitum Spánverjar eru á leið í úrslitaleik Þjóðadeildar UEFA eftir 2-1 sigur á Ítalíu í kvöld. Varamaðurinn Joselu tryggði Spánverjum sigurinn með marki á 88. mínútu í aðeins sínum þriðja landsleik. 15. júní 2023 21:00