Listrænt ofurpar opnar nýstárlega og skapandi umboðsskrifstofu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. júní 2023 12:30 Sonny og Sigrún Eva tilkynntu á dögunum að þau væru að opna umboðsskrifstofu og skapandi rými. Þau hafa bæði sterka tengingu við bransann erlendis og hlakka til að deila reynslu sinni. Vikram Pradhan Listræna parið Sigrún Eva Jónsdóttir og Sonny hefur komið víða að í hinum skapandi heimi. Þau ákváðu snemma árs að sameina krafta sína og er afraksturinn umboðsskrifstofa og skapandi rými undir heitinu Grounded Creative Studios. Skrifstofan opnar í sumar og með verkefninu langar þau að nálgast umboðsheiminn á nýjan hátt. Blaðamaður tók púlsinn á þeim. „Þessi hugmynd hefur verið að malla hjá okkur í langan tíma. Snemma árs tókum við svo loksins ákvörðun um að kýla á þetta. Við búum bæði tvö yfir gríðarlega mikilli reynslu á okkar sviðum, Sigrún sem fyrirsæta og Sonny sem tónlistarmaður. Þess vegna langar okkur mikið til þess að hjálpa fólki með sína ferla og svo er líka svo gaman að byggja upp eitthvað stórkostlegt saman,“ segir parið. Sonny og Sigrún Eva vilja koma með ferskan andblæ inn í umboðsheiminn.Vikram Pradhan Nauðsynlegt að temja sér aga Sigrún Eva hefur starfað sem fyrirsæta frá árinu 2009 og býr að mikilli reynslu í þeim heimi. Hún hefur sem dæmi unnið með stórfyrirtækjum á borð við Victoria’s Secret, Adidas, Helmut Lang, Alexander Wang, Nordstrom, Saks og Elizabeth & James ásamt því að hafa gengið tískupallinn fyrir tískurisa á borð við Oscar De La Renta. „Ég vann mest í New York þar sem ég kynntist verklagi og svona prófessionalisma á öðru stigi. Til að ganga vel í þessum bransa þarf að temja sér mikinn aga og ég var heppin að eiga, og á enn, frábært samband við umboðsmennina mína sem ég áttaði mig á að er eiginlega lykillinn að góðum frama í þessum bransa,“ segir Sigrún og bætir við: „Ég fékk þar af leiðandi að kynnast því hvernig hin hliðin virkar einna best og bar alltaf mikla virðingu fyrir því starfi sem minn umboðsmaður vann fyrir mig. Ég hef svo oft hugsað til þess að það væri gaman að prófa vera í þeirri stöðu einn daginn, að hjálpa öðrum byrja sinn feril og fylgja þeim í gegnum allt.“ Sigrún Eva hefur starfað sem fyrirsæta í 14 ár.Vikram Pradhan Vann með stórum tónlistamönnum úti í heimi Sonny, sem notast við listamannsnafnið Snny, kemur úr tónlistarheiminum og á að baki sér langan feril þar sem hann hefur komið fram víða um heim. Hann er nú starfræktur á Íslandi, hefur gefið út fjöldann allan af lögum og kom meðal annars fram á Iceland Airwaves hátíðinni í fyrra. „Ég fékk að vinna með einum af stærstu tónlistamönnum og tónlistarfyrirtækjum í heimi þegar ég var í kringum tvítugsaldurinn. Það reyndist mér gott veganesti inn í lífið, þar sem ég öðlaðist dýpri skilning á því hvernig er best að fóta sig í viðskiptaheiminum sem sjálfstætt starfandi listamaður,“ segir hann. Snny hefur verið að gefa út tónlist í mörg ár og eru sum laga hans með milljónir hlustanna inni á streymisveitunni Spotify.Vikram Pradhan Sterk tenging til Bandaríkjanna, Evrópu og Afríku Parið segir að markmið Grounded sé að byggja hvert annað upp og byggja brýr milli fólks, fjölbreyttra sköpunargreina og staða. „Við bæði, sem og aðrir sem koma að Grounded, höfum sterkar tengingar til Bandaríkjanna, Evrópu og Afríku sem við höldum að geti skapað spennandi tækifæri fyrir alla sem vinna með okkur.“ Sonny og Sigrún Eva vilja byggja brýr á milli fjölbreyttra sköpunargreina.Vikram Pradhan Þau segja íslenskt menningarlíf á spennandi stað í dag og það sé skemmtilegt að fylgjast með stöðugri þróun. „Með komu okkar og annarra spennandi verkefna sem eru í gangi eigum við vonandi eftir að sjá enn meira af hæfileikaríku fólki fá platform og pláss í senunni. Sem fólk sem hefur starfað sjálfstætt innan skapandi greina viljum við að umboðsskrifstofan okkar sé öruggt rými fyrir annað skapandi fólk. Við vonum að þetta geti byggt upp samfélag og endurskilgreint hvernig hefðbundin umboðsskrifstofa virkar. Við viljum ýta undir aukna samvinnu í bransanum og þar af leiðandi minnka afmarkaða og viðskiptalega nálgun á bransann.“ View this post on Instagram A post shared by Grounded Creative Studios (@groundedcreativestudios) Ólíkir listmiðlar Umboðsskrifstofan ætlar sem áður segir að tengja saman ólíka hópa skapandi fólks. „Við verðum með alls konar ólíkar starfstéttir á skrá hjá okkur. Tónlistarfólk, fyrirsætur, ljósmyndara, förðunarfræðinga, stílista og fleira. Síðastliðinn sunnudag vorum við svo með fyrstu myndatökuna á vegum Grounded þar sem við mynduðum okkar kjarna teymi sem við komum til með að vinna náið með. Við ætlum ekki að fara of geyst af stað heldur byrja rólega og stækka út frá því. Vefsíðan okkar fer vonandi í loftið á næstu vikum og þá verður hægt að hafa samband ef fólk hefur áhuga á að sækja um að vera með,“ segir Sigrún Eva að lokum. Tíska og hönnun Menning Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Sambandsslit og nostalgía Tónlistarmaðurinn snny var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið Flying In The Dark. Snny er frá Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi með íslensku kærustu sinni og barni síðustu ár. 19. júlí 2022 13:30 Móðurmál: Sigrún Eva fyrirsæta segir frá óvæntri meðgöngu í New York Sigrún Eva fyrirsæta býr í Brooklyn, New York með kærastanum sínum, tónlistarmanninum Sonny (SNNY) en Sigrún hefur búið og starfað í borginni síðustu 8 ár. Makamál fengu að heyra allt um meðgönguna og hvernig það er að vera ófrísk fyrirsæta á í New York borg. 9. september 2019 21:15 „Þegar ég byrjaði að hægja á mér og vera til fóru hlutirnir fyrst að gerast fyrir alvöru“ Tónlistarmaðurinn snny kemur frá New York en hefur verið búsettur hér á landi síðustu ár ásamt íslenskri kærustu sinni og barni. Hann og Arnar Ingi eða Young Nazareth byrjuðu að vinna saman að tónlist í fyrra, lögðu lokahönd á heila plötu saman í byrjun árs og hún var að koma út í dag. 16. september 2022 15:30 Sigrún Eva andlit nýrrar undirfatalínu Valentine NYC Íslenska fyrirsætan Sigrún Eva Jónsdóttir í herferð fyrir fallega brúðarlínu. 10. ágúst 2016 11:15 Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Spurt og svarað með forsíðufyrirsætu Glamour, Sigrúnu Evu Jónsdóttur. 11. desember 2015 12:00 Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
„Þessi hugmynd hefur verið að malla hjá okkur í langan tíma. Snemma árs tókum við svo loksins ákvörðun um að kýla á þetta. Við búum bæði tvö yfir gríðarlega mikilli reynslu á okkar sviðum, Sigrún sem fyrirsæta og Sonny sem tónlistarmaður. Þess vegna langar okkur mikið til þess að hjálpa fólki með sína ferla og svo er líka svo gaman að byggja upp eitthvað stórkostlegt saman,“ segir parið. Sonny og Sigrún Eva vilja koma með ferskan andblæ inn í umboðsheiminn.Vikram Pradhan Nauðsynlegt að temja sér aga Sigrún Eva hefur starfað sem fyrirsæta frá árinu 2009 og býr að mikilli reynslu í þeim heimi. Hún hefur sem dæmi unnið með stórfyrirtækjum á borð við Victoria’s Secret, Adidas, Helmut Lang, Alexander Wang, Nordstrom, Saks og Elizabeth & James ásamt því að hafa gengið tískupallinn fyrir tískurisa á borð við Oscar De La Renta. „Ég vann mest í New York þar sem ég kynntist verklagi og svona prófessionalisma á öðru stigi. Til að ganga vel í þessum bransa þarf að temja sér mikinn aga og ég var heppin að eiga, og á enn, frábært samband við umboðsmennina mína sem ég áttaði mig á að er eiginlega lykillinn að góðum frama í þessum bransa,“ segir Sigrún og bætir við: „Ég fékk þar af leiðandi að kynnast því hvernig hin hliðin virkar einna best og bar alltaf mikla virðingu fyrir því starfi sem minn umboðsmaður vann fyrir mig. Ég hef svo oft hugsað til þess að það væri gaman að prófa vera í þeirri stöðu einn daginn, að hjálpa öðrum byrja sinn feril og fylgja þeim í gegnum allt.“ Sigrún Eva hefur starfað sem fyrirsæta í 14 ár.Vikram Pradhan Vann með stórum tónlistamönnum úti í heimi Sonny, sem notast við listamannsnafnið Snny, kemur úr tónlistarheiminum og á að baki sér langan feril þar sem hann hefur komið fram víða um heim. Hann er nú starfræktur á Íslandi, hefur gefið út fjöldann allan af lögum og kom meðal annars fram á Iceland Airwaves hátíðinni í fyrra. „Ég fékk að vinna með einum af stærstu tónlistamönnum og tónlistarfyrirtækjum í heimi þegar ég var í kringum tvítugsaldurinn. Það reyndist mér gott veganesti inn í lífið, þar sem ég öðlaðist dýpri skilning á því hvernig er best að fóta sig í viðskiptaheiminum sem sjálfstætt starfandi listamaður,“ segir hann. Snny hefur verið að gefa út tónlist í mörg ár og eru sum laga hans með milljónir hlustanna inni á streymisveitunni Spotify.Vikram Pradhan Sterk tenging til Bandaríkjanna, Evrópu og Afríku Parið segir að markmið Grounded sé að byggja hvert annað upp og byggja brýr milli fólks, fjölbreyttra sköpunargreina og staða. „Við bæði, sem og aðrir sem koma að Grounded, höfum sterkar tengingar til Bandaríkjanna, Evrópu og Afríku sem við höldum að geti skapað spennandi tækifæri fyrir alla sem vinna með okkur.“ Sonny og Sigrún Eva vilja byggja brýr á milli fjölbreyttra sköpunargreina.Vikram Pradhan Þau segja íslenskt menningarlíf á spennandi stað í dag og það sé skemmtilegt að fylgjast með stöðugri þróun. „Með komu okkar og annarra spennandi verkefna sem eru í gangi eigum við vonandi eftir að sjá enn meira af hæfileikaríku fólki fá platform og pláss í senunni. Sem fólk sem hefur starfað sjálfstætt innan skapandi greina viljum við að umboðsskrifstofan okkar sé öruggt rými fyrir annað skapandi fólk. Við vonum að þetta geti byggt upp samfélag og endurskilgreint hvernig hefðbundin umboðsskrifstofa virkar. Við viljum ýta undir aukna samvinnu í bransanum og þar af leiðandi minnka afmarkaða og viðskiptalega nálgun á bransann.“ View this post on Instagram A post shared by Grounded Creative Studios (@groundedcreativestudios) Ólíkir listmiðlar Umboðsskrifstofan ætlar sem áður segir að tengja saman ólíka hópa skapandi fólks. „Við verðum með alls konar ólíkar starfstéttir á skrá hjá okkur. Tónlistarfólk, fyrirsætur, ljósmyndara, förðunarfræðinga, stílista og fleira. Síðastliðinn sunnudag vorum við svo með fyrstu myndatökuna á vegum Grounded þar sem við mynduðum okkar kjarna teymi sem við komum til með að vinna náið með. Við ætlum ekki að fara of geyst af stað heldur byrja rólega og stækka út frá því. Vefsíðan okkar fer vonandi í loftið á næstu vikum og þá verður hægt að hafa samband ef fólk hefur áhuga á að sækja um að vera með,“ segir Sigrún Eva að lokum.
Tíska og hönnun Menning Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Sambandsslit og nostalgía Tónlistarmaðurinn snny var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið Flying In The Dark. Snny er frá Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi með íslensku kærustu sinni og barni síðustu ár. 19. júlí 2022 13:30 Móðurmál: Sigrún Eva fyrirsæta segir frá óvæntri meðgöngu í New York Sigrún Eva fyrirsæta býr í Brooklyn, New York með kærastanum sínum, tónlistarmanninum Sonny (SNNY) en Sigrún hefur búið og starfað í borginni síðustu 8 ár. Makamál fengu að heyra allt um meðgönguna og hvernig það er að vera ófrísk fyrirsæta á í New York borg. 9. september 2019 21:15 „Þegar ég byrjaði að hægja á mér og vera til fóru hlutirnir fyrst að gerast fyrir alvöru“ Tónlistarmaðurinn snny kemur frá New York en hefur verið búsettur hér á landi síðustu ár ásamt íslenskri kærustu sinni og barni. Hann og Arnar Ingi eða Young Nazareth byrjuðu að vinna saman að tónlist í fyrra, lögðu lokahönd á heila plötu saman í byrjun árs og hún var að koma út í dag. 16. september 2022 15:30 Sigrún Eva andlit nýrrar undirfatalínu Valentine NYC Íslenska fyrirsætan Sigrún Eva Jónsdóttir í herferð fyrir fallega brúðarlínu. 10. ágúst 2016 11:15 Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Spurt og svarað með forsíðufyrirsætu Glamour, Sigrúnu Evu Jónsdóttur. 11. desember 2015 12:00 Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Sambandsslit og nostalgía Tónlistarmaðurinn snny var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið Flying In The Dark. Snny er frá Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi með íslensku kærustu sinni og barni síðustu ár. 19. júlí 2022 13:30
Móðurmál: Sigrún Eva fyrirsæta segir frá óvæntri meðgöngu í New York Sigrún Eva fyrirsæta býr í Brooklyn, New York með kærastanum sínum, tónlistarmanninum Sonny (SNNY) en Sigrún hefur búið og starfað í borginni síðustu 8 ár. Makamál fengu að heyra allt um meðgönguna og hvernig það er að vera ófrísk fyrirsæta á í New York borg. 9. september 2019 21:15
„Þegar ég byrjaði að hægja á mér og vera til fóru hlutirnir fyrst að gerast fyrir alvöru“ Tónlistarmaðurinn snny kemur frá New York en hefur verið búsettur hér á landi síðustu ár ásamt íslenskri kærustu sinni og barni. Hann og Arnar Ingi eða Young Nazareth byrjuðu að vinna saman að tónlist í fyrra, lögðu lokahönd á heila plötu saman í byrjun árs og hún var að koma út í dag. 16. september 2022 15:30
Sigrún Eva andlit nýrrar undirfatalínu Valentine NYC Íslenska fyrirsætan Sigrún Eva Jónsdóttir í herferð fyrir fallega brúðarlínu. 10. ágúst 2016 11:15
Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Spurt og svarað með forsíðufyrirsætu Glamour, Sigrúnu Evu Jónsdóttur. 11. desember 2015 12:00