Nýr miðbær á Egilsstöðum muni laða fólk að Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2023 08:00 Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings. sigurjón ólason Uppbygging á nýjum miðbæ á Egilsstöðum er hafin. Sveitarstjóri Múlaþings segir að á næstu þremur árum verði hægt að sjá móta fyrir 160 nýjum íbúðum í bland við græn svæði í hjarta bæjarins. Hugmyndir um miðbæ á Egilsstöðum eru ekki nýjar. Deiliskipulag var samþykkt árið 2006 en komst aldrei til framkvæmda. Núna er þó komin hreyfing á hlutina, en í nyrsta hluta bæjarins er í undirbúningi mikil uppbygging fjölbýlis á vegum félags eldri borgara sem sveitarstjórinn segir fyrsta skrefið í uppbyggingu nýs miðbæs. Vistvænt umhverfi Löng göngugata tekur við þeirri byggð þar sem gert er ráð fyrir íbúðum á efri hæðum bygginga og verslun á neðri hæðum. Miðbærinn í heild sinni gerir ráð fyrir 160 nýjum íbúðum. „Það sem við erum að horfa á er að hér myndist vistvænt umhverfi. Við gerum ráð fyrir langri göngugötu með mörgum áningarstöðum. Bílastæðin verða fyrir utan þetta, þau þurfa auðvitað að vera til staðar. En við erum fyrst og fremst að horfa á að hér verði alltaf líf, þetta verður blanda af þjónustustarfsemi og íbúarstarfsemi,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Göngu og verslunargatan verður kölluð Ormurinn með vísan í Lagafljótsorminn. Miðbærinn muni laða fólk að Markmiðið er að skapa líflegan miðbæ með opnum torgum og grænum svæðum fjarri bílaumferð. „Við erum að tala um svæði þar sem geta verið hópasamkomur sem ég held að skipti bara gífurlegu máli í okkar miðbæ í framtíðinni.“ Íbúar hafi lengi kallað eftir alvöru miðbæ og sér Björn fyrir sér að uppbyggingin muni eiga sér stað á næstu þremur árum. „Auðvitað skeður þetta ekki einn, tveir og þrír en þegar þetta verður komið þá verður hér virkilega skemmtilegt miðbæjarsvæði sem mun laða fólk að.“ Múlaþing Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hugmyndir um miðbæ á Egilsstöðum eru ekki nýjar. Deiliskipulag var samþykkt árið 2006 en komst aldrei til framkvæmda. Núna er þó komin hreyfing á hlutina, en í nyrsta hluta bæjarins er í undirbúningi mikil uppbygging fjölbýlis á vegum félags eldri borgara sem sveitarstjórinn segir fyrsta skrefið í uppbyggingu nýs miðbæs. Vistvænt umhverfi Löng göngugata tekur við þeirri byggð þar sem gert er ráð fyrir íbúðum á efri hæðum bygginga og verslun á neðri hæðum. Miðbærinn í heild sinni gerir ráð fyrir 160 nýjum íbúðum. „Það sem við erum að horfa á er að hér myndist vistvænt umhverfi. Við gerum ráð fyrir langri göngugötu með mörgum áningarstöðum. Bílastæðin verða fyrir utan þetta, þau þurfa auðvitað að vera til staðar. En við erum fyrst og fremst að horfa á að hér verði alltaf líf, þetta verður blanda af þjónustustarfsemi og íbúarstarfsemi,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Göngu og verslunargatan verður kölluð Ormurinn með vísan í Lagafljótsorminn. Miðbærinn muni laða fólk að Markmiðið er að skapa líflegan miðbæ með opnum torgum og grænum svæðum fjarri bílaumferð. „Við erum að tala um svæði þar sem geta verið hópasamkomur sem ég held að skipti bara gífurlegu máli í okkar miðbæ í framtíðinni.“ Íbúar hafi lengi kallað eftir alvöru miðbæ og sér Björn fyrir sér að uppbyggingin muni eiga sér stað á næstu þremur árum. „Auðvitað skeður þetta ekki einn, tveir og þrír en þegar þetta verður komið þá verður hér virkilega skemmtilegt miðbæjarsvæði sem mun laða fólk að.“
Múlaþing Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira