Íslenskt tvíeyki óvænt vinsælt í Japan Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júní 2023 13:14 Silva & Steini gáfu á dögunum út tónlistarmyndband fyrir sitt vinsælasta lag. Þau hafa fengið mikla spilun í Japan og víðar. Anna Maggý Íslenska jazztvíeykið Silva & Steini gaf á dögunum út tónlistarmyndband fyrir sitt vinsælasta lag, If It Was. Lagið sjálft kom út fyrir um ári síðan en það er komið með tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify síðan þá. Varð það óvænt nokkuð vinsælt í Japan og víðar. „Við sem sagt duttum inn á einhverja svona spilunarlista, þessa stóru sem Spotify er að stýra. Ég kann eiginlega engar meiri skýringar á því annað en bara að þetta gerðist,“ segir Steingrímur Teague, helmingur tvíeykisins og meðlimur í Moses Hightower, í samtali við Vísi. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við If It Was. Anna Maggý leikstýrði myndbandinu sem tekið var upp í Vatnasafni í Stykkishólmi innan um innsetningu listakonunnar Roni Horn. Steingrímur segir að spilunin á lögum þeirra sé mest í Ameríku en næstmest í Japan. Því næst koma lönd eins og Spánn, Frakkland og Brasilía. En ef spilunin er flokkuð eftir borgum þá er spilunin mest í japönsku höfuðborginni Tokyo. Það er þó kannski ekki alveg hægt að segja að frasinn „big in Japan“ eigi við um tvíeykið þar sem þau eru með meiri spilun í Bandaríkjunum en þar. Frasinn, sem á rætur sínar að rekja til síðari hluta áttunda áratugarins, á við um tónlistarfólk sem er vinsælt í Japan þrátt fyrir að vera lítið þekkt í hinum vestræna heimi. Fjölmörg dæmi eru um tónlistarfólk sem hefur ratað efst á vinsældarlista í Japan þrátt fyrir að gera það ekki í Bandaríkjunum eða Evrópu. Írska hljómsveitin The Nolans er eitt dæmi um þetta. Hljómsveitin var nánast óþekkt í Bandaríkjunum en seldi plötur í yfir tólf milljónum eintaka í Japan. Voru bara að gera þetta fyrir sig Steingrímur segir að þau Silva hafi þó á engan hátt verið að reyna að ná inn á þennan markað. „Við vorum bara að gera plötu fyrir okkur,“ segir hann. „Það sem gerir þetta óvænt fyrir okkur en kannski líka það sem gerir þetta gott er held ég þetta: Þegar við vorum að gera þetta þá vorum við að reyna að skemmta okkur. Við vorum á engan hátt að miða inn á þetta.“ Þetta hafi bara verið tveir vinir að gera plötu saman. „Bara svolítið frí frá öðrum hlutum í tónlist. Við höfðum mikið verið að spila saman úti í bæ og langaði að skjalfesta það sem við höfðum verið að gera,“ segir Steingrímur. More Than You Know, platan sem um ræðir, inniheldur If It Was og sex önnur lög. Um er að ræða svokallaða „standarda-plötu“ eins og Steingrímur segir það kallast í jazz-heiminum. Ekkert lag á plötunni sé eftir þau. Á plötunni eru því útgáfur af lögum sem Silva hafði fundið og þeim fundist gaman að spila. „Hún var svolítið mikið að dæla í mig alls konar lögum þegar við vorum að byrja að spila saman. Nýlega héldu þau saman tónleika fyrir fullum sal í Mengi á Óðinsgötu í Reykjavík. „Það var bara virkilega gaman. Það voru fyrstu tónleikarnir í fullri lengd sem við prófuðum að gera bara tvö.“ Komin á fullt Silva & Steini eru á meðal þess íslenska tónlistarfólks sem skrifaði nýverið undir hjá FOUND, nýju bandarísku útgáfufyrirtæki sem tileinkað er íslenskri tónlist. Ásamt þeim eru tónskáldið Magnús Jóhann og pönk bandið GRÓA á mála hjá útgáfunni. „Þau hafa hvatt okkur meira til dáða þannig við erum að gera nýja plötu og vorum að gera þetta myndband,“ segir Steingrímur um þessar breytingar. Þá eru þau komin langt með nýja plötu. „Þannig við erum svolítið komin á fullt í þetta saman.“ Tónlist Japan Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Við sem sagt duttum inn á einhverja svona spilunarlista, þessa stóru sem Spotify er að stýra. Ég kann eiginlega engar meiri skýringar á því annað en bara að þetta gerðist,“ segir Steingrímur Teague, helmingur tvíeykisins og meðlimur í Moses Hightower, í samtali við Vísi. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við If It Was. Anna Maggý leikstýrði myndbandinu sem tekið var upp í Vatnasafni í Stykkishólmi innan um innsetningu listakonunnar Roni Horn. Steingrímur segir að spilunin á lögum þeirra sé mest í Ameríku en næstmest í Japan. Því næst koma lönd eins og Spánn, Frakkland og Brasilía. En ef spilunin er flokkuð eftir borgum þá er spilunin mest í japönsku höfuðborginni Tokyo. Það er þó kannski ekki alveg hægt að segja að frasinn „big in Japan“ eigi við um tvíeykið þar sem þau eru með meiri spilun í Bandaríkjunum en þar. Frasinn, sem á rætur sínar að rekja til síðari hluta áttunda áratugarins, á við um tónlistarfólk sem er vinsælt í Japan þrátt fyrir að vera lítið þekkt í hinum vestræna heimi. Fjölmörg dæmi eru um tónlistarfólk sem hefur ratað efst á vinsældarlista í Japan þrátt fyrir að gera það ekki í Bandaríkjunum eða Evrópu. Írska hljómsveitin The Nolans er eitt dæmi um þetta. Hljómsveitin var nánast óþekkt í Bandaríkjunum en seldi plötur í yfir tólf milljónum eintaka í Japan. Voru bara að gera þetta fyrir sig Steingrímur segir að þau Silva hafi þó á engan hátt verið að reyna að ná inn á þennan markað. „Við vorum bara að gera plötu fyrir okkur,“ segir hann. „Það sem gerir þetta óvænt fyrir okkur en kannski líka það sem gerir þetta gott er held ég þetta: Þegar við vorum að gera þetta þá vorum við að reyna að skemmta okkur. Við vorum á engan hátt að miða inn á þetta.“ Þetta hafi bara verið tveir vinir að gera plötu saman. „Bara svolítið frí frá öðrum hlutum í tónlist. Við höfðum mikið verið að spila saman úti í bæ og langaði að skjalfesta það sem við höfðum verið að gera,“ segir Steingrímur. More Than You Know, platan sem um ræðir, inniheldur If It Was og sex önnur lög. Um er að ræða svokallaða „standarda-plötu“ eins og Steingrímur segir það kallast í jazz-heiminum. Ekkert lag á plötunni sé eftir þau. Á plötunni eru því útgáfur af lögum sem Silva hafði fundið og þeim fundist gaman að spila. „Hún var svolítið mikið að dæla í mig alls konar lögum þegar við vorum að byrja að spila saman. Nýlega héldu þau saman tónleika fyrir fullum sal í Mengi á Óðinsgötu í Reykjavík. „Það var bara virkilega gaman. Það voru fyrstu tónleikarnir í fullri lengd sem við prófuðum að gera bara tvö.“ Komin á fullt Silva & Steini eru á meðal þess íslenska tónlistarfólks sem skrifaði nýverið undir hjá FOUND, nýju bandarísku útgáfufyrirtæki sem tileinkað er íslenskri tónlist. Ásamt þeim eru tónskáldið Magnús Jóhann og pönk bandið GRÓA á mála hjá útgáfunni. „Þau hafa hvatt okkur meira til dáða þannig við erum að gera nýja plötu og vorum að gera þetta myndband,“ segir Steingrímur um þessar breytingar. Þá eru þau komin langt með nýja plötu. „Þannig við erum svolítið komin á fullt í þetta saman.“
Tónlist Japan Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira